Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 35
yfir annað slagið, svo að allt í einu hægði hún á sér, það fannst þessi fíni titringur þegar kjölur- inn straukst við sandbotninn, svo skreið hún yfir og jók ferðina á ný. Það fannst, að það var ekki langt frá kjöl og niður í botn, hreyfingarnar voru snöggar og harðar, svo tók hún niðri aft- ur. Jæja, það hafði stærra skip en hún Angelía borið beinin undir Kjalarnestöngum, en hún ramb- aði dálítið til, svo náði hún sér yfir og jók ferðina á ný. Ég leit framan í félagana, það var ekki laust við að þeir væru svo- lítið áhyggjufullir í framan, ég settist á bekkinn og við fengum okkur allir sígarettu ég var smátt að fyllast af bræði, var það mein- ingin að við ætluðum ekki að ná lifandi í land, svo kom okkur saman um að fara upp að fá okk- ur frískt loft. Skipshöfnin var öll í stýrishús- inu. Árni stóð við stýrið hár og herðibreiður, brúnaþungur og rýndi út í sortann. Það var kliður í hólnum: af háværum samræð- um. Ég spurði hvað væri að? „Það tók niðri, það tók niðri“, sögðu þeir, þá fauk bræði mín upp og ég svaraði kalt og hryss- ingslega: Hvern fjandann gerir það til? Þetta kalda og hryss- ingslega svar virtist koma yfir þá eins og vatn úr fötu, svo létti yfir þeim og sumir þeirra fóru að hlæja. Árni leit til mín þakklátum augum. Það var nú það. 1 þessu sama veðri fauk hænsnahús uppi á Kjalarnesi. Sumir félaga minna sögðu seinna, að þeir gætu svarið að þama þeg- ar hún Angelía var strönduð í seinna skiptið, þá hefðu þeir séð hvíta Itala flögra með fram lunningunni, það hefði ekki verið snjór og við kölluðum það ahtaf hænsnaveðrið mikla undir Kjalar nestöngum. Eftir langa mæðu náðum við Engeyjarvita. Ég varp öndinni léttar og þegar hún Angelía rann inn úr hafnarmynninu, þá braut yfir báða hafnargarðana. Við lögðumst upp að Grandanum eins og við vorum vanir og þar með var lokið síldarvertíðinni miklu í Hvalfirðinum, fyrir okkur Ange- líumenn. Jæja, ég var handlama og vélin úrbrædd, það var tveggja tíma saumaskapur á spítalanum og ég bar hendina í fatla í þrjár vikur. Vélin í Angelíu var rifin til grunna og brætt í legur, keyptir nýir geymar og yfirleitt allt var sett í stand fyrir næstu vertíð. Svo fór ég að spígspora í kring- um hana, lágvaxinn maður í gljá- leðursstígvélum. Einn daginn komu þrír menn um um borð og skoðuðu hana í hólf og gólf. Það endaði með því að þeir keyptu hana. Seinna lagði hún svo af stað á vetrarvertíð, með einn af eigendunum við stýr- ið, annan í vélarrúmi og þann þriðja á bryggjunni. Lágvaxinn maður í glampandi gljáleðurs- stígvélum. Mér var þessi vertíð minni- stæð og fylgdist lengur með þess- um félögum mínum en ég var vanur með skipsfélaga yfirleitt, samt er nú svo komið að ég veit ekki hvort Árni Hinriks er lífs eða liðinn. Fyrst tapaði ég sjónum af Höskuldi, hann hvarf fljótlega frá höfninni, ég hélt hann hefði farið Vestur og sá góðlegt og drengilegt andlit hans í gegnum hálffrosnar rúður á flutninga- flugvél yfir Manitópavatninu, því Höskuldur var flugmaður. Ég sjálfur hafði tekið poka minn og farið í land, þótt ég sé bara að komast á miðjan aldur. Ég ætla mér ekki að verða eins- konar próventumaður hjá næstu kynslóð, sem annaðhvort ýtir mér í land, eða lofar mér að vera, þar til ég er farinn að skjögra um dekkið eins og þegar ég byrj- aði. Mann langar líka til að eiga nokkur ár í landi. Nú er ég heima á litlu býli undir hárri heiði, austur á landi. Ennþá brennur seiður hafsins í æðum mínum og þegar vetrarbyljirnir geisa, þá verður hann svo sterkur, að mér liggur við ærslum. Mér finnst ég heyra storminn hvína í reiðan- um og ég sé gl'itta í hvítfexta brotskafla, sem berast að fleyi mínu og ekkert getur bjargað, nema harðfengi hvers og eins og þrotlaus barátta við sjó og vind. En hérna á heiðarbýlinu, er engin barátta, bara sitja með hendur í skauti og hlusta, hlusta á gný- inn í veðrinu og bíða þess að vind- inn lægi. Svo var það eitt vetrarkvöld að stormurinn gnauðaði á þekj- unni, þá greip mig þessi gamli geigur, einhver ósjálfráð rödd hvíslaði; það var eitthvað vont, eitthvað sem ég mundi ekki vita fyrr, en um seinan og þó ég hefði eitthvað vitað, þá hefði ég ekkert getað gert. Ég sat kvíðinn með hendur í skauti og heyrði ókenni- legan gný í storminum, það var feigð í þessum stormi. Morgun- inn eftir hafði veðrinu slotað. Ég heyrði í útvarpinu að flugvél hafði farið í sjúkraflug til Norð- fjarðar kveldið áður. Hún hafði lent í veðrinu og ekki komið fram. Flugmaðurinn var Höskuldur og þarna utan við Norðfjarðarhorn- ið eða Nýpuna, þar er nú gröfin hans Höskuldar, hann fór ekki Vestur. VÍKINGUB 235

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.