Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 32
sem komu með fullfermi úr Hval- firðinum. Veðrið var gott, sléttur sjór og skipin voru mikið hlað- in. Á sumum voru lunning’in og skjólborðin í kafi um miðjuna, svo ágirndarborðin voru ein upp úr. Við héldum áfram og fram hjá Hnausaskerjunum, þar sátu nokkrir skarfar með útslegna vængi. Við Hvaleyrina lágu nokkrir bátar. Við létum falla og gengum til rólegheita. Þarna lágu nú þeir úr flotanum sem verst gekk að fá síld, hinir voru farnir í land með veiði og gamla Skand- ían rölti þunglamalega, ég heyrði andköf hennar gegnum svefninn. Svo leið dagurinn að kveldi, við hífðum akkerið og fórum að leita. Bátarnir sem búnir voru að losa, drifu að. Það var nóg síld, en það var sama sagan, hún stóð of djúpt fyrir okkur. Við köstuðum alla nóttina og fengum ekki neitt, nóttin varð löng við þessi eilífu búmm. Það voru því dasaðir menn sem héldu til Reykjavíkur um morg- uninn, en nú voru skipstjórarn- ir, sem stóðu framarlega með aflabrögð, farnir að láta til sín taka. Þeir komu með full skip að morgni, löndun gekk orðið treglega. Þeir tóku þá annað skip sem illa gekk, fóru með sína nót og nótabáta á því, upp í Hval- fjörð og fylltu skipið þar, meðan þeir biðu eftir löndun. Franski- Páll stóð á tali við Árna Hinriks lengi dags, og það var úr að hann fór út með okkur um kvöldið. Stóru togarabátarnir frá Allíance voru teknir aftan úr og bundnir í einn bryggjukrókinn á Grand- anum, og þarna lágu þeir, þung- ir og klossaðir. Nótin, sem var of grunn lá í þeim í tveimur litlum hrúgum. Bátarnir hans Páls voru teknir á síðuna, þeir voru liðlegri og nót- in var nægilega djúp. Svo var farið aftur upp í Hvalfjörð og byrjað að kasta, nú var hún inni. Samt var eitthvað að, þessir vönu sjómenn urðu eitthvað hikandi og fáimandi í handtökum sínum. Það náðist ekkert samspil milli skipstjóra og áhafnar. Páll böl- 232 sótaðist milli bátanna, hásetarn- ir urðu þrjózkufullir á svipinn og ýmislegt gekk á afturfótunum. Það var orðljótur maður hann Páli ef illa gekk. En hann var nú ekki okkar skipstjóri og undir niðri vorum við farnir að bera nokkuð mikla virðingu fyrir Árna Hinriks. Svo var búið að draga inn nótina. Það var mikil síld í henni, bátarnir voru tekn- ir á síðuna, byrjað að þurrka upp, það gekk illa, nótin var óklár, það voru í henni stórir pokar fullir af síld, okkur gekk erfiðlega að fá þetta klárt. Páll göslaðist í þessu og tók hvert skipstjóratak- ið eftir annað, þar til loksins yfir hann gekk. Hann rétti sig upp og sagði :Stoppið, nú skulum við taka mynd af þessu. Okkur féllust snöggvast hend- ur síðan lutum við aftur yfir vinnu okkar þegjandalegir á svip. Loksins hafðist að þurrka upp, þá var farið að háfa, ég var á spilinu. Það gekk illa að háfa. Páll var við háflásinn, úr honum var langur vír, sem náði aftur að stýrishúsi, þar í ganginum stóð Páll og kippti í vírinn, þegar háfurinn skyldi tæmdur, og þarna dansaði hann nú fram og aftur og bannsöng öllu bæði dauðu og lifandi. Svo var það, að mér hafði lán- azt að ná fullum háf upp fyrir lunninguna. Páll kippti í með ill- yrði á vör, en þar sem háfurinn var fullur, var kippurinn sem hann tók meiri en venjulega og kippti Páli fram á fjórar fætur í síldarbinginn með andlitið á kaf í alltsaman, þá var mér nú nóg boðið. Eg lagðist fram á spil- ið og skellihló. Páll reis seinlega á fætur gaut til mín augum og sagði: Sjáið helvítið, hann hlær bara. Jæja, svo hafðist að klára úr nótinni. Það var kastað aftur með álíka bægslagangi. Það var farið að bjarma fyrir nýjum degi, er hún Angilía flaut þarna í dýpinu með fullfermi. Við vorum þögulir á heimleið- inni og Páll mælti ekki orð af vör. Þegar í land var komið, lét hann færa báta sína sem skjótast yfir að sínu eigin skipi. Ekki bauðst hann til að fara aftur, um það bað hann heldur enginn. En mest dáðist ég að því, hvað lítið fór fyrir Árna Hinriks í þessari hrotu. Nú lágum við þarna við Grandann og biðum eftir löndun. Það var yfir okkur einhver deyfð, við höfðum ekki borið gæfu til að lynda við aflamanninn Franska- Pál og framundan var sama stritið með of grunna nót, sem ekki náði niður í síldina. Að vísu var tæknin á næsta leiti, en hún var ennþá svo langt undan, að við gátum ekkert til hennar sótt og fyrst ekki var hægt að sækja neitt til framtíðarinnar, því þá ekki að fara aftur í tímann, eitt- hvað varð að gera. Við fengum löndun morguninn eftir. Árni Hinriks stóð í stýrishúsinu með- an við lönduðum, aldrei sá ég hann eins brúnaþungan og þá, það var auðséð að eitthvað var að brjótast um í honum. Svo eftir hádegið er við höfð- um tekið vatn og kost, olíu og þessháttar, var sleppt. Við Árni vorum í stýrishúsinu út af höfn- inni, hann leit á mig annað slagið eins og hann vildi eitthvað segja, en sagði ekkert. Svo kom einhver og tók stýrið. Árni stóð við lunn- inguna og horfði brúnaþungur og hugsandi á nótabátana frá Allíance. Ég fór annars hugar niður í vél og var þar eitthvað að dótast, en eftir æði stund kom Árni niður í vél. Hann var þó ekki vanur að vera niðri í vélar- rúmi, hann gaut hornauga til Skandíunnar, sem snerist óaf- látanlega um miðpúnkt sinn, leit hann upp í keisinn, dæsti og sett- ist á bekkinn fyrir aftan vélina. Ég leit af vinnu minni þurrk- aði mér um hendumar, og kveikti mér í sígarettu og settist við hlið- ina á honum, svo sátum við þarna og þögðum dálitla stund. Svo sneri Árni sér að mér og spurði, hvort ég ætti ekki eitthvað þungt járnstykki handa sér. Jú, það var eitthvað til af járni frá Skandíunni. Hvað ætti það að vera þungt? Svona fimmtíu til VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.