Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 43
að halda sér í skefjum frá því að ganga greiðar. Þegar hann átti nú von á því að til skarar skriði. Bush sá sjálfur hve á- lappalega hann gekk, en fann jafnframt til þess að hann mat þrotlausan dug undirmanns síns. Hann fór að ræða um áhlaupið við Whiting. Undirforingi beið þeirra við mynnið á gilinu, en Bush lét orð ganga um að nema staðar, og stöðvaði loks fylkinguna. Hann hélt áfram sjálfur til þess að skoða sig um, og þeir Horn- blower og Whiting horfðu á út- línur kastalans þar sem hann bar við loft. Það virtist meira að segja vera hægt að greina fána- línuna við flaggstöngina. Spenn- an var nú horfin. Bush og grett- an, sem hafði verið á andliti hans síðasta hluta fararinnar, var nú VlKINGUR orðin að skapgóðum svip, en eins og ástatt var, þá kom það að engu haldi. Öllu var niðurskipað í snatri, skipanir hvíslaðar fram og aftur, og loka varnaðarorð. Þetta var til þessa hættulegasti hluti ferðarinnar þegar mennirnir fóru upp í gilið og dreifðu sér síðan til- búnir til áhlaups. Hvísl frá Whiting gerði Bush nokkuð hugsandi. „Á ég að gefa leyfi til þess að hlaða, herra?“ „Nei,“ svaraði Bush að lokum, „kalt stál.“ Það væri of hættulegt að láta hlaða allar þessar byssur í myrkr- inu. Það mundi ekki aðeins heyr- ast glöggt þegar krassarnir væru notaðir, heldur var líka hætta á því, að einhver bjálfinn tæki í gikkinn. Hornblower lagði af stað til hægri, en Whiting með sjóliða sína til vinstri, en Bush lagðist niður í miðjum flokki sínum og átti að sjá um miðhlutann. Hann verkjaði í leggina af hinni ó- venjulegu áreynslu, og þegar hann lagðist útaf, var eins og höfuð hans tæki að rórilla af þreytu og svefnleysi. Þó fannst honum biðin ekki löng. Árarað- ir á sjó, með löngum vöktum og viðburðarlausum, og löng styrj- aldarár, þar sem ekkert hafði gerzt, höfðu þjálfað hann í því að bíða. Sumir mennirnir náðu því að sofna þarna í gilinu, og oftar en einu sinni heyrði Bush hrotur hætta snögglega vegna þess, að næsti maður hnippti í náunga sinn. Nú, jæja — hvað? Var himinn- inn loksins, þarna bak við virk- ið ekki tekinn að lýsast: Eða var það bara tunglið, sem hafði hækk- að upp yfir skýjabólstra? En allstaðar nema — þarna — það var þar án efa fölvi, sem ekki hafði verið þar. Bush hreyfði sig, og það fór illa um byssurnar í belti hans, en þær voru spenntar til hálfs, og hann varð að muna að spenna þær alveg upp. Úti við sjóndeildarhring vottaði fyrir bjarma sem blandaðist purpura- dimmum liimninum. „Látið berast,“ sagði Bush. „Búist til bardaga.“ Hann beið þess að þetta bær- ist milli manna, en á skemmri tíma heldur en það gæti hafa orðið, heyrði hann óróahávaða í gilinu. Skollans fíflin, sem alltaf var að finna í hverjum flokki manna, höfðu farið að hreyfa sig strax og þeir fengu boðin, ef til vill án þess að láta þau ganga lengra. Þetta mundi smita frá sér og það byrjaði yzt í flokknum og kom aftur inn að miðjunni þar sem Bush var, tvær raðir af mönnum, sem stóðu upp og röðuðu sér, og Bush reis líka á fætur. Hann greip sverð sitt og óg það í hendi sér, en síðan tók hann skamm- byssurnar vinstri hendi og dró þær alveg upp. Til hægri heyrð- ist glamra í málmi, og voru sjó- 243

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.