Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Side 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Side 23
ríva Engir eru jafn ákafir að ná í leyndarmál annarra og þeir, sem lausmálgir eru. — Þeir eru líkir óráðsíumönnum, sem fá lánaða peninga hjá öðrum og fleygja þeim í óþarfa. * HRINGT I SKÓLANN „Hann Tommi minn er svo slæmur í maganum, að hann get- ur ekki mætt í skólann“. „Það var leiðinlegt". „Læknirinn segir að hann eigi að liggja í dag“. „Það var leiðinlegt“. „En hann getur vonandi mætt á morgun“. „Það var leiðinlegt“. * Það var fyrir alllöngu að bisk- up nokkur var á yfirreið í fylgd með prófasti umdæmisins. Þeir komu að stórbýli og þar var sleg- ið upp sviðaveizlu. Bónda var ekki kunnugt um að biskupi var ekkert um svið gefið. Þegar þeir settust til borðs, hvíslaði prófastur að biskupi: „Ætlið þér ekki að hafa yfir smá- borðbæn, herra biskup?“ Biskup hikaði: „Æi, ég held ég blandi ekki Drottni saman við þessa sauðahausa". VÍKINGUR Ráðningarstjórinn hjá flug- f élaginu: „Heyrið þér flugfreyja! þegar ég réði yður, skuldbunduð þér yður, að giftast ekki í starfinu. Hvernig stendur þá á því, að það er alltaf karlmaður sem svarar í símann þegar við hringjum til yðar?“ „Ég er ógift,“ svaraði flug- freyjan hiklaust. „Eða hafið þér nokkru sinni heyrt sama mann- inn svara tvisvar í röð eða hvað?“ Læknirinn: „Jæja, reyndist ekki meðalið vel?“ Gamla konan: „Jú, það var á- gætt. Fyrst læknaði ég hóstann í honum Jóni mínum, síðan gikt- ina í mér, og svo notaði ég af- ganginn til þess að fægja hnífa- pörin“. * Könnun hefir leitt í ljós, að meiri hluti kvenna í Ameríku taka ljóshærða menn fram yfir menn með annan háralit. Þær telja að hinir ljóshærðu séu ábyggilegri, og fastari fyrir freistingunni og hafi þar að auki eitthvað dularfullt aðdráttarafl. Forstjórinn við nýja einkarit- arann: „Nú ætla ég að slappa af. Ef einhver hringir, segið þér að ég sé upptekinn“. „En ef sá, sem hringir segir að erindið sé áríðandi?“ „Segið bara, að þetta segi all- ir“. Eftir stundarkorn var hringt og stúlkan sagði að forstjórinn væri önnum kafinn. „En þetta er mjög áríðandi. Ég er konan hans“. „Það dugir ekki, þær segja þetta allar!“ * Það, sem kemur lygaranum í koll er ekki að enginn trúir hon- um heldur hitt að hann trúir ekki sjálfur því sem hann segir. Ég skil vel, að þér herra skipstjóri, viljið nauðugur yfirgefa sjóinn og ger- ast tjónasérfræðingur okkar. En skýrsl- ur sýna, að tjón hafa orðið fleiri hjá yður en nokkrum öðrum skipstjóra fyr- irtækis okkar. Og við þurfum á að halda manni með mesta reynslu á þessu sviði. Þér vitið allt um tjón — svíkið ekki yðar gamla útgerðarfyrirtæki! 223

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.