Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Qupperneq 8
flr bréfum til Sighrats Grímssonur.
Borgfirðings
eftir Skúla Magnússon
I handritasafni Landsbóka-
safns (nr. 2348-2357, 4to) er
varðveitt bréfasafn Sighvats
Grímssonar Borgfirðings, fræði-
mannsins mikla, sem bjó að
Höfða í Dýrafirði frá 1873 til
dauðadags, 14. janúar 1930. —
Bréfin eru allmörg, en ég hefi
enn ekki farið í gegnum nema
lítinn hluta þeirra. Flest bréfin
eru frá konu Sighvats, börnum
hans og barnabörnum. Einnig
eru þarna bréf frá Skúla Thor-
oddsen ritstjóra og -alþingis-
manni á Isafirði, dr. Finni Jóns-
syni prófessor í Kaupmannahöfn
og Jóni Borgfirðingi bókbindara
og fræðimanni, síðar lögreglu-
þjóni í Reykjavík. Bréf þessi eru
til safnsins komin árið 1930 á-
samt handritum Sighvats öllum.
Samkvæmt samningi milli hans
og stjórnar Landsbókasafns frá
1906, skuldbindur Sighvatur sig
til að safnið njóti handritanna
eftir hans dag. Er safn þetta all-
mikið, mesta verkið eru Presta-
ævir, sem Sighvatur v’ann að á
árunum 1869—1930, í 22 bindum,
samtals yfir 14.000 blaðsíður. Má
af þessu sjá hvílík hamhleypa
til skrifta Sighvatur hefur verið,
jafnhliða því að vinna fulla erf-
iðisvinnu fyrir búi og börnum.
Mun ég hér á eftir gera ævi Sig-
hvats nokkur skil í stuttu máli,
og síðan koma kafiar úr nokkrum
bréfum til hans. Bréfritarar eru
Skúli Thoroddsen og dr. Jón Þor-
kelsson þjóðskjalavörður.
Sighvatur Grímsson Borgfirð-
ingur var fæddur 20. desember
1840 í Nýjabæ á Akranesi. Voru
foreldrar hans Grímur Einarsson
og Guðrún Sighvatsdóttir, þurra-
búðarhjón þar. Sighvatur ólst
upp við mikla fátækt og enga
menntun. Föður sinn missti hann
1851 og móður sína 1859. Það
eina sem Sighvati var kennt, var
að læra að lesa prent á algengum
bókum, þó ekki latínustíl. Það
varð hann að læra af sjálfsdáð-
um með því að bera saman eldra
prentið við latínuletrið. Sömu að-
ferð notaði hann einnig við að
lesa skrift. Sighvatur varð strax
sólginn í bóklestur, en ekkert
hafði hann að lesa nema sögur
og rímur. Kappkostaði hann
mjög að lesa íslendingasögurnar
og um sögu íslands. Enginn
kenndi honum að læra að skrifa,
það varð hann að nema einsam-
all. Líkti hann þá eftir stafagerð-
um ýmissa manna.
Vorið 1861 urðu tímamót í ævi
Sighvats, en þá flytur hann í
Flatey á Breiðafirði sem vinnu-
maður. Þar kynntist hann Gísla
Konráðssvni, hinum mikla al-
þýðufræðimanni, sem hafði þá
setið þar nærri 10 ár og skrifað
og skrifað af kappi. Þáði hann
laun af bókasafni Flateyjar gegn
því að öll handrit hans rynnu til
þess. Á vetrum reri Sighvatur
undir Jökli, í Bolungavík. Oft
var hann í hákarlalegum og vand-
ist því sjómennsku allvel. Á
sumrum dvaldi hann í Flatey og
Skálmarnesmúla við hevskap.
Haustið 1865 kvæntist Sighvatur
Ragnhildi Bryniólfsdóttur úr
Biarnareyjum, hálfsvstur Ólafs,
föður Valgarðs Breiðf jörðs kaup-
manns í Reykjavík. Vorið 1867
fluttu þau hjón úr Flatey, og
voru 2 ár í húsmennsku í Gufu-
dalssveit, en eftir það bjuggu þau
á Klúku í Bjarnafirði í Stranda-
sýslu í 4 ár. Vorið 1873 fluttu
þau að Höfða í Dýrafirði og
bjuggu þar upp frá því. Börn
þeirra urðu 12 alls, þar af kom-
ust 6 þeirra til manns, hin lét-
ust í bernsku.
Á Klúku mun Sighvatur hafa
L)r. Jón Porkelsson.
aðallega lifað á því að skrifa fyr-
ir hina og þessa, og dreifðust af-
skriftir hans víða um land. Sem
dæmi um vinnuþrek hans má
nefna, að veturinn 1870—1871
afritaði hann á 7 vikum, fyrir
mann nokkurn, þýðingu Gísla
Konráðssonar á Gyðingasögu
Jósephusar. Sú bók er yfir 800
blaðsíður í arkarbroti, mjög þétt
rituð. En af því að sú bók, sem
ritað var eftir, fékkst eigi léð
nema stuttan tíma, þá vann Sig-
hvatur að kalla dag og nótt og
svaf ekki nema 3 til 4 klukku-
stundir á sólarhring, en þurfti þá
ekkert annað að gera.
Á fyrri árum gaf Sighvatur sig
töluvert að lækningum og getur
hann þess oft í dagbókum sínum,
og heppnuðust þær allvel. Um
tíma bólusetti hann fólk í Dýra-
firði, samkvæmt tilmælum yfir-
valda. Þá þótti Sighvatur og
nokkur lagamaður á sínum yngri
árum. — Samkvæmt skrá hans
sjálfs, sem varðveitt er í Lands-
bókasafni, hefur hann alls ritað
198 greinar og kvæði í blöð og
VlKINGUE
208