Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 41
Hornblower fer til sjós eftir C. S. Forester Bóröur Jakobsson þýddi Áhlaupið Þegar Buckland hafði mistekizt að eyða sjóræning’junum við fyrstu tilraun, þá hallaðist hann að því að láta þá afskiptalausa og halda til Jamaica,en hann gat samt ekki látið vera að hugsa um rannsókn þá, sem fram mundi fara og hann yrði að standa þar fyrir máli sínu. Hefði hann kom- ið sigrihrósandi og með sjóræn- ingjaskipin að herfangi, þá hefði honum verið fagnað og með hon- um mælt vegna velgengninnar, og rétturinn myndi líklegri til þess að ákveða að hann hefði gert rétt í því að hefta Sawyer skipherra. Það var annað en að verða að játa ósigur, níu menn fallna og tuttugu særða. Hann réði því af að senda eftir Hornblower og heyra tillögur hans, en á þær hafði Bush minnst. Hornblower lagði til að snúa aftur til Skotaflóa, landsetja þar að næturlagi hundrað sjómenn og áttatíu herliða, og gera óvænta skyndiárás í dögun. Að venju hikaði Buckland, en hann eygði tækifæri til þess að hefna ófara sinna og ná sigri. Hann sá líka möguleika á öðrum og enn meiri ósigri, en að lokum samþykkti hann þetta, og skipaði Bush að taka að sér stjórn landgönguliðs- ins með Hornblower sem næst- ráðanda sinn. Þegar sem þetta var ákveðið, var haldið til Skotaflóa, sem lá hinumegin skagans þar sem virk- ið stóð, og svo hófst undirbúning- urinn. Skömmu fyrir miðnætti komu þeir að staðnum, sem Horn- blower hafði tekið eftir þrátt VlKINGUR fyrir sjóveikina, og litizt bezt á til landgöngu. Hafgolan haf ði lægt með öllu, og það var sá tími nætur, þar sem loftþrýstingur yfir hafi og landi var jafn. Ekki langt undan landi blésu staðvindarnir eins og þeir höfðu alltaf gert, en við strönd- ina var rakamettað logn. Bylgjur Atlantshafsins brotnuðu langt úti, en enduðu eins og kröftugur maður eftir langv-arandi veikindi í kraftlausu löðri við ströndina. Rétt við nesið var gil, sem ár- spræna hafði rist þar niður, og við minnið var góður lendingar- staður. Nóttin var dimm, særinn logaði af maurildum, og bátarnir drógu eftir sér bj arta rák og lýsti af árablöðunum. Bátarnir sýnd- ust næstum fljóta á eldi, því að árablöðin skildu eftir skæra birtu þegar þeim var difið í og árunum lyft aftur. Landtakan gekk eins og í sögu, mennirnir þurftu aðeins að stíga útbyrðis, í svo sem klofdjúpt, glitrandi vatn og halda byssum sínum á lofti og skotfærum, svo að ekkert blotnaði. Jafnvel reynd- um sjógörpum fannst til um maurildin, en yngri mennirnir þvöðruðu æstir um þetta, þar til öllum var sagt að halda sér sam- an. Bush var einn hinna fyrstu á land og var með sjóriðu, en þá kom dökkur skuggi og sagði: „Mínir menn eru allir komnir á land.“ „Ágætt, herra Hornblower." „Ég legg þá af stað upp gilið með framverðina, herra?“ „Já, herra Hornblower. Fylg- ið fyrirmælunum." Bush var eins æstur og róleg þjálfun hans og stöðuga skap- íyndi leyfði honum frekast að vera. Honum hefði fallið bezt að lenda þegar í átökum, en sú var- kára áætlun, sem hann hafði gert með Hornblower, leyfði það ekki. Hann stóð meðan menn hans fylktu sér, og Hornblower kom skipan á hina deildina. „Þið stjórnborðsmenn! Þið fylgið mér fast eftir, og hver maður á að vita af þeim næsta á undan. Munið að byssur ykkar eru ekki hlaðnar, svo að það er gagnlaust að spenna gikk þótt við mætum óvini. Þar verður kalt stál að koma til sögu. Sé nokkur ykkar svo mikið flón að hlaða byssu og hleypa af, þá fær sá hinn sami fjórar tylftir vel úti látnar við uppgönguna á morg- unn. Því lofa ég ykkur. Woolton!“ „Herra.“ „Þú rekur lestina. Fylgið mér nú eftir.“ Flokkur Hornblowers hvarf út í myrkrið, og herliðarnir voru að ganga á land, en rauða stakka þeirra bar við maurildabjartan sjóinn. Hvít krossbelti þeirra sá- ust óljóst þegar þeir röðuðu sér upp tveir og tveir saman, en for- ingjar þeirra skipuðu fyrir. Með vinstri hönd á sverðshjöltunum athugaði Bush með þeirri hægri hvort byssur hans væru á réttum stað og skothylki í vasanum. For- ingjarnir komu og tilkynntu að menn þeirra hefðu fylkt sér, en Bush sagði aðeins að þeir hefðu sín fyrirmæli að fara eftir. Svo var byrjað að klifra upp gilið og það var all torsótt, og sumir voru klunnalegir og glamraði í her- gögnum og einhver rann til og bölvaði. „Ríghaldið ykkur saman,“ urr- aði liðþjálfi, en foringinn hvæsti um öxl: „Þögn!“ Áfram og upp á við. Gróður- inn var hér það hávaxinn að stjörnubirtan náði ekki að skína, og Bush varð að þreifa sig áfram yfir klungrin, másandi og blás- andi þótt hann væri maður sterk- legur. Eldflugur sáust hér og hvar, en langt var síðan Bush hafði séð þær, og hann skeytti þeim engu. Æst og óstöðvandi þvaðrið í hermönnunum gerði honum gramt í geði. Það sauð vonzkan í Bush þegar hann hugs- aði til þessara bjálfa, sem stofn- uðu öllu í hættu með þessu heimskulega blaðri. „Ég skal tala utan í þá,“ sagði Whiting undirforingi og hægði svo á sér, að flokkurinn náði hon- um. Ofar heyrðist mjóróma rödd, 241

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.