Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Page 12
KVENLEGUR kæruleysishlátur
s j óræning-.j aforingj ans var oft
það síðasta, sem hinir dauða-
dæmdu ógæfusömu sjómenn
heyrðu, meðan þeir gengu eftir
plankanum út frá skipinu og
beint í sjóinn, sem var morandi
af hákörlum.
Kvenlegur kæruleysishlátur ?
Jú, vissulega var þetta rétt, því
að nokkrir af hinum hraustustu
og grimmustu þrjótum, sem
sigldu undir stjórn Jolly Roger,
voru konur. í raun voru margir
hinna verstu sjóræningjaforingja
einmitt af „veikara kyninu“.
Eða kanijske er þetta raunveru-
lega grimmara kynið?
Hugsið ykkur t. d. Önnu Bonny
og Maríu Read, tvær systur
sverðsins, sem voru allt annað en
blíðlyndar.
Anna var óskilgetin dóttir írsks
lögfræðings. Um stund bjó hún
með móður sinni. Faðir önnu
hafði meiri mætur á henni heldur
en hjónabandsbarni sínu og vildi
hafa hana nálægt sér. Hann dul-
bjó hana því unga að árum sem
dreng og tók hana heim til sín,
þar sem hann sagði konu sinni,
að þetta væri drengur, sem ætlaði
að læra lögfræði hjá sér. Af til-
viljun misheppnaðist bragðið, en
skildi eftir hjá önnu sérstaka
virðingu fyrir karlmannshlut-
verki og eyðilagði reyndar allan
kvenlegan persónuleika hennar
ævilangt.
Á táningsárunum var Anna
fjörmikil stelpa. Nágranni henn-
ar minnist þess, að einu sinni
fylltist hún áköfu hatri á þjón-
ustustúlku og stakk hana með
eldhúshnífi á mörgum stöðum.
Við annað tækifæri ætlaði ungur
maður að gerast nærgöngull við
hana, en hún beit hann svo heift-
arlega, að hann lá lengi rúmfast-
ur eftir.
Við rýrnandi álit og sundur-
lyndi eiginkonu yfirgaf faðir
önnu eiginkonu sína og gerðist
innflytjandi í Suður-Carolina ár-
ið 1700 ásamt dóttur sinni önnu.
Þar varð hann brátt auðugur og
velmetinn plantekrueigandi.
Nú vildi hann, að Anna giftist
virðulegum borgara, en þar hafði
hún annan smekk. Mestum tíma
sínum eyddi hún á sjávarströnd-
inni við Charleston, og dag nokk-
urn stakk hún af með sjómanni,
sem hét Bonny.
Þau fóru til staðar, sem hét
New Providence Island, en þar
var sjóræningjaaðsetursstaður á
Bahamaeyjum. Þetta var agalaus
og uppvöðslustaður, sem Anna
hreifst mjög af. Jafn ánægður
var ekki eiginmaður hennar,
Bonny. Hann settist að sem heið-
arlegur aðstoðarmaður landstjór-
ans.
En nú skaut upp sjóræningja,
sem kallaður var John Rackham,
öðru nafni Calio Jack. Hann var
snotur þrjótur, einmitt maður að
skapi önnu. Og hún átti þá eigin-
leika til að bera, sem sjóræningi
gat bezta hugsað sér hjá konu.
Hún var ekki aðeins dásamlega
fögur, heldur hafði líka hjarta
hart sem stein. Jack ákvað að
taka hana með sér.
Hann var nýbúinn að stela skipi,
sem nú lá afsíðis á vík einni, þar
sem áhöfn hans, ófyrirleitnir
misindismenn, vann að því að út-
búa skipið til ránsferða. En það
var gagnstætt öllum viðteknum
venjum að hafa konur um borð í
slíkum fleytum. Anna mundi
fyrra hlutverk sitt sem lögfræði-
nemi. Hún fann því skjótt lausn
á vandamálinu, dulbjó sig sem
karlmann og hélt á haf út með
þrjótunum.
Þegar segl voru uppi og Jolly
Roger kominn í lyftingu urðu
sjóræningjarnir skyndilega varir
við herskútu, sem lokaði leiðinni
út úr víkinni.
Jack beitti skynsemi sinni og
lét yfirgefa flota smárra skipa,
sem hann hafði hertekið og nú
lágu öðru megin í höfninni. Á
meðan að athygli herskipsins
beindist að þessu vék það til hlið-
ar, en þá notaði Jack tækifærið
og slapp út úr höfninni.
Anna fylgdist með af athygli.
Hættur, geðshræringar og æv-
intýri — það var nokkuð, sem
henni líkaði. Hún hafði fundið
212
VlKINGUR