Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 42
sem reynt var að draga niður í, eftir því, sem eigandinn bezt kunni, og Bush var heilsað utan úr myrkrinu. „Herra Bush?“ „Já.“ „Þetta er Wellard, herra. Herra Hornblower hefur sent mig hing- að til baka fyrir leiðsögumann. Hér ofan við er graslendi." „Gott og vel,“ sagði Bush. Hann nam sem snöggvast stað- ar og þurrkaði svitann framan úr sér, en flokkurinn kom á hæla honum. Það var ekki upp á við að fara þegar þeir héldu áfram. Wellard fór með þá fram hjá trjáþyrpingu, og það reyndist rétt, að Bush fann gras undir fótunum og gat gengið hraðar, þótt á fótinn væri, en slétt borið saman við gilið. Rödd heyrðist í myrkrinu. „Vinir,“ sagði Wellard. „Þetta er herra Bush.“ „Gott að sjá yður herra,“ sagði röddin — Homblower. Hornblower kom fram úr myrkrinu og gaf skýrslu. „Mínir menn allir hér rétt und- an, herra. Ég hefi sent Saddler og tvo góða menn á njósn. „Ágætt,“ sagði Bush, og meinti það. Herliðaforinginn var að gefa skýrslu. Hann sagði alla komna nema Champman, sem hafði snú- izt í ökla, „eða svo segir hann, herra. Lét hann eiga sig þarna eftir.“ Bush sagði honum að láta mennina taka sér hvíld, því að líf um borð í skipi var ekki bein- línis þjálfun til þess að klifra fjöll í hitabeltinu, alveg sérstak- lega þar sem dagurinn áður hafði verið strangur og erfiður. Við erum hér á hæðarhryggn- um, herra“ sagði Hornblower. „Héðan má sjá yfir í flóann.“ „Þrjár mílur frá virkinu, held- urðu?“ Bush ætlaði sér ekki að spyrja því að hann hafði stjórnina á höndum, en Hornblower var svo tilbúinn með svarið, að hann gat ekki látið það vera. „Ef til vill. Það eru að minnsta kosti ekki fjórar míl'ur. Dögun er eftir fjórar stundir og tungl fer að sjást eftir hálftíma.“ „Já.“ „Það er einhver slóði eða stíg- ur eftir hryggnum, herra, eins og við mátti búast. Hann ætti að liggja að virkinu." Þakka fyrir Hornblower. Við skulum halda áfram. Þú gerir svo vel að vera í farabroddi með þinn flokk.“ Þeir héldu af stað. Á leiðinni skiptist á hávaxið gras og runn- ar. Víðast hvar var auðvelt að komast áfram. en sumsstaðar var grasið svo þétt og þvælið, að það olli þeim nokkrum erfiðleikum. Að jafnaði gátu þeir þó gengið nokkuð þétt saman, enda voru augu þeirra nú tekin að venjast dimmunni, og stjörnuskin auð- veldaði þeim að fylgja slóðinni. Bush þrammaði áfram í farar- broddi sjóliðanna, með Whiting sér við hlið, en myrkrið lagðist um þá eins og voð. Það var eitt- hvað draumkennt við þessa göngu, ef til vill vegna þess, að hann hafði ekki sofið í sólarhring og var sljór af þreytu, sem hafði þjakað hann allan þennan tíma. Allt í einu hvumpaði í Whit- ing því troðningurinn hafði beygt til hægri, og nú höfðu þeir farið yfir hrygginn og sáu til fló- ans. Hægra megin sáu þeir nokkuð glöggt til sjávar, því að tungl braust þar fram um skýja- þykkni og glampaði á sjávarflöt- inn öðru veifi. „Herra Bush.“ Það var Well- ard, sem talaði til hans, og var nú styrkari í máli en hið fyrra skiptið. „Hér er ég.“ „Herra Hornblower sendi mig aftur, herra. Við höfum rekist á nautgripi og raskað ró þeirra, og nú ráfa þau um.“ „Þakka yður fyrir, ég skil,“ sagði Bush. Bush hafði takmark- að álit á venjulegum manni, og enn minna á þeim, sem hann hafði yfir að ráða. Hann vissi vel að ef þeir rækjust á naut- gripi í myrkrinu á stígnum, þá mundu þeir án efa halda að þar færi fjandmaður. Þetta mundi valda æsingi og óróa og það þótt ekkert væri skotið. „Segið herra Hornblower að ég ætli að nema staðar svo sem korter.“ Hvíld og tækifæri til þess að korna reglu á liðið var undir öllum kringumstæðum æskileg, svo lengi, sem tími mátti missast til þess. Meðan áð var mátti vara mennina almennt og sérstaklega við því, að hugsanlega gætu þeir mætt búpeningi. Hins vegar vissi Bush að það mundi ekki verða að gagni að láta orð ganga til mannanna, reyndar hættulegt þar sem þetta voru þreyttir og sljóir menn. Þegar hersingin hélt af stað aftur, kom renglulegur maður í ljós, Hornblower og bar við mána. Hann skrefaði við hlið Bush og gaf skýrslu. „Ég hefi komið auga á virkið, herra.“ „Er það?“ „Já, herra. Um það bil mílu héðan er gljúfur og virkið er hinumegin við það, Það ber við loft. Hálfa mílu eða svo á undan skildi ég eftir Wellard og Sadd- ler, og skipaði þeim að nema stað- ar.“ „Þakka fyrir,“ og Bush þramm- aði áfram yfir óslétta slóðina. Nú var hann farinn að vera spenntur aftur þrátt fyrir þreyt- una, rétt eins og tigrisdýr, sem spennir vöðva áður en það stekk- ur á bráð. Bush var bardagamað- ur, og hugsunin um viðureign á næsta leiti verkaði örfandi á hann. Tvær stundir til dögunar, og nægur tími. „Hálf míla frá gilinu að virk- inu.“ „Heldur minna ætla ég, herra.“ „Gott, ég læt nema hér staðar og bíða birtingar." „Já, herra. Má ég fara til flokks míns?“ „Þér megið það, herra Horn- blower.“ Bush og Whiting fóru rólega, jöfnum hraða og taktföstum, sem hæfði klunnalegasta og seinfær- asta manni í hópnum. Bush varð VlKINGUR 242

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.