Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 18
Velheppnað námskeiö vélstjóra öldungarnir á skólabekk. Endurhæfing og menntun full- orðna eru hugtök, sem mikið er rætt um nú á tímum. Umfangs- miklar tilraunir eru í gangi á þessu sviði og verður fróðlegt að kvnnast árangri þessa starfs, en margt bendir til að hann verði ekki ógiæsilegur. Á sviði tækninnar fleygir allri þróun mjög fram, nýjungar koma stöðugt í ijós, og allur vél- búnaður bæði til sjós og lands verður æ flóknari. Góður starfs- maður verður ávallt að vera á verði og fyl'gjast gaumgæfilega með nýjungum. í starfi okkar vélstjóra verðum við áþreifanlega varir við þessa þróun, en aðstaða mjög mismun- andi til að fylgjast með nýjung- um og tileinka sér þær. Oft verð- ur þá margt fálmkennt, þegar staðið er framrni fyrir nýju tæki og minnimáttarkennd gerir vart við sig, sem aftur skapar lífsleiða. Um þetta hefur okkur í vél- stjórasamtökunum lengi verið kunnugt og rætt um að finna leiðir til að brúa þetta bil. Á þingum F.F.S.l. hafa þessi mál oftsinnis verið rædd og þá kom- ið í ljós að þörfin fyrir endur- hæfingu er einnig á sviði stýri- manna. Var róðurinn þá hertur á hendur menntayfirvöldum um að fá námskeiðshald við Sjó- mannaskólann í Reykjavík. Varð síðan samkomulag um að haida tvö námskeið á þessu vori, annað við Stýrimannaskólann hitt við Vélskólann. Nokkur vonbrigði urðu í sambandi við Stýrimanna- skólann vegna þess hversu fáir sóttu námskeiðið. Hins vegar sóttu miklu fleiri vélstjórar um námsvist en hægt var að taka á móti. Munu 60 menn hafa óskað eftir þátttöku, en æskilegt talið að hafa aðeins 30 menn í einu á námskeiðinu. Ákváðu skólayfir- völd að taka við 34 mönnum og skipa þeim niður í tvær bekkjar- deildir með 17 mönnum í hvorri deild. Næsta haust verður svo leitazt við að halda annað nám- skeið. Von okkar er að í fram- tíðinni verði þetta fastur liður við Vélskólann og námskeið hald- in í einhverri grein véltækninnar. Er þar vissulega af mörgu að taka. I nútíma skipi blandast saman furðulegir ,,kokkteilar“ af ýmsum meiðum tækninnar, sem vélstjórinn verður að kunna góð skil á. Má þar nefna rafmagns- vélar, vökvavélar, kælivélar, margs konar stýringar bæði með lofti, vökva og rökrásum, sem mjög ryðja sér braut um þessa mundir, ekki hvað sízt í fjar- stýringu véla á landi. Þetta fyrsta námskeið var mjög vel skipulagt og áherzla lögð á atriði, sem vélstjórar hafa mikla þörf fyrir, en það voru margs konar stýriþættir í sjálf- virkum búnaði véla. Rafmagns- fræði var rifjuð upp í stórum dráttum og þá einkum um rið- straumsvélar og nýjungar á því sviði kynntar. Frumatriði rafeindarfræðinn- ar ásamt uppbyggingu transis- tora og dióða svo og notkun þeirra í rökrásum var kynnt á mjög skilmerkilegan hátt. ítarlega var farið í gegnum VlKINGUR 218

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.