Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 7
framundan, nátengd sjósókn og sjómennsku, þar verður markviss fiskileit, skipulag fiskveiða og nýting landgrunnsins undir vís- indalegu eftirliti höfuðnauðsyn. Að hafrannsóknum og fiski- rannsóknum hefur verið myndar- lega búið, þó að enn sé þörf minni skipa og báta til rannsókna á grunnmiðum og í fjörðum. Fram- lag þjóðarinnar til hinna stóru og myndarlegu hafrannsókna- skipa mun skila sér margfaldlega til þjóðarbúsins. Á ýmsum öðrum mjög mikilvægum sviðum rann- sókna í þágu sjávarútvegs og siglinga og sjómennsku erum við eftirbátar. Sérstök reglugerð eða lögskip- an um Sjómælingastofnun er ekki ennþá til og þar hafa íslendingar orðið að vera miklir bónbjargar- menn með nægilega góð og full- komin skip. Fjárveitingar til sjó- mælinga og sjókortagerðar hafa verið allt of mikið við nögl skorn- ar, þegar tekið er tillit til mikil- vægra verkefna þessarar stofn- unar fyrir siglingar og fiskveiðar svo og allar vísindalegar rann- sóknir á landgrunninu, en góðar sjómælingar eru forsenda þeirra hluta. Landhelgisgæzluna verður að efla af stórhug og framsýni; vantar bæði viðunandi aðstöðu í landi og ný fullkomin skip. Nákvæm, „elektrónísk", staðar- ákvörðunartæki hér við strendur líkt og hjá mestu fiskveiðiþjóð, eru með stærri fiskveiðilandhelgi lífsnauðsyn, ef nýting og vernd fiskimiðanna á að vera fullkomin. Við erum fámenn, en þó vax- andi þjóð, sem hefur nú stigið fyrstu skref sjálfstæðrar þjóðar. Á þessum fyrstu árum lýðveldis- ins hefur komið í Ijós hvar við treystum bezt sjálfstæðið — það er með því að ráða sjálf okkar mestu auðlindum fiskimiðun- um í kringum landið — auka veg og þrótt þeirrar stéttar, sem á að nýta þau mið og efla vísindalegar rannsóknir og þekkingu á þessum hluta lands- ins — landgrunninu — sjálfum landssökklinum. Sterk og örugg VlKINGUR vemd þessara auðæfa hefur sýnt sig að vera þjóðinni höfuðnauð- syn og lífsspursmál. Reynsla íslenzkrar þjóðar í sjálfstæðisbaráttu 7 alda var dýru verði keypt. Útlendingar, sem meta okkur ekki sem þjóð heldur eftir höfðatölureglu og þá víst sem baldna íbúa í fátækra- hverfi eða við götu stórborgar, þekkja ekki sögu þjóðar vorrar. Gjarnan mætti kynna þeim þá sögu. Svar íslenzkra sjó- manna við innrás og ofbeldi út- lendinga í íslenzka fiskveiðilög- sögu er, að tilkynna þeim, að lokatakmark okkar í landhelgis- málinu sé jafnfjarlægðarlína við nágrannaþjóðir okkar Færeyinga og Grænlendinga, sem er um 100 sjómílur, landgrunn íslands og landsökull landsins út á 1000 metra dýpi. Það er eðlilegur hluti landsins. Öll önnur dýptartak- mörk eru eins og að helga sér fjall í miðri hlíð. í landhelgismálinu munu fs- lendingar ekki gera neina Kópa- vogseiða undir gínandi fallbyssu- kjöftum erlendra herskipa. Siglingar að og frá eylandi sem okkar landi eru líftaug þjóðar- innar, þrátt fyrir síauknar og mikilvægar flugsamgöngur á síð- ari árum. En oft kemur upp sú spurning hvers vegna við ekki færum þjóð- inni meiri auð með utanríkis- siglingum um allan heim eins og frændur vorir á Norðurlöndum. Hér er verðugt verkefni fyrir sjómannasamtökin og skipafélög í landinu að huga að í samein- ingu. Þó að íslendingar ættu ekki nema eitt skip, sem sigldi undir íslenzkum fána um öll heimshöf- in þá myndum við með því öðlast mikilverða reynslu og áreiðan- lega yrði það vel mannað íslenzk- um sjómönnum og sjómannsefn- um, sem myndu með því svala útþrá sinni. Þetta gæti eflt mjög sjómannastéttina og yrði vísir að því, að við mættum kallast siglingaþjóð. íslendingar - á sjómannadegi - er okkur öllum hollt að minnast, að enn er í fullu gildi orðtækið fornkveðna — siglingar eru nauð- syn — ekki hvað sízt eyþjóð. Sjómannadagurinn ætti því að vera einn af höfuðhátíðisdögum íslendinga með virkri þátttöku allra stétta, þar sem staða og hlutverk sjómannastéttarinnar er til umhugsunar og umræðu hverju sinni. Eflum því sjómannastétt fs- lands, því að aldrei á okkur að vera það Ijósar en einmitt í dag, það sem skáldið Jón Magnússon kveður: Föðurland vort hálft er hafið helgað þúsund feðra dáð, Þangað lífsbjörg þjóðin sótti þar mun verða stríðið háð. Lifið heil — gleðilega hátíð Breta aldrei byssan góð Breta aldrei byssan góð brýtur andans vigur. Því mun vit og vopnlaus þjóð vinna á þeim sigur. Til að eignast gullið gjald gerast þeir nú bjánar. Nota til þess vopnavald og verða sér til smánar. Þó þeir syngi í þessum dúr þeir fá einslcis notið. Þennan litla þjóðar múr þeir geta ekki brotið. Þeirra er að þrjóta vald það fer að líða að kveldi; nú er eilíft undanhald á öllu Bretaveldi. Þegar af móði mætti valds minna gera að flíka. Við óskum þeim góðs undanhalds af Islandsmiðum líka. H. B. 5. 9. 1958. Vísur þessar voru sendar Víkingi í upphafi Þorskastríðs- ins 1958. 207

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.