Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 13
köllun hjá sér í sjóræningja- starfið. Næstu sex mánuði sigldi Calico Jack um slóðir Vesturindía og rændi lítil kaupskip. Honum til mikillar ánægju sá hann skjól- stæðing sinn beita sveðjunni jafn vel og hæfustu menn hans. Ekki er ósennilegt, að áhöfnin hafi hent gaman að því, hversu nýi maðurinn heimsótti skip- stjórann oft í íbúð hans. En þetta var ekki óalgengt á þeim dögum og Anna gat enn um sinn leynt sér í dulargervi sínu. Að því kom þó um síðir, að ekki var lengur hægt að leynast, því að Anna varð vanfær. Jack hélt til lands á eyjunni Kúbu og skildi Önnu þar eftir hjá vinum þeirra. Síðan sneri hann aftur til hafs í fjögurra mánaða leiðangur. Þegar hann kom aftur var hann orðinn faðir. Nú fékk hann sterka löngun til að setjast fyrir um kyrrt á ströndinni og eignast heimili. En Anna vildi ekkert hafa með barn sitt. Hún var að niðurlotum komin af leið- indum og sárbað Jack um að leggja saman út á hafið því fyrr því betra. Loks lét hann undan og gaf áhöfn sinni skipun um að útbúa skipið í aðra ferð. En meðan á því stóð, kom stórt spánskt her- skip inn á flóann og lokaði fyrir útsiglingu. Jack sigldi skipi sínu bak við eyju inn á dýpi, sem var of grunnt fyrir spánska herskip- ið. Þar lagðist hann. Á meðan lagðist spánska skipið frammi á flóanum og ákvað skipstjóri þess að bíða morgunsins, því að þrátt fyrir allt gætu sjóræningjarnir ekki komizt út án vitundar hans. En honum varð á ein skyssa. Hann hafði með sér hertekið enskt skip, sem hann ákærði fyr- ir að stunda sjórán. Hann lét her- tekna skipið kasta akkerum öðr- um megin við eyjuna, sem huldi skip Rackhams. Var hertekna skipið mannað spönskum her- mönnum og króaði þannig af út- siglingu þeim megin. Hinum meg- in lá spánska herskipið og beið. VlKINGUR Með þessu fyrirkomulagi sást þó ekki á milli spánska herskipsins og hertekna skipsins. Anna og Jack eygðu nú undankomuleið. Rétt fyrir myrkur tilkynntu út- kiggsmenn frá báðum spönsku skipunum að briggin lægi hin ró- legasta á sínum stað. Og í birtu næsta morgun var skipið enn við akkeri. Spánverjarnir frá herskipinu hópuðust nú í smábáta og reru út á grunnsævið í áttina til briggar- innar, sem gera átti árás á og uppræta sjóræningjana. En þeg- ar að var komið reyndist skipið mannlaust, og nú kom í ljós, að hertekna enska skipið var horfið. Um nóttina höfðu Jack og Anna ásamt áhöfn þeirra læðst á smábátum yfir í enska skipið, drepið vaktmennina og síðan yfir- bugað áhöfnina. Síðan í svarta myrkri skáru þau á legufærin, hífðu upp segl og sigldu hrað- byri til hafs með sterkum með- straumi. Meðan þessu fór fram voru varðmenn herskipsins önn- um kafnir við að líta í hina átt- ina, þaðan sem þeir bjuggust við sj óræningj unum. Nú, þegar Anna var öðru sinni komin á sjó, dró hún enga dul á, að hún var stúlkan hans Jacks. Hún hafði þegar sannað, að hún gat barizt við hvaða karlmann sem var, ef því skipti. Því grimmari sem Anna varð því meira jókst löngun Jacks til að hætta sjóráni og setjast að á kyrrlátum stað í landi. Þegar konungurinn bauð öllum sjóræn- ingjum uppgjöf og náðun sneri Jack skipi sínu til New Provi- dence gegn áköfum mótmælum önnu. En Anna átti enga löngun til að lifa kyrrlátu lífi í kofa við Karabiskahafið. Hún gnauðaði og gnauðaði. Að lokum gafst Jack upp og Anna dulbjó sig sem karl- mann. Síðan réðu þau sig bæði á skip í einkaeign, sem hafði kon- unglegt leyfi til að sökkva spönsk- um skipum. Nokkrum dögum eftir að skip- ið lét úr höfn, var uppreisn gerð ^ « m: i \ ^ ! um borð og skipinu breytt í sjó- ræningjaskip undir stjórn þeirra Jacks og önnu. Fljótlega valdi skipshöfnin önnu fyrir foringja fram yfir Jack. Sérhverri árás stjórnaði Anna og gaf skipanir sýnar, þar sem hún stóð við stjórnvölinn. Af- taka fanga var ein af hennar mestu skemmtunum. Jack varð meira og meira innhverfur og hélt sig í klefa sínum. Meðan þessu fór fram fylgdist Anna uppi á þilfari með einum sjómanninum. Hann var snotur ungur maður með takmarkalaust hugrekki. Yfir sig komin af ást fylgdist Anna með þessum ást- megi sínum, hvernig hann barð- ist, þegar lagt var til orrustu við kaupskip. Hún dáðist að honum, hvernig hann stökk léttilega um borð í skipin og bókstaflega strá- felldi andstæðinga sína og átti mestan þátt í að yfirvinna bráð- ina. Þegar þau voru orðin tvö ein reyndi Anna að ná ástum sjó- mannsins, en þá kom í Ijós að 213

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.