Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 1
SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 35. ÁRGANGUR — 6. TÖLUBLAÐ 1973 Örn Steinsson ' Vangaveltur eftir fund með vísindamönnum EFNISYFIRLIT: bls. Vangaveltur eftir fund með vísindamönnum Örn Steinsson 201 Sjómannadagsræða árið 1973 Guöjón Ármann Eyjólfsson, skólastjóri 204 Úr bréfum til Sighvats Grímssonar Skúli Magnússon 208 Kvensjóræningjar Örn Steinsson þýddi 212 Velheppnuð námskeið vélstjóra Örn Steinsson 218 Hafsilfur Gunnlaugur Árnason 226 Upphaf landgrunnskenningar — niðurlag Dr. Gunnlaugur Þórðarson 236 Hornblower fer til sjós Bárður Jakobsson þýddi 241 Frívaktin o. fl. Forsíðan er af höfninni í Reykjavík Ljósm.: Snorri Snorrason yngri. SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR Ctgefandi F. F. S. 1. Ritstjórar: Guðmundur Jensson (áb.) og örn Steinsson. Ritnefnd: Böðvar Stein- þórsson, formaður, Páll Guðmunds- son, varaform., Ólafur Vignir Sig- urðsson, Ingólfur S. Ingólfss., Haf- steinn Stefánsson, Bergsveinn S. Bergsveinsson og Helgi Hallvarðs- son. — Blaðið kemur út einu sinni í mánuði og kostar árgangurinn 750 kr. Ritstjórn og afgreiðsla er að Bárugötu 11, Reykjavík. Utaná- skrift: „Víkingur“, pósthólf 425 Reykjavlk. Sími 15653. Prentað i Isafoldarprentsmiðju hf. VÍKINOUR Það var fróðleg og kyrrlát stund, sem við, nokkrir blaðamenn, átt- um um borð í rannsóknaskipinu „Bjarna Sæmundssyni“ fyrir nokkrum dögum. Skipið kom þá í höfn daginn áður, eða nánar til tekið 21. júní sl., úr 20'daga rannsóknaför um svæðið frá Vestmannaeyjum, vestur, norður og austur fyrir Langanes. Er þetta framhald á ferðum, sem upphaf varð að árið 1949, en þá var aðallega fengizt við rannsóknir á síldarstofnum. Með tilkomu hinna nýju full- komnu rannsóknaskipa hafa skil- yrði vísindamanna stórlega batn- að og festa miklu meiri en áður í öllum störfum þeirra á þessu sviði. Það er skoðun mín hverra hags- muna svo sem við höfum að gæta, að það sé skylda okkar að gefa verulegan gaum að því, sem lærð- ir rannsóknamenn hafa að segja um uppeldi fisksins, líferni hans og framvindu. Brjóstvitið er gott svo langt sem það nær, en lær- dómur,þekking svo og hrokalaust samstarf við reynslu er það sem koma skal. Þessi inngangsorð mín koma til af því, að mér er kunn- ugt um að í hópi útgerðarmanna, sjómanna og stjórnvalda eru enn sterk öfl, sem framhjá þessari staðreynd vilja líta og láta hverj- um degi nægja sína þjáningu meðan endist. Undan þessari pressu, gegn betri vitund, hafa líka margir vísindamenn látið til þess eins að kaupa sér frið. En vísindi þýðir leit að sannleikanum og ekkert nema sannleikanum. Sérhverjum sem dirfist að skipa sér undir þetta merki ber skylda til að segja sannleikann og rökstyðja fullyrð- ingar sínar, sem hann les úr móð- ur náttúru. Að sjálfsögðu er mannlegt að mönnum skjátlist, en með rökræðum á að vera hægt að komast að hinu sanna. Á síðustu mánuðum hefur orð- ið ljóst, að milli vísinda og stjórn- mála ríkir enn stórt bil. Vísinda- menn bæði á Þýzkalandi og Bret- landi hafa viðurkennt röksemdir okkar Islendinga í fiskveiðimál- um, en „alvitrir" stjórnmála- menn vísað þeim á bug. Stjórn- málamenn láta sér nægja að bjarga málum líðandi stundar og nota öll tiltæk vopn án tillits til siðferðis í þeirri baráttu. I þessa gildru mega vísindamenn aldrei falla. Þeim verður að skapa auk- ið frelsi til að tjá sig og aukið vald til að segja til um hvað megi gera í fiskveiðimálum. Vorleiðangur vísindamanna um borð í „Bjarna Sæmundssyni“ var farinn í þeim tilgangi að at- huga piöntugróður, átu og efna- ástand sjávarins. Einnig var gerð vistkönnun í Hvalfirði vegna fyr- irhugaðs vegarstæðis. Straumar athugaðir og hiti í sjó mældur. Innstreymi Atlantshafssjávar við Norðurland var meira nú en síð- an árið 1964. Is er nær landi við Vesturland en verið hefur síð- 201

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.