Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 4
Sjómannadagsrœða fulltrúa sfómanna samin og flutt af Guöjóni Á. Eyjólfssyni skólastjóra Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum. Sjómenn nær og fjær — góðir íslendingar. Gleðilega hátíð. Eitt af markmiðum sjómanna- dagsins er að efla stöðu sjó- mannastéttarinnar og kynna sjó- mannsstarfið og gildi þess fyrir þjóðinni. Sannarlega hafa sjómannasam- tökin í landinu lyft grettistökum á liðnum árum frá fyrsta sjó- mannadegi, og hefur sjómanna- dagurinn verið þeim einingar- tákn. Hæst ber þar bygging og rekstur Dvalarheimilis fyrir aldr- aða sjómenn og sumarbúðir fyrir börn sjómanna, svo og merkilegar sýningar í sambandi við sjósókn og sjávarútveg. Allt hefur þetta sameinað og eflt sjómannastéttina og sýnt enn frekar styrk hennar og framlag. Þrátt fyrir allt þetta finnst mér og fleirum, sem bera hag og heill sjómannastéttar fyrir brjósti, að sjómannsstarfið og sjómannadagurinn skipi ekki þann sess, sem ber meðal þjóðar, sem á allt sitt undir hafinu um- hverfis landið, nýtingu auðlinda þess, siglingum að og frá land- inu og vörzlu þessarar náttúru- auðlinda — fiskveiðilandhelg- innar. Hefur sjómannastéttin þá stöðu og nýtur hún nægrar virðingar, sem eftirsóknarvert og mikilvægt starf eins og sjálfsagt væri í okk- ar þjóðfélagi? Er það jafn al- mennt og áður var, að ungum mönnum þyki fremd og frami í að gerast sjómaður? Þessu verður því miður að svara neitandi — þetta er sú staðreynd, sem við blasir, er gerð er könnun í unglingaskólum landsins og það jafnvel í útgerð- arbæjum, sem byggja alla sína afkomu á sjófangi. Er t. d. þátttaka Reykjavíkinga í sjómannadeginum jafn almenn og sterk á síðari árum og var á fyrsta sjómannadeginum við Leifsstyttu árið 1938, þegar vel heppnuð hátíðahöld dagsins voru forsíðuefni dagblaða? — Svarið er enn neitandi. — Hverju er hér um að kenna? Dugmiklu forystuliði sjó- mannasamtakanna í Reykjavík um árabil er hér ekki um að kenna, heldur þeirri staðreynd, að þjóðin hefur fjarlægzt þennan undirstöðuatvinnuveg sinn og tengzlin hafa að nokkru rofnað. Margir hugsandi menn koma auga á þetta og að hér eru að gerast alvarlegir hlutir. Fólk og þá ekki sízt fjölmiðlar í landinu vantar skilning á þessum undir- stöðuatvinnuvegi — blóðmerg annara atvinnugreina lands- manna. Menn hafa kallað þetta ábyi'gðaleysi, og einn ágætasti og skarpasti listamaður landsins, Sverrir Haraldsson, sagði í blaða- viðtali um þetta: „Stór hluti báta- flotans liggur nú bundinn vegna manneklu, af því að það passar ekki í menninguna að vera sjó- maður.“ En vegna þeirra, sem finnst það ekki passa í menninguna að vera sjómaður, má gjarnan á sjó- mannadegi rifja upp, að með skútuöldinni á seinni hluta síð- ustu aldar fóru Islendingar fyrir alvöru að rétta úr kútnum; en með vaxandi útgerð togara og vélbáta, og siglingum til lands- ins í höndum íslendinga sjálfra var lagður grundvöllur að Reykjavík nútímans og allra stærstu kaupstaða landsins. Landhelgismálið er mál mál- anna í dag, og enginn ræðir svo um sjávarútveg né sjómennsku, að ekki verði að því vikið. Það má vera okkur Islendingum íhugun- arefni í framhaldi af því, sem ég hefi hér sagt, að fyrir nokkrum dögum komu fram þau fjarstæðu- kenndu rök útlendinga gegn okk- ur í landhelgisdeilunni, að við myndum ekki nýta landhelgina sem skyldi vegna mannfæðar og að þorskurinn yrði ellidauður á Islandsmiðum. Eins og fiskistofn- um við landið er nú komið eru þetta að sjálfsögðu hláleg öfug- mæli, en hinu er ekki að neita, að í þessu felst sú alvarlega á- deila, að við munum vegna fæðar í sjómannastétt ekki nýta hin dýrmætu og gjöfulu mið við strendur landsins sem skyldi, þrátt fyrir það, að íslenzkir fiski- menn hafa verið afkastamestu fiskimenn í heimi. Efling sjómannastéttar með öllum ráðum er því eitt af þeim málum, sem með stærri landhelgi er þjóðinni hvað brýnast. Þrátt fyrir allt tal um hinn mikla undir- stöðuatvinnuveg kreppu og nauð þjóðar, ef fiskveiðarnar bregðast, þá fjölgar ekki í sj ómannastétt með vaxandi þj óð og alltaf vantar unga sjómenn á flotann. I allri umræðu um landhelgi og landgrunn væri mönnum hollt að minnast að það þarf vaska menn til að nýta þessi auðæfi. Á Islandsmið, sem eru stormasöm og sjómikil duga aðeins úrvals sjómenn og skip. Hörmuleg sjó- slys liðins vetrar minna okkur beizklega á hve sjósókn við ís- landsstrendur er erfið og áhættu- söm. Á liðnu ári og mánuðum hefur orðið gleðileg og markviss upp- bygging togaraflotans. Með nýj- um og fullkomnum skipum er tryggð full nýting landgrunnsins og að við munum halda í fullu tré við tækniþróun annara fisk- VlKINGUR 204

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.