Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 40
ara skjól heldur en lögfræðilegt og siðferðilegt mat hámenntaðra, valinkunnra lögfræðinga frá sömu þjóðaheildum, sem m. a. vegna þekkingar sinnar og vammlausrar réttlætiskenndar hafa valizt til’ æðstu starfa á sviði lögvísinda hér á jörð. En út í þessa sálma skal ekki farið hér, en ljóst má vera, að miklu mikilvægast er fyrir okk- ur, sem stöndum í málaferlum fyrir Alþjóðadómstólnum, án þess að standa í þeim, að sögn ríkisstjórnarinnar, að aflað verði viðurkenninga sem flestra þjóða heims og þær lagðar fyrir dóm- stólinn. Benti ég strax í upphafi á nauðsyn þessa og við hefðum þurft að afla sem flestra viður- kenninga áður en við hundsuðum Alþjóðadómstólinn, því víst er að við höfum glatað velvild sumra þjóða, sem ella hefðu verið okkur hliðhollar. Að því er bezt er vitað hafa slíkar viðurkenningar borizt frá nokkrum ríkisstjórnum, án þess að um þær væri beðið, og aðrar hafa lýst slíku óformlega yf ir. Þetta er hins vegar ekki nóg, og er aðgerðarleysi utanríkis- ráðuneytisins í þessu efni óskilj- anl'egt. Alveg eins og ríkisstjórn- in hefur lagt fram skriflegar greinargerðir, gæti hún lagt fram slíkar yfirlýsingar, og væri þeirra aflað frá % hlutum þjóða heims, sem ætti að vera auðgert, væri mál okkar að verulegu leyti unnið. Frá því að ég hóf rannsókn landhelgismálsins hefur það ver- ið bjargföst sannfæring mín, að við ættum að leggja höfuðáherzlu á sérstöðu okkar í landhelgismál- unum, sem á sér enga hliðstæðu meðal þjóða heims. Það eru eng- in ákvæði í alþjóðalögum, sem heimila ekki, að réttur þjóðar til 50 sjómílna fiskveiðilandhelgi sé viðurkenndur, ekki sízt þegar hann styðst við jafn sögulega, efnahagslega og landfræðilega sérstöðu og réttur okkar. Þessi sögulega sérstaða byggist á af- stöðu þeirri, er Danir tóku varð- andi landhelgismál okkar og kom 240 fram í áðurnefndum kafla, en einmitt það atriði gæti verið kær- komið fyrir Alþjóðadómstólinn til að byggja niðurstöðu sína á. Og það er einmitt þetta atriði, forn réttur okkar til landgrunns- ins, sem gæti verið, sem fyrr segir, hornsteinninn að sigri okkar í landhelgismálinu. Að minnsta kosti spillir það ekki málstaðnum, að þessu atriði sé haldið fram af fullri einurð fyr- ir Alþjóðadómstólnum. Það er skylda ríkisstj órnar íslands, og til þess höfum við vissulega mönnum á að skipa. Vantrú á því að Alþjóðadóm- stóllinn geti valdið því að vega og meta tilverurétt þjóða, er sama og að trúa ekki á tilverurétt og málstað íslenzku þjóðarinnar. / marz 1973. Árin líða Hér eru Lúðvík Jósepsson sjávarútvegs- j-áðherra og Gunnlaugur Briem ráðu- neytisstjóri að ganga frá fiskveiðireglu- gerðinni í 12 sjómílur, sem gerð var árið 1958. Frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík Umsóknarfrestur um skóla- vist fyrir nýja nemendur í vetur er til 15. ógúst. Inntökuskilyrði í 1. bekk eru: 1) Gagnfrœðapróf eða hlið- stœtt próf. 2) 24 mónaða hósetatími eftir 1 5 óra aldur. Þó þurfa umsœkjendur að leggja fram augnvottorð fró augnlœkni, heilbrigðisvottorð og sakarvottorð. Fyrir þó, sem hafa ekki gagn- frœðapróf eða hliðstœtt próf, verður haldin undir- búningsdeild við skólann. Einnig er heimilt að reyna við inntökupróf í 1. bekk í haust. Prófgreinar eru: Stœrðfrœði, eðlisfrœði íslenzka, enska og danska. Inntökuskilyrði í undirbún- ingsdeildina eru 17 mónaða hósetatími eftir 15 óra aldur, auk fyrrgreindra vottorða. Haldin verður varðskipa- deild við skólann í vetur. í róði er að halda 1. bekkjar- deildir og undirbúningsdeild- ir á eftirtöldum stöðum, ef nœg þótttaka fœst: Akureyri, ísafirði og Neskaupstað. Nómskeið í íslenzku og stœrðfrœði fyrir þó, sem nóðu ekki prófi í þeim grein- um upp úr undirbúningsdeild og 1. bekk í vor, hefjast 14. sept. Þeir, sem œtla að reyna við inntökupróf, geta sótt þau nómskeið. Skólastjórinn. VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.