Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 3
til skamms tíma hafa farið í körfu 36 fiskar, en er nú komið í 51 fisk. Allt eru þetta vísbend- ingar um hvert stefnir. Þá er líka vert að gefa því gaum að fyrir 10 árum gat hver hrygna náð því að hiygna tvisvar, en nú má hrósa happi yfir hverri hrygnu, sem nær að gefa af sér afkvæmi einu sinni. Þá telst til algjörra undantekninga að finna þorsk, sem nær 10 ára aldri, en elzti þorskur, sem fundist hefur hér við land var 24 ára gamall. Já, ekki verður annað sagt en útlitið sé dökkt og enn alvarlegra, þegar fregnir berast af leyfisveit- ingum til veiða á svæðum, sem fiskifræðingar eru andvígir að farið verði á. Má þar segja að skotið sé alvarlega fram hjá marki er Sjávarútvegsmálaráðu- neytið gengur fram hjá Hafrann- sóknastofnun um tillögur, og það ekki sízt er við eigum í jafn alvar- legum deilum og nú við Breta og aðra um vernd fiskistofna. Kannske er það pressan, sem í upphafi þessarar greinar var skilgreind, sem úrslitum ræður og er þá illa farið hjá fiskveiði- þjóð, sem lifa vill af arði sjávar- ins, en þó skila börnum sínum lífsviðurværi svo vært verði á iandi okkar. Ég veit að margir útgerðar- menn og sjómenn telja sínum hag stefnt í voða, ef friðunarfram- kvæmdir eru gerðar að mestu eftir fyrirsögn fiskifræðinga. Ekki eru menn t. d. á eitt sátt- ir um ágæti þeirra friðunar- aðgerða, sem fram koma í frum- varpi ríkisstjórnarinnar á sl. vori, en þar eru all róttækar áætlanir á ferð. Frumvarpið er nú víða til umræðu og virðast miklar breytingar á því í bígerð. En hvort sem mönnum líkar betur eða verr, verður ekki hjá komizt að hefja mun meiri frið- unaraðgerðir en nú eru fyrir hendi. Fiskistofnana verður að gera svo trausta, að einn fiskur gefi okkur sama arð og fimm fiskar nú. Þetta er hægt með að- eins örlítilli þolinmæði og skiln- ingi á þessum málum. VÍKINGUR elzhti ájómaÉurinn Óþekktan sjómann ennþá viS strönd öldurót grimmt leiki'ð hefur. Á sjávarbotni er höfuð og hönd, hafdjúpið margan svo grefur. Lífsvon mín brast — ég fleytur sá fara, þær framhjá mér allar sigldu. Að lokum við mig flóð og fjara í flæðarmálinu skildu. Leikið mig grátt hefur sjávarselta, sorfið mín bein — mörgum glatað. Mararöldur mér eru að velta; mun nokkur hingað fá ratað ? Löndin svo mörg ég þráði að þekkja, þess vegna hafið ég valdi. Enda þótt muni það marga blekkja mannkostasyni — og haldi. Þótt dulræð sé hafsins dýpsta lind, drukknaðir menn fá þó lifað. Salvador Dali — þá málaði mynd, — í minningu Ijóðið er skrifað. Kristinn Magnússon 203

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.