Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 11
smíðanáms í Kaupmannahöfn, að því er mér sýnist bezt. Skúli segir í bréfi, að það hafi verið rétt gert að láta drenginn sigla, en ekki veit hann hvort hann get- ur hjálpað Sighvati „ef yður bæri upp á sker“. Sighvatur Grímsson var oft í bóksöluferðum og getur þess oft í dagbókum sínum. Seldi hann þá bækur fyrir hina og þessa, og þ. á m. fyrir Skúla Thoroddsen. — Árið 1895 tekur Sighvatur í um- boðssölu fyrir hann 12 eintök af Sögusafni I., sem líklegt er að hann hafi prentað í prentsmiðju sinni á Isafirði. Árið eftir, 1896, tekur Sighvatur aftur í umboðs- sölu frá Skúla 50 eintök af Beina- málsþættinum. Sá þáttur mun hafa verið eftir Gísla Konráðs- son, en Sighvatur hafa búið und- ir útgáfu. Eintakið var selt á 25 aura, „og í sölulaun hafið þér l/5“. Skúli getur oft um mál' það er landshöfðingi háði móti honum, og Lárus H. Bjarnason var sett- ur í og ávann sér lítinn orðstír fyrir. Allir kannast við Skúla- málið og endalok þess. Jón Guðnason ræðir það ýtarlega í fyrra bindi bókar sinnar um ævi Skúla. Ennfremur ræðir hann um í bréfum sínum ýmsar fréttir úr Djúpi. Segir t. d. 14. febrúar 1896: „Kaupfélagsfundur var ný- lega um garð genginn, og urðu fiskiloforð frek 2 þús. skpd., og er það lítið brot af þeim afla, sem hér er“. Með bréfi dagsettu 27. marz 1896 fær Sighvatur frá Skúla kr. 50, sem þá var mikill peningur, til styrktar við Pétur, sem þá var enn ytra „svo hann geti dvalið rétt einum mánuðinum lengur ef hann telur sér það að einhverju liði“. Sama árið sem þetta er, segir Skúli í einu bréfa sinna, að hon- um hafi borizt bréf, tvö bréf, þar sem dróttað hafi verið að Sig- hvati og fréttagreinum hans úr Dýrafirði, er komu í Þjóðvilj- anum. Segir Skúli svo, bréfið er dagsett á Isafirði 18. nóv. 1896: „Þér eruð ekki vel séður hjá öll- VlKINGUR tíffi sveitungum yðar, eða kafnið eigi í vinsældum, þykið of berg- máll á stundum um margt það er kyrrt skyldi liggja. Hefi ég oft fengið að heyra þetta, og jafnvel verið talið mjög athugavert að skrifast á við slíkan mann“. — Skúli býður því næst Sighvati pláss í blaði sínu, ef hann þurfi að bera hönd fyrir höfuð sér og verjast. Segir því næst: „Ég rita yður síðar, og vænti fastlega bréfa og fréttapistla öðru hvoru í vetur, hvað sem Dýrafjarðar- höfðingjarnir segja, helzt að þeir varði samt ekki við lög. Vinsam- legast, yðar Skúli Thoroddsen“. En Sighvatur karl hefur víst þagað að mestu í fréttum úr Dýrafirði næstu mánuði, því að réttu ári síðar (15. des. 1897) segir Skúli: Nú er farið að verða langt síðan Þjóðv. ungi“ hefur fengið að flytja fréttapistla frá fregnritara sínum í Dýrafirði, og þykir mér það miður, þó að ætla megi að Dýrafjarðarhöfðingjun- um sumum sé það lítið hryggðar- efni. Eg vona því að karlinn láti bráðum heyra eitthvað frá sér“. Því næst segist Skúli vera búinn að fá sér hraðpressu í prent- smiðjuna, sem hann ætli ekki að sleppa alveg strax. Hann segist ennfremur hafa í huga að gefa út Sturlungu, „sem nú má heita nær ófáanleg, og er það hugsun mín að gefa hana útú 4 deildum á 4 árum, svo að almenningi verði auðveldara að eignast hana. Nýja útgáfan ætti ekki að fara framúr 8—10 krónum, en gamla útgáfan kostaði sem kunnugt er 20 krónur“. Það má að líkindum teljast rétt, að á þessum árum hafi blöð almennt ekki greitt fyrir efni er í þeim birtist, má þó vera að undantekningar hafi verið þar á. Að vísu veit ég nú ekki hvort Sighvatur fékk nokkuð fyrir fregnpistla sína í blaði Skúla greitt í peningum. En alla vega fær hann samt nokkuð fyrir snúð sinn, því í september 1898 sendir Skúli honum „til gamans“, 200 pd. rúg, 100 pd. bankabygg, 1 kg kandís, 12 pd. kaffi og 6 pd. ex- port“. „Það er lítið og óverulegt, en þó áskil ég, að þér við ná- granna yðar látið svo heita, sem þér hafið greitt mér borgun fyrir þessu fyrirfram". Sending þessi kom svo til Þingeyrar frá Isa- firði með e.s. Skálholti. I þessu sama bréfi (september) ræðir Skúli einnig nokkuð um Bessa- staðakaup sín og segir að hús og jörð þurfi lagfæringa og endur- bóta við. P. t. Þingeyri 26. júní 1901. Skúli er þar staddur á suðurleið, frá ísafirði, til að sitja Alþingi, er þá fór í hönd. Sendir Sighvati „lítilfjörlega sendingu“. Skýrir því næst frá að nú sé fjölskylda hans komin suður að Bessastöð- um og sömuleiðis prentsmiðjan, og að hún muni áður langt líður komast í gang. Þar hélt Skúli áfram útgáfu Þjóðviljans, og Sig- hvatur áfram að senda honum fregngreinar úr Dýrafirði, en blaðið mun hafa verið talsvert út- breitt á Vestfjörðum. Bréf frá Skúla er dagsett á Isafirði 14. ágúst 1900. Hann ræðir um væntanlegar kosningar og segir að Hannes Hafstein heimsæki suma kjósendur tvisvar og þrisvar til að hafa áhrif á þá. Hann var þá í kjöri í ísafjarðar- sýslum. Skúli heitir enn sem fyrr á Sighvat um stuðning og segir: „Þér sjáið nú af þessu að ekki mun veita af liðveizlu allra góðra manna, svo sem frekast er auðið, og myndi mér þykja miklu skipta, að þér gætuð komið með 5—6 til liðs við okkur síra Sigurð, og gott hvað betur reittist. Ég legg hér innan í 25 kr. sem ég ætlast til að þér verjið til fargjalda eða farareyris handa fátækum kjós- endum úr vorum flokki“. Má af þessu marka að ekki hefur verið minni harka í kosningum þá en nú til dags. Tveim árum síðar eru enn kosningar og þá styður Sighvat- ur Skúla og lætur ekki sitt eftir liggja að smala í sínum hreppi. Þá voru 7539 á kjörskrá á öllu landinu, af þeim greiddu 8968 eða 52,6%. Þá voru 9,5% kjós- Framhald á bls. 217. 211

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.