Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 9
tímarit, aðallega í Þjóðvilja Skúla Thoroddsens. Árið 1908 var í Oxford prentuð bók er inni- hélt Skotlandsrímur. Sighvatur ritaði þar um æviferil höfundar rímnanna. Víkjum þá að bréfunum. — Eins og fyrr segir eru bréfrit- Skúli Thoroddsen. arar tveir og að þessu sinni þeir Skúli Thoroddsen og dr. Jón Þorkelsson (sem kallaði sig Forn- ólf). Fyrst verða bréf Fornólfs birt (eða hluti úr þeim). Árið 1902 er Þjóðskjalasafnið nýlega stofnað, hét þá raunar Landsskjalasafn. Dr. Jón Þor- kelsson var forstöðumaður þess til dauðadags 1923, og vann ötul- lega að því að innheimta til safns- ins þau embættisgögn, sem em- bættismönnum landsins var skylt að láta af hendi. En það gekk mjög misjafnlega og menn voru, sem kannski eðlilegt er, misdug- legir við að láta bækur frá sér fara, sumar voru týndar og þurfti þá að grennslast mjög eft- ir þeim. Þannig var þetta t. d. með ministerialbækur Rafnseyr- arkirkju. Því var það sem Jón forni gaf út svofellt vottorð Sig- hvati til handa: „Hér með gef ég Sighvati sagnfræðingi Grímssyni Borg- firðingi, umboð til þess fyrir hönd Landsskjalasafnsins að grennslast eftir ministerialbók- VlKINGUR um Rafnseyrarkirkju, þeim er ná yfir tímann 1676—1816, hvar sem hugsast kynni, og til þess að veita þeim viðtöku í nafni skjala- safnsins, og senda þær síðan. Reykjavík 18. júlí 1902, Jón Þorkelsson, skjalavörður“. Ekki fylgir það sögunni hvort Sighvatur hafi getað náð í bæk- ur þær framangreindar, en lík- legt er að þær hafi flestar verið týndar og tröllum gefnar. Næst er bréfkafli úr bréfi, sem dagsett er í Reykjavík 21. apríl 1904. Sighvatur mun þá hafa átt að fá styrk frá landssjóði til fræðistarfa, en af því varð eigi það árið. Jón forni segir m. a. svo í bréfinu: „ . . . Það fór illa með styrk- inn til yðar í sumar. Þér áttuð að fá hann og hefðuð fengið hann ef við hefðum fengið að ráða, sem eitthvað fáumst við grúsk og bókasnudd". Síðan víkur Jón að handritasafni Sighvats og segir: „Þér munduð ekki eiga til skrá um handritasafn yðar? Ef þér ættuð hana þætti mér vænt um ef þér vilduð lofa mér að sjá hana. Mér finnst að bókasafnið hér (þ. e. Landsbókasafn) verði að athuga það hvort það ætti ekki að tryggja sér með kaupi eign á því eftir yðar dag. — Miða þenn- an vil ég biðja yður að forláta, þó hann sé fáorður og í mesta flýti gerður. Yðar einl. og jafn- an. — Jón Þorkelsson". Árið 1902 var Sögufélagið stofnað. Var Jón forni formaður þess, og gekk allvel að gefa út merk heimildarrit um íslenzka sögu. Sighvatur mun strax hafa gerst félagsmaður og vann ötul- lega að því að afla félaginu nýrra félaga. Jón segir svo í bréfi dag- settu í Reykjavík 24. nóvember 1904: „ . . . Yður verða eftirleiðis sendar bækur til þeirra félags- manna, sem þér hafið útvegað, sem eru 5, að yður sjálfum með- töldum. Eigið þér því yðar bæk- ur í sölulaun (umboðslaun) og eigið sjálfur ekkert að borga fé- laginu fyrir sjálfan yður“. — Má slíkt kallast gott á þessum árum að Sighvatur skuli strax 1904 hafa getað útvegað félaginu 4 fé- lagsmenn, því þá eins og jafnan áður, var þröngt í búi hjá al- menningi og því úr litlu að spila varðandi bókakaup. Eftir þetta var Sighvatur eins konar um- boðsmaður fyrir Sögufélagið í Dýrafirði Blaðið Óðinn, sem gefið var út í Reykjavík og Þorsteinn Gísla- son ritstýrði, flutti margt góðra greina, aðallega um mannfólkið sjálft, ævi manna og afrek. Eðli- lega keypti Sighvatur ritið og eru varðveittar allmargar kvittanir fyrir greiðslu hans fyrir það. Jón forni var riðinn nokkuð við blað- ið. Hann segir í bréfi dagsettu í Rvík 1. júní 1905 svo: „Háttvirti góði vin: Beztu þakkir fyrir bréf yðar síðast og viðtökurnar við „Óðni“. Það var yður líkt. — Mynd af yður hugsa ég að yður sé óhætt að senda, og æviatriði yðar væri gott að fá um leið. Þó að ég sé ekki við ritstjórn blaðs- ins riðinn, og sé ekki öðru vísi við það riðinn en sem einn af eigendum þess nema að nafninu til, hugsa ég samt að ég geti ráð- ið því að æviágrip yðar verði ekki haft öðruvísi mikið en ég felli mig við. Og við ritstjórann hefi ég talað um að fá mynd af yður og hann verið því samþykkur. Eg er samdóina yður um það að bezt fari á því að „Óðinn" yrði sem íslenzkastur, og mér er eins og yður hálf illa við hálflé- legt skáldsagnarusl. Að svo miklu leyti sem í mínu valdi stendur, mun ég stuðla að því, að hann haldi sér að því, sem þjóðlegt er. — Forlátið klórið, sem í alla staði er fátæklegra en þér eigið skilið. Yðar einl. jafnan. — Jón Þorkels- son“. Æviágrip Sighvats og mynd af honum birtist svo í Óðni, júlí 1906, 4. tölublaði. 1 bréfi dags. í Rvík 28. nóv. 1905 ber mynd Sighvats á góma og Jón segir: „Bréf yðar með æviágripi yðar hefi ég með skilum fengið, og mynd yðar fyrir löngu send utan 209

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.