Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 36
V
Upphaf landgrunnshenningar
eftir dr. Gunnlaug Þórðarson
Niðurlag
H.H. Danakonungur leit á
þessa ráðstöfun sem móðgandi og
skipaði ráðuneyti sínu að gefa
eftirfarandi svar:
VIII
Orðsending frá ráðuneyti H.H.
Danakonungs til Herra Coey-
mans sendiherra Hollands, sem
svar við orðsendingunum tveim,
er hann hafði afhent 1. maí og
26. júní 1741.
Konungurinn hefir séð það,
sem sendiherra H. V. H. Stétta-
þings Sambandsfylkjanna mælti
fyrir með orðsendingu frá 1. maí
síðastliðnum í því skyni að draga
í efa, ef verða mætti, einokunar-
rétt H. H. á Norðurhafinu, og
heimild til að halda öllum veiði-
skipum í takmarkaðri fjarlægð
frá ströndum íslands í trausti
þessa réttar, svo og að krefjast
hinna sex húkkorta, sem voru
teknar og gerðar upptækar í
fyrra, af því 'þær höfðu verið
teknar við veiðar á bannsvæðun-
um. H.H. gat ekki annað en orð-
ið mjög hissa á því, að í svo aug-
ljósu máli, er hafi verið haldið
fram í margar aldir og varið
gegn öllum andsnúnum ágangi,
skuli stéttaþingmennirnir vera
þeir einu er fást við að deila
við sig um réttindi, sem bundin
eru Krúnunni frá ómunatíð og
viðurkennd af öðrum veldum.
Þetta atferli er svo lítilmótlegt
og jafnframt svo ósanngjamt, að
H.H. hefði ekki átt að búast við
því af ríki, er H. H. hefur sýnt
merki um vináttu og löngun til
að rækta við það góðan og stöð-
ugan skilning.
Rökin, sem hafa verið látin
gilda í þessu máli og tilkynnt
Coeymans sendiherra með svar-
inu frá 21. febrúar þessa árs,
hversu ófullnægjandi er þau
kunni að virðast stéttaþingmönn-
unum, eru þau engu að síður
fullnægjandi til að svara mótbár-
um þeim, er kunna að koma fram
við þeim. Það þýðir ekki að halda
því fram, að ástand málsins hafi
verið flækt, fyrst sætzt er á, að í
þessari deilu sé aðallega um það
að ræða, hvort H.H. hafi rétt til
að takmarka veiðar þegna Sam-
bandsfylkjanna við fjögra mílna
fjarlægð frá ströndum Islands.
Fyrst ber að athuga, að fyrsta
umræðuefnið er ekki, hvort Hans
Hátign geti svælt undir sig í dag
ný yfirráð í Norðursjó, heldur
aðeins hvort konungar Danmerk-
ur, Noregs o. s. frv. hafi frá
ómunatíð átt slík yfirráð og beitt
þeim. Til þess að sanna þessa
eign, þá sést fyrst hversu lítil
nauðsyn er á því að stéttaþing-
menn Sambandsfylkj anna hafi
viðurkennt hana eða ekki með
sérstöku samkomulagi; heldur
er það frekar réttur, sem kon-
ungar Danmerkur hafa notið í
friði, jafnvel áður en lýðveldi
Sambandsfylkjanna hafi verið
til í núverandi mynd. Rétt-
ur, sem önnur veldi og þjóðir
Evrópu viðurkenna, geta stétta-
þingmennirnir einir ekki rengt
við H.H. án þess að fremja aug-
ljós rangindi. Ef um væri að
ræða að mynda nýjan rétt í Norð-
urhafinu, eða ná nýrri eign,
mætti ef til vill spyrja, hvort
stéttaþingmennirnir vildu viður-
kenna þennan nýja rétt; en í
þessu tilviki, þar sem um er að
ræða rétt, sem konungar Dan-
merkur, Noregs o.s.frv. eigi frá
ómunatíð, er sú mótbára, að þessi
réttur hafi aldrei verið viður-
kenndur af stéttaþingmönnun-
um, því jafn óskyld og hún væri
ef einhver ætlaði að bera á brýn
við Iýðveldi Sambandsfylkjanna
að frelsi þess hafi ekki ver-
ið viðurkennt af Páfagarði í
Róm. En hvað lítið sem vöntun
á viðurkenningu af hálfu stétta-
þingmannanna fái skert réttindi
H.H., skal nú sannað, að þessi
viðurkenning er í raun og veru
orðin.
Hinir ýmsu bandalagssamn-
ingar, er konungar Danmerkur
og stéttaþingmenn Sambands-
fylkjanna hafa gert með sér,
tryggj a báðum samningsaðilum
ótvírætt og án undantekningar
allar eignir þeirra og réttindi
hvors um sig; nú með því að
réttur sá, er stéttaþingmennirn-
ir draga nú í efa, var í tölu rétt-
inda konunga Danmerkur, Nor-
egs o.s.frv. á þeim tíma er þessir
samningar voru gerðir, þá hafa
stéttaþingmennirnir ekki getað
tryggt hann án þess að viður-
kenna hann, því þessi viðurkenn-
ing var svo kunn á síðustu öld,
að í orðsendingu, sem var vegna
töku nokkurra franskra skipa af
Dönum afhent sendiherra Frakk-
lands, L’Avaux greifa, dag-
settri 22. okt. 1634, er til hennar
tekið eins og alkunns máls:
„Stéttir Belga,“ segir í henni,
„hafi með vissum skilyrðum
fengið heimild til veiða við Græn-
land og Spitzbergen, og hafi þeir
aldrei dregið í efa yfirráð og
konungsrétt hans konunglegu há-
tignar Danmerkur á þessum stöð-
um, heldur hafi þeir lýst lofi sínu
á því; engum væri leyfilegt án
ívilnunar og sérstaks leyfis hinn-
VlKINGUR
236