Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Qupperneq 26
Hafsilfur - Ævintýri að austan
eftir Gunnlaug Árnason frá Brimnesgerði, Fáskrúðsfirði.
Þessa frásögn tileinka ég vini
mínurn og gamla skipstjóra,
Árna Hinrikssyni, með þökk fyr-
ir gamla daga.
Þessi frásögn er frá fyrstu
dögum síldveiða með nót við Suð-
urland og gerist við bæjardyr
Reykvíkinga. Samt hefur hún
ekki orðið neinum að yrkisefni,
sem ég var þó að vona. Þess
vegna kemur hún nú hér, sem
ævintýri að austan og ver úr garði
gerð heldur en ef ritfær maður
hefði um fjallað. Það sem sagt
er um báta eru ekki heimildir,
heldur munnmælasögur, eins og
þær gengu i flotanum á þeim
árum.
Einkennileg borg Reykjavík.
Þó er hún einkennilegust sem
hafnarborg. I hafnarborgum úti
í heimi, liggja rætur hafnarinnar
víðsvegar, svo er ekki hér. Höfn-
in þröng, að vestanverðu Granda-
garður upp á Vesturgötu, Hafn-
arstræti og þaðan áfram austur
að Nýborg og svo beint í sjó
fram.
Utan þessa hrings var hlaðinn
ósýnilegur múrveggur. Handan
við hann var eitthvað, sem engum
sönnum fiskimanni kom við.
Svo skiptist höfnin svona hér-
umbil til hel'minga, milli far-
manna og fiskimanna. Við fiski-
mennirnir höfðum vesturhlutann,
við höfðum ekki beint áhuga fyr-
ir siglingum til annarra landa og
farmennirnir ekki fyrir fiski.
Markalínan var dregin um Lofts-
bryggjuna á milli okkar.
Það var seinnipartinn í nóv-
ember, sumarið var liðið við síld-
veiðar. Tæknin var lítil, flestir
með tveggja báta nót og árar.
Við komum heim um haustið eftir
síldarleysissumar vonsviknir og
hentum í land síldardraslinu
svona hingað og þangað, illa til
höfðu eftir sumarið. Svo var tek-
ið til við haustveiðarnar ýmist
á reknetum austur við Eldey, eða
á trolli í Bugtinni sem var lokið
hjá flestum og bátunum var rað-
að við bryggjurnar við Granda-
garðinn eða í „Þanghafinu".
Ég hafði farið úr vélstjóraplássi
á einum trollbátnum og var nú
á lausum kili, samt átti ég flesta
mína daga þarna í vesturhöfn-
inni, innan um hina sjómennina.
Æ, það var eins og maður gæti
ekki annars staðar verið, við vor-
um líka orðnir hver öðrum kunn-
ugir, og þegar ég hugsa um það
nú get ég ekki annað sagt en allt
gott. Menn höfðu ekki sérstak-
lega mikið að gera, voru að dútla
við ýmsar smálagfæringar og
velta því fyrir sér hvort þeir
ætluðu, að fara að taka í gegn
fyrir vertíðina, svo að menn gátu
vel lagt frá sér verk ef kunningi
kom í heimsókn. Þá var farið
fram í lúkar, þar var eldavélin
sjóðandi heit og rjúkandi kaffi,
sem var drukkið og sagðar veiði-
sögur, rætt um vertíðarhorfurn-
ar, vertíð og yfirleitt all't sem
kom sjósókninni við, ef kaffið
þraut var farið upp í Kaffivagn-
inn til hennar Guðrúnar og
drukkið meira kaffi. Á kaffitím-
um varð þarna þröngt og við
röðuðum okkur eins og síld í
tunnu, við vélstjórarnir vorum
eins og ofurlítið út af fyrir okk-
ur, ef til vill af því að við vor-
um oftast útataðir af smurolíu,
með stóra sótbletti á andlitinu,
sem við fengum af gæl'um okkar
við vélina. Það dregur sig saman
sem líkast er. Við höfðum
líka okkar áhugamál, vélarnar,
en tæknin var skammt á veg
komin, lítill hluti af flotanum var
kominn með dieselvélar, þær
flestar erft alla ókosti glóðar-
hausvélanna og sína eigin að
auki. Samt vildum við heldur
vera á bát sem var með dieselvél,
okkur fannst það meira í munni.
Við vissum heldur ekki að vélar-
hljóðið í gamla glóðarhausnum
fer ekki eins í sál mannanna.
Nú liðu dagarnir með ró og
spekt eins og eðlilegt var milli
vertíða; samt fann ég, að það var
eitthvað sem ég átti von á, en
væri rétt ókomið.
Ég sá að það voru fleiri, sem
haldnir voru einhverjum kynleg-
um óróa og gamall skipstj óri stóð
þarna oft tímum saman hvessti
sjónina út yfir sundið en sagði
ekki orð. Eitt sinn gekk ég til
hans og spurði: Hvað sérðu? Það
rumdi í honum, svo leit hann
þögull á mig, gekk svo þegj-
andi í burtu, en ég stóð eftir eins
og álfur úr hól.
Svo breyttist þessi kynlegi ór-
ói sem var í öllum og varð að
lágværu hvísli, sem barst um
flotann án þess að nokkur greindi
orðaskil, og það barst bát frá
báti eins og bárurnar á höfninni.
Sjómennirnir urðu hvatlegri í
herðum og athyglin leyndi sér
ekki í svipnum, samt vissi eng-
inn í raun og veru neitt.
Þarna komu þeir niður göt-
una, hann Nikulás á Haukanes-
inu og Guðmundur, Þeir voru
báðir kunnir að því að vera á-
gengir við Hraunið án þess að
rífa. Þeir vissu ekkert frekar en
aðrir og þegar ég fór heim um
kvöldið hófust og hnigu bátarn-
ir við bryggjurnar eftir öldufall-
inu.
Þegar ég kom vestur á Granda
morguninn eftir var allt breytt,
VlKINGUR
226