Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 19
Skipt var í tvær deildir, A og B, með 17 mönnum í hvorri. loft og vökvastýringar og grunn- þættir þeirra skýrðir. Kennd voru nýj ustu tákn fyrir þessar greinar á teikningum og þannig aðstoðað við að átta sig á kerfum eftir teikningum. Þá var fróðlegur og nytsamur kafli um gangráða, voru þeir skýrðir skilmerkilega með teikn- ingum og kvikmyndum og menn síðan látnir taka þá í sundur og setja saman á ný. Atriði úr ryðvörn voru tekin til meðferðar og rætt um máln- ingu í þeim tengslum. Þá var kafli um stöðugleika skipa og ör- yggisvarnir. Hér hefur verið stiklað á stóru á því efni, sem kynnt var, hélzt þar í hendur bókleg kennsla ásamt verklegum æfingum í æf- ingasölum skólans. Kennt var 8 klst. á dag í hálfan mánuð. Var það anzi strembið, því að á kvöld- in var setið yfir námsefninu, sem ekki var svo lítið að vöxtum. Fyll- ir námsefnið 3 stórar möpþur, sem verða ómetanlegar handbæk- ur í framtíðinni. Þeir sem sækja ætla svona námskeið verða að fá sér algjört frí frá vinnu, meðan á því stendur. Atvinnurekendur, sem láta sér annt um starfsmenn sína ög hafa skilning á hversu dýrmæt þau tæki eru, sem starfs- menn þeirra hafa með höndum, ættu að reyna að stuðla að því að vélstjórar þeirra sæktu slík námskeið. Vélstjórarnir, sem þetta nám- skeið sóttu voru á ýmsum aldri og fór vel á með öllum .Ekki voru sjáanleg nein kynslóða- skipti, en 35 ár voru liðin frá því að elzti véistjórinn í hópnum lauk prófi, og aðeins 4 ár frá því að sá yngsti kom út. Líka var skemmtilegt að kynnast ungu áhugasömu kennurunum, sem unnu langan starfsdag við sam- antekt á námsefni og kennslu þess, virðist þar valinn maður í hverju rúmi. Elzti kennarinn var rétt 35 ára eða um það bil að fæðast, þegar elzti vélstjórinn í hópnum útskrifaðist frá Vélskóla Islands. Mj ög skemmtilegar spurningar dundu annað veifið á kennurun- um, voru þá ýmis vandamál úr praksisnum rædd, og var aldrei komið að tómum kofa hjá þeim. Kæmi fyrir að svar var ekki á reiðum höndum, kom það í næstu kennslustund eftir nánari íhugun kennarans. Andrúmsloft var mjög frjálslegt og ræddu nem- endur námsefnið sín á milli í frímínútum milli tíma. Á morgn- anna var alltaf sameiginleg kaffi- drykkja kennara og nemenda í matsal skólans, hófust þá oft fjörlegar samræður. Var þar aldrei um neina þvingun að ræða og algjört jafnræði milli kennara og nemenda ríkjandi. Það var sérstaklega einkennandi hversu kennararnir lögðu sig í lima við að verða okkur sem bezt til að- stoðar við úrlausn vandamála. Hve þörfin er brýn fyrir svona námskeið, sýnir bezt hversu víða að nemendurnir komu en þeir komu frá fiskiskipum, kaup- skipum, Laxárvirkjun, Mjólkár- virkjun, Búrfelli, Sogi, Hitaveitu, Straumsvík, Borgarspítala og VÍKINGUR 219 >// ‘!

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.