Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Qupperneq 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Qupperneq 31
við hliðina á okkur, þá gáfumst við upp undir morguninn, þegar síldin lækkaði sig og lögðumst undir Eyrina, sváfuni til kvölds. Þá byrjaði sama sagan aftur. Það var ákveðið að fara til Reykja- víkur morguninn eftir og reyna að fá nýja nót. Þegar birti þá sáum við að tvö skip höfðu rekið norður á fjöru- grunn. Þar lágu þau á þurru. Þau höfðu verið að háfa um nóttina og rekið á grunn. Þar lágu þau á þurru um fjöruna full af síld. Svona var það, sumir fengu meiri síld en þeir höfðu þörf fyrir. Við settum bátana aftaní, keyrðum heimleiðis og lögðumst vestur við Grandann. Þar var allt á öðr- um endanum, allir bátar fullir af síld, bryggjurnar hálar af síldar- hreistri, bílarnir keyrðu síldina dag og nótt. Allt var orðið fullt af síld. Þá var síldinni ekið í stórar hrúgur úti á víðavangi í nágrenni bæjarins. Við fórum að grennslast eftir annarri nót, nei það var engin nót til, nú vantaði allar nætur. Það voru fleiri en við, sem vant- aði nót og undir rökkrið hrökkl- uðumst við út úr höfninni, við lít- inn orðstír og þegar við komum út fyrir Engeyna stoppaði Árni Hinriks og lét reka, svo lónaði hann af stað aftur, og inn með henni að austanverðu og inn í Eiðisvíkina, eins og sært dýr, sem dregur sig úr hjörðinni og leitar einveru. „Hér ætla ég að vera“ sagði Árni Hinriks. Það er sama hvar maður er. Svo fórum við allir í kvöldmatinn, maturinn var góður og kokkurinn í góðu skapi og kjaftaði á honum hver tuska, okk- ur dvaldist því lengur en venju- lega. Ég var fyrstur upp. Á aðra hönd blasti við iðandi ljósadýrð borgarinnar, en eitt og eitt ljós á stangli á sveitabýlum á Kjalar- nesinu. Ég kveikti á dýptarmæl- inum. Hvað vorum við strandaðir eða hvað? Nei, þarna var botnlín- an, síðan eins og svartur veggur upp í kjöl, þetta var síld. Ég rak upp öskur, klárir! og allir komu hlaupandi og nú voru svo sannar- VÍKINGUE lega hendur látnar standa fram úr ermum. Við fylltum um nótt- ina. í morgunsárið skreið hún Angelía með fullfermi út af vík- inni. Það var svo sem hægt að fá síld þarna, ekki var svo djúpt, skrúfusjórinn rótaði leirnum upp af botninum, þegar við renndum út af víkinni. Við lögðumst upp að Grandan- um og bárum okkur mannalega, nú vorum við þó með fullfermi eins og hinir. Öngþveiti hafði aukizt, allir voru orðnir þreyttir cg syfjaðir. Það var komið hálf- gert löndunarstopp. Við gátum ekki fengið löndun fyrr en daginn eftir. Það fóru allir í land nema við Höskuldur, við tókum að okkur að passa bátinn og fórum niður í vélarrúm til að ditta eitthvað að Skandíunni. Það var margt að lagfæra. Hún var hætt að kúpla almennilega í sundur, skrúfuöx- ullinn snerist með, svo skipta þurfti skrúfunni á skurði. Undir kvöldið hættum við öllu brasi og þvoðum okkur, settumst svo að í lúkarnum og drukkum kaffi. Ég virti Höskuld fyrir mér, það var ekki hægt annað en láta sér falla vel við þennan svip- hreina og drengilega mann, hann var ekki heldur eins og sveitar- drengur sem er að fara til sjós í fyrsta skiptið, handtök hans voru fullsæmandi fyrir hvaða sjómann sem var, en það var ein- hver þunglyndissvipur eins og eitthvað hefði brugðizt honum; eitthvað sem hann mundi ekki segja hverjum sem væri. Ég dró upp hálfflösku af áka- víti undan ltoddanum mínum og hellti út í kaffið, strax við fyrstu könnuna fór að slakna á tauga- spennunni, sem veiðiákafinn hafði sett okkur í um nóttina, svo fór að losna um málbeinið á okkur, við spjölluðum fyrst um einskisverða hluti, síðan um það sem meira máli skipti og menn kynntust betur hver öðrum. Hann sagði mér það, sem mér lék for- vitni á að vita, hvers vegna hann atvinnuflugmaðurinn væri hér annar vélstjóri á henni Angilíu og tæki þátt í Hvalfjarðarævin- týrinu. Hann hafði farið út til Kanada á flugskóla, að honum loknum fékk hann sín flugmanns- réttindi, síðan var hann eitt ár flugmaður á fiskflutningarflug- vel við Manitópavatnið. Svo greip heimþráin hann, hann, fór til gamla landsins fullur bjartsýni og áhuga að vinna gamla landinu sínu sem bezt gagn, en gamla landið hans brást honum eins og fleirum ungum mönnum, sem koma utan úr heimi. Islenzk stjórnvöld vildu ekki viðurkenna flugmannsréttindin hans, kann- ski var ekki annað að, en flugið var ungt og flugvélarnar senni- lega færri en flugmennirnir og Höskuldur hafði við orð að fara aftur til Kanada. Við kláruðum úr bokkunni og létum hverjum degi nægja sína þjáningu. Við settum vaktir, Höskuldur fór að sofa, en ég ætl- aði að standa til miðnættis. Ég fór upp í stýrishús lagðist út í gluggann og hlustaði á þys borgarinnar. Bátarnir voru að fara út, þeir flýttu sér upp í Hvalf j örð. Vetrarmjöllin var kyrr og hljóð, þeir mundu fá góða nótt upp í Hvalfirðinum. Um mið- nættið vakti ég Höskuld og hann tók vaktina, sjálfur lét ég koj- una geyma mig. Við fengum lönd- um daginn eftir, við vorum ekkert að flýta okkur, inn á Víkina. Nú fóru ekki allir í mat heldur stóðu í stýrishúsinu fullir áhuga á veið- unum. En nú sást ekki högg á mælinum. Svo fóru menn að tín- ast í matinn, þeir fyrstu hálf laumulegir, stóðu lengi við lúkars- kappann og skimuðu í allar áttir, svo þegar lítið bar á stungu þeir sér niður. Það var leitað alla nóttina og það fannst engin síld. Við leituð- um Eiðisvíkina, Kollafjörð inn í sundin og Kleppsvíkina, en við urðum ekki varir. Borgarljósin blikuðu þarna í Kleppsvíkinni; bjarma þeirra sló á víkina og vafði hana dularfullt rökkur. I birtingu fórum við upp í Hvalfjörð, við mættum bátum 231

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.