Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Síða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Síða 16
sem fengizt hafði við klausturs- lifnað og sjóræningjastörf, vakti áhuga Filuppusar 3. Spánarkon- ungs, og hann bauð henni til hirð- ar sinnar. Auðsjáanlega geðjað- ist honum vel að þessari vopn- fimu elsku í karlmannsbuxunum, því að hann launaði hana ríkuleg- um eftirlaunum og lét hana hafa til umráða kastala í Andalusíu. Hættulegust allra kvensjóræn- ingja var Mrs. María Cobham, Saga hennar hófst árið 1750, þeg- ar mikill ævintýramaður Eric Cobham kom á briggskipi sínu til Plymouths á Englandi og ráfaði letilega um götur borgarinnar snúandi upp á yfirvaraskegg sitt. Skínandi falleg stúlka, María Lindsey, leizt vel á kauða, og áður en varði voru þau komin í hjóna- band saman. Hveitibrauðsdögunum eyddu þau við að sökkva skipum. Aðal- uppáhald þessarar skínandi brúð- ur var að fá að drepa fangana. Frá einu fórnarlamba sinna, sem var snotur hernaðarsjóforingi, fékk hún fallegan einkennisbún- ing, sem varð uppáhald hennar. Fatageymsla hennar varð síðar full af slíkum búningum. Þegar hveitibrauðsdögunum lauk var Ijóst, að María var hin raunveru- legi foringi sjóræningiaskinsins. Hún var harðari en Eric og krafð- ist þess að stjórna öllum vfirferð- um í skip, sem þau tóku. Hún skildi eftir blóðugt kiölfar um Atlantshafið og þau fengu meiri auð en unnt var að flytja. Á ferð meðfram strönd Nýja Englands eyddu þau heilu sumri á einskis manns landi og þar ■ grófu þau 15000 gullguineur í jörðu. Uppáhaldstómstundavinna Mar- íu hélt áfram að vera dráp á föngum. Hún stakk til bana skip- stjóra á briggskipi frá Liverpool. Einu sinni skipaði hún svo fyrir að binda skyldi skipstjóra nokk- .irn og tvo stýrimenn hans við /induna. Síðan fór hún niður og íótti átta beztu skammbyssur sínar. Hún stillti sér upp 20 skref- um frá mönnunum og skaut úr öllum byssunum hverri á eftir annarri á þá þar til þeir voru dauðir. Við annað tækifæri, meðan Eric var á landi í við- skiptaerindum, tók hún skip þeirra út og eftir ákafan bardaga við skip frá Skotlandi á leið til Indlandshafs, handtók hún alla áhöfnina og setti í járn. Síðan fór hún niður og útbjó eitraðan mat, sem hún gaf þessum vesalings mönnum. Innan klukku- stundar voru allir dauðir, og þannig gekk þetta. Tuttugu árum seinna voru Cob- ham hjónin orðin vellrík. Þau settust um kyrrt í kastala nálægt Le Havre á Frakklandi, þar sem Eric — fullur af reynslu og virðuleik — var gerður að dóm- ara. Þau hófu jafnframt stofnun heimilis, þar sem þau eignuðust tvo syni og eina dóttur. Eftir fjögurra ára rólegt líf var María orðin afar leið. Hún ranglaði um í sjóforingjabúningi sínum, grimm ásýndum. Það var ekkert hægt að drepa, nema tím- ann. Eitt sinn lagði hún út á skemmtisnekkju sinni með fyrr- verandi sjóræningjafélögum, þá sökkti hún verzlunarmanni, sem kom á báti sínum, en aðallega fékkst hún við fiskveiðar sér til afþreyingar. Dag nokkurn gleypti hún eitur og stökk síðan fram af bjargi í sjóinn. Mesti sjóræningi allra tíma bæði karlmanna og kvenna var kínverska ráðskonan Ching Yih Saon. Þegar eiginmaður hennar drukknaði í hvirfilvindaofviðri árið 1800 fram undan Kína- strönd, tók Yih við stjórninni. Eftir nokkurra mánuði réði hún yfir 1800 skipum með 55000 menn um borð. Það var meira en kínverski flotinn réði yfir. Leyndardómar Yih voru skipu- lagshæfileikar. Hún kom sér upp reglum, sem menn hennar urðu að fara eftir, til að halda uppi aga. Hér eru nokkrar: „/ fyrsta lagi, ef nokkur fer í einkaerindum á land, þaS er aS heimsælcja bari, verSur hann tek- inn og eyru hans útstungin hol- um. VerSi þetta brot endurtekiS skal viðkomandi drepinn. 1 ööru lagi, ekki má taka sjálf- stætt einn einasta hlut af ráns- feng. Allt veröur aö skrá og á sérhver 2 hluti af 10 teknum. 8 hlutir renna í sameiginlegan sjóö; sá, sem tekur nokkuö úr þessum sjóöi veröur umsvifalaust drep- inn. ■ A / þriöja lagi, enginn má koma ósiðlega fram viÖ herteknar kon- ■ 216 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.