Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Side 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Side 29
Séð út Hvalfjörðinn yfir hvalstöðvarplanið. Fjörðurinn á langa sögu að baki, cl'ki aðeins á spjöldum Islendingasagna heldur einnig í dag í átökunum um yfirráðin á Atlantshafi. ,1 þessari frásögn er það síldin, sem setti svip sinn á fjörðinn, en þá töldu menn sér trú um, að síld gengi þar inn á hverju ári. Þá varð tilefni til að reisa stóra síldarverksmiðju á Reykjavíkursvæðinu, sem fékk allt annað hlut- verk en að bræða síld. þekkti ekki reglurnar í leiknum, er úrskeiðis gekk. Eg kom á markalínuna við Lofts-bryggjuna og hélt áfram vestur í bryggjuhúsið, þar sem hann Þorsteinn var að lögskrá. Nú gaf ég mér tíma til að líta yfir hópinn, þeir báru flestir harðlegt yfirbragð; einkenni þeirra sem ekki láta sér allt fyr- ir brjósti brenna. Þetta voru víst allt ævintýramenn, þó sá ég eitt ljóslokkað höfuð, það var ungur maður sem særinn kallaði til sín í fyrsta sinn til leiks. Við skrif- um allir undir ráðningarsamn- inginn, og nú vantaði annan vél- stjóra. Hann var ekki fyrir hendi. Nú var gengið á röðina og spurt um fyrrverandi atvinnu og hæfni manna. Það var Höskuldur sem kom í minn hlut, annar vélstjóri. Hann var flugmaður. Svo var þessu lokið, við fórum aftur vestur yfir markalínuna og um borð. Það var farið út um kvöldið. Við slepptum og settum bátana aftaní, sigldum síðan á hægustu ferð út úr höfninni, við jukum ferðina út með Engeynni og sett- um síðan stefnuna á Akrafjall. Við brydduðum lauslega upp á samræðum, hver við annan, svona til þess að þreifa fyrir okkur, hvers við mættum vænta af hverj- um og einum, í raun og veru var það tilgangslaust, við mundum ekki kynnast fyrr en vinnan þrýsti okkur saman. Leiðin sótt- ist vel upp í Hvalfjörð, enda var hún ekki löng. Við fórum að sjá Ijósin á flot- anum, þar sem hann var að veið- um í dýpinu út af Hvaleyrinni, í þessum þrönga firði þar sem allt hafði verið hreyfingarlaust síðan á stríðsárunum. Við færð- umst nær og nær og spennan jókst, við vorum komnir í síldina. Það var stoppað utanhallt við flotann, bátarnir dregnir að síð- unni, svo var lónað innan um flotann til að kanna aðstæður. Það var mikið að gera, þetta hafði komið svo snöggt og óvænt að mönnum hafði ekki hugsazt að útbúa ljós á bátana, þeir höfðu VlKINGUR heldur aldrei þurft að nota ljós, voru því flestir Ijóslausir þarna í firðinum. Við máttum hafa okkur alla við til þess að lenda ekki á þeim, eða í nótum þeirra. Veiðarnar voru í algleymingi, það heyrðust brestir og brothljóð þegar bát- ar í’ákust saman í myrkrinu, loft- ið kvað við af blóti og formæl- ingum, hi’óp og köll gullu við er óþolinmóðir eljumenn töluðu til háseta sinna. Við fylltumst veiði- ákafa eins og aðrir. Á dýptar- mælinum hóf síldartorfan sig frá botninum eins og svartur veggur. Það var látið fara þarna í miðri þvögunni, við vorum ljóslausir eins og aðrir, ég andæfði við ann- an nótarvænginn og reyndi að lýsa upp umhverfið með dekk- ljósunum, það lýsti ekki neitt. Þeir kláruðu kastið og ég tók þá á síðuna. Það var burnm. Við köstuðum alla nóttina, en nótin var of grunn, við sleiktum ofan af torfunum, en það urðu aldrei nema þrír eða fjórir háfar, menn voru að niðurlotum komnir af þreytu og vonbrigðum. Hávaðinn frá flotanum glumdi í eyrum okk- ar. Svo fór að grána fyrir degi. Á dýptarmælinum urðu síldar- torfurnar gisnari og færðu sig niður á meira dýpi og hurfu síð- ast með öllu. Svo varð albjart. Skarfarnir komu fljúgandi utan frá hafinu og röðuðu sér á skerja- garðinn. Tvö útigangshross stóðu fremst á Hvaleyrinni. Ýmsir bátanna höfðu látið á sjá um nóttina, þarna seig einn áfram með brotnar þilj ur og gap- andi borðstokk, eins og hann væri að koma úr sjóorustu. Þeir sem höfðu fengið full- fermi um nóttina, voru að gera klárt undir heimferðina. Hinir lónuðu uppundir Hvaleyrina og létu falla, þá var ekkert sem minnti á síldveiðar, nema bát- arnir sem lágu undir Eyrinni og nokkrar dauðar hafsíldir sem máfarnir tíndu upp úr firðinum. Við Angelíu-menn vorum þreytt- ir og nutum hvíldarinnar. Þegar ég var að fara að leggja mig sá ég hvar Árni Friðriksson stóð á dekkinu og gaf nótarmanni all ískyggilegt augnaskot. Góða veðr- ið hélzt, í rökkrinu hífðum við akkerið og lónuðum út á dýpið. Bátarnir streymdu að og lónuðu þarna á dýpinu og biðu síldar- 229

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.