Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 47
rauður af nýrri dögun. í um það bil þriðjungshæð af hvorfilpunkti tók við annar og eðlilegri litur, en meðan Bush rétt aðeins stað- næmdist til þess að líta til upp- rennandi sólar, tók hið rauða að fölna, en blár himinn og hvít ský komu í staðinn. Þetta var tíminn, sem árásin hafði staðið yfir, fáar mínútur frá fyrstu dagrenningu til sólarupprásar í hitabeltinu. Bush stóð þarna og skildi þetta furðulega fyrirbæri — því að það hefði allt eins getað verið kvöldsett að svo miklu leyti, sem honum viðkom. Þarna uppi á byssustæðinu var allsherjar útsýn yfir flóann. Þarna var ströndin hinumegin, grynningarnar, sem Renown hafði strandað á, (var það í gær eða hvað?), og hæðótt landið þar upp af, en virkið á ströndinni við oddann skar sig skýrt frá þessu öllu. Til vinstri lá tanginn og lækkaði út í nesið við Samaná- flóa, og hinumeginn mátti greina safírbláan flöt Skotaflóa, en þar lá Renown, og siglur hennar með hefluð segl. f þessum fjarska leit skipið út eins og fallegt leikfang. Bush næstum því saup hveljur, ekki af því hversu fagurt var allt, heldur af því hve honum létti. Það að sjá skipið, kom fyrir hann vitinu, og nú þurfti margt að gera og mörgu að sinna. Hornblower kom upp á hinn virkisvegginn. Hann leit út eins og fuglahræða, allur rifinn og rúfinn. Eins og Bush hafði hann sverð í annarri hendi, skamm- byssu í hinni. Við hlið hans var Wellard og sveiflaði sverði, sem var alltof stórt fyrir hann, og bak við þá var tugur eða svo af sjó- mönnum, sem enn létu að stjórn, en á byssum þeirra voru stingir og þeir voru tilbúnir til bardaga. „Daginn, herra," sagði Horn- blower, og ætlaði að bera hönd að hatti sínum þegar hann áttaði sig á að hann var með nakið sverð í hendi. „Góðan dag, sagði Bush eins svefngengill. „Til hamingju, herra,“ sagði Hornblower. Hann var hvítur framaní og andlit hans strengt eins og á líki, en skeggbroddar á kjálkum og höku. „Þökk fyrir,“ svaraði Bush. . Hornblower stakk pístólunni undir beltið og slíðraði sverð sitt. „Eg hefi náð á mitt vald öllu þarna yfir frá,“ sagði hann og benti. ,,Á ég að halda áfram?“ „Já, haltu áfram, herra Horn- blower.“ Hornblower gat nú heilsað svo sem vera bar, og tók til að gefa snöggar skipanir og setja menn á vörð við fallbyssurnar. „Það komust nefnilega nokkr- ir undan, herra,“ sagði hann. Bush leit niður bratta hlíðina neðan við virkið, og sá þar nokkr- ar hræður. „Ekki nógu margir til þess að gera okkur óskunda," sagði hann, og nú var hugur hans tekinn til starfa að nýju. „Nei, herra. Ég hefi fjörutíu fanga, sem ég hefi sett vörð um, við aðalhliðið. Eg sé að Whiting er að smala þeim saman, sem eftir eru. Ég ætla að fara núna, ef ég má, herra.“ „Gott,“ sagði Bush. Einhver hafði að minnsta kosti haldið viti sínu öllu meðan á á- hlaupinu stóð. Bush hélt áleiðis eftir veggnum. Skammt frá stóðu menn á verði. „Hvað eruð þið að gera þarna?“ spurði Bush. „Þetta er púðurgeymslan, herra,“ sagði sá sem fýrir þeim var. „Við eigum að gæta hennar. „Skipaði herra Hornblower svo fyrir?“ „Já, herra, hann gerði það.“ Nokkrir aumingjalegir fangar liúktu út við aðalhliðið, og Horn- blower hafði sagt frá þeim. En hann hafði ekki nefnt aðra varð- menn. Einn við virkisbrunninn, aðra við hliðin. Woolton, sá und- undirforingjann, sem ákveðnast- ur var, stóð við timburbyggingu og sex menn með honum. „Hvaða skyldum gegnið þið hér ?“ „Við gætum matvælanna, herra. Það er áfengi hérna inni.“ „Gott,“ sagði Bush. Ef þessir brjálæðingar, sem áhlaupið gerðu — til dæmis sjó- liðinn, sem Bush varð að verjast — hefðu komizt að áfenginu, þá hefðu þeir orðið óviðráðanlegir með öllu. Abbott, miðskipsmaðurinn, sem stjórnaði deildinni með Bush, kom á spretti. „Hvern fjandann hefurðu ver- ið að gera?“ spurði Bush hrana- lega. „Eg hefi ekki séð þig síð- an áhlaupið byrjaði.“ „Mér þykir það leitt, herra,“ baðst Abbott afsökunar, og auð- vitað hafði árásin tryllt hann eins og hina, en það var ekki nóg, ekki sízt þegar Bush sá hvar Wellard var hjá Hornblower og gætti fyrirmæla sinna. „Sjáðu strax um að gefa skipinu merki,“ skipaði Bush. „Það ætti að hafa verið gert fyr- ir fimm mínútum. Hafðu þrjár fallbyssur tilbúnar. Hver bar fánann? Finndu hann og segðu honum að draga hann upp yfir spánska flagginu. Af stað og flýttu þér, fjandinn hirði það.“ Sigurinn gat verið sætur, en það hafði enginn áhrif á skapið, sem Bush var nú í, þegar aftur- kastið kom. Bush hafði hvorki neitt svefns né matar, og þótt ef til vill hefðu liðið svo sem tíu mínútur frá því að virkið var unnið, þá nagaði samvizkan hann út af þessum tíu mínútum. Það var margt, sem hefði verið hægt að gera á þeim tírna. Það var léttir að snúa sér frá þessu glappaskoti, og ráðgast við Whiting um gæzlu fanganna. Þeir voru allir komnir út nú, um það bil hundrað hálfnaktir menn, og svo sem tuttugu konur með hárið flaksandi og hálfklæddar. Nokkrir múlattar voru þarna og fáeinir negrar, en flest voru þetta Spánverjar. Næstum allir þeir sem fallið höfðu voru al- klæddir, í hvítum einkennisfötum með bláum bryddingum, þetta voru karlmennirnir, sem höfðu þannig tekið út refsingu fyrir hirðuleysi sitt og vangeymslu. „Hver stjórnaði?" spurði Bush. VÍKINGUR 247

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.