Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 17
ur, sem teknar hafa verið í bæj- um e'ða á opnum svæöum og flutt- ar um borö; vilji menn hafa mök viö þær, veröur fyrst aö fá leyfi hjá gjaldkera skipsins, og síöan aö fara afsíöis með þær í lestina. Skipulagshæfileikar hennar náðu lengra heldur en að setja fyrirskipanir og reglur. Hún merkti flota sinn ýmsum fánum eftir því í hvaða deild skipin voru. Flöggin voru svört, hvít, blá, gul og græn. Sérhver deild hafði yfir sér ákveðinn foringja, sem voru oft uppnefndir eins og t. d. „Flengingarsvipa austurhafsins“, eða ,,Froskafæðan“. Til að tryggja það, að sjóræn- ingjarnir hefðu nógan mat og drykk, hafði Madam Yih hundr- uð bænda í þjónustu sinni, sem gerðu ekkert annað en rækta grape, hrísgrjón og aðra fæðu fyrir flota hennar. Sjóræningjarnir máttu ekkert gera nema rita niður allt, sem tek- ið var á skrá vörulagersins. Sér- hver, sem eitthvað vildi fá úr hin- um sameiginlega sjóði, varð að sækja um það skriflega til for- ingjans. Og áður en leið á löngu, breyttist sjóræningjanafnið yfir í „Flutningsmenn á vörum“. Oft sendu yfirvöldin flota til að reyna að ráða niðurlögum sjó- ræningja Yihs. En sérhvert sinn sökkti hún þeim eða stökkti þeim á flótta. Að lokum komst keisarinn að því að þetta var vonlaust, þar eð Yih hafði stærri flota en stjórn- in. Hann bauð því sjóræningjum þeim, sem hætta vildu náðun og uppgjöf saka. Á gamals aldri dró Yih sig í hlé og slappaði af við uppáhalds- tómstundagaman sitt — smyggl- ið. — Mörgum árum síðar dó hún eðlilegum dauðdaga. Eftirmaður hennar glopraði niður sjóræn- ingjaveldi hennar. En þá var líka karlmaður, sem hélt á málum. Já, vissulega var kvenkynið miklu ægilegra heldur en karlkyn- ið á fjölum sjóræningjaskipanna. Úr bréfum Framhald af bls. 211. enda af allri íbúatölu landsins. Áður er minnst á styrk til Sig- hvats lir landssjóði fyrir ritstörf. Skúli studdi það mál drengilega í þinginu og í bréfi dagsettu í Rvík sjáum við hvað hann hefur að segja um framgang þess (frá 21. júní 1901) : „Þegar mér barst styrktar- beiðni yðar til alþingis útvegaði ég mér meðmæli frá dr. Finni Jónssyni og lagði svo hvort tveggja fyrir þingið. Mál þetta var síðan borið fram í fjárlaga- nefnd neðri deildar, en átti þar örðugt uppdráttar, og þó mér að lokum, eftir að nefndin hafði neitað allri ásjá, tækist til að fá hana til að samþykkja 200 kr. f. á. í eitt skipti fyrir öll, þá er ekki að vita hvernig gengur þeg- ar til atkvæða í deildinni kemur. En hvað ég get, mun ég gera til þess að þessar krónur standi gegnum þingið, ef ske kynni að það yrði styrkur að dvelja lítinn tíma í Reykjavík". Sama er uppi á teningnum 1904, en þá sækir Sighvatur enn um styrk til ritstarfa, til að ljúka Prestaævum. Skúli skrifar hon- um 20. nóv. 1904: „ . . . Ekki hefi ég miklar vonir um að þér fáið styrk til að fullsemja presta- ævirnar, meðan þetta Hafsteins ríki stendur, þó að maður hafi það í huga á næsta þingi. Þeir munu verða margir sem Haf- stein þarf að sjá um, að eitthvað hreppi úr landssjóðnum, því að þingfylgi hans verður allt að byggjast á þess konar kaupskap. Með beztu kveðju til ykkar hjóna frá mér og konunni. Með vin- semd og virðingu — yðar Skúli Thoroddsen". Ræðum við þá ekki meira um bréfaskriftir til Sighvats Gríms- sonar, en vel má vera að seinna muni koma hér í blaðinu svipað- ir útdrættir úr vinabréfum til hans, eftir því sem ástæður leyfa. Keflavík, 4. maí 1973. Skúli Magnússon. Margur maðurinn segir við sjálfan sig og jafnvel aðra: það kemur alðrei neitt fyrir mig Þetta eru staðlausir stafir, því áföllin geta hent hvern sem er, hvar sem er. Það er raunsæi að tryggja. Hikið ekki — Hringið strax ALMENNAR TRYGGINGARf Pósthússtræti 9, sími 17700 VlKINGUR 217

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.