Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 30
Rólegheita mynd frá Reykjavík. Minjar síldveiðanna á Faxaflóasvæðinu sjást í rismiklum byggingum Faxaverksmiðjunnar, sem ullum síldararði næsta árs átti að bjarga. innar. Ég stóð við dýptarmæl- inn, botnlínan var hrein. Þegar myrkrið var skollið á, fóru að koma punktar á mælinn, sem svo hækkuðu og dökknuðu og urðu fyrirferðameiri. Síldin var að koma upp. Flotinn beið í of- væni. Þá var það, að einn stóðst ekki lengur mátið og lét það fara, þá var teningunum kastað og alls- staðar gall við, það stóra orð, „LAGÓ“ og þar með hófst sami darraðardansinn og nóttina áður, fjörðurinn kvað við af vélaskell- um og hrópum fiskimannanna. En það var sama sagan hjá okk- ur með nótarbleðilinn. Við köst- uðum alla nóttina og urðum þreyttir og vonsviknir. Undir morguninn hittum við á torfu, sem stóð grynnra en áður og enn var kastað. Þar var hún inni, þreytan gleymdist og þcgar búið var að háfa reyndist vera komið hálffermi, svo var kastað aftur. Það var búmm. Þá var farið að birta og síldin að leggjast á botninn, við bjuggumst til heim- ferðar í skyndi. Það var svo sem ekki nein sér- stök ánægja að koma með hálf- fermi, en hvað um það, við vor- um búnir að fara reynslutúrinn og við þurftum að láta lagfæra ýmislegt sem aflaga hafði farið. Að áliðnum morgni lögðumst við upp að gömlu verbúðabryggjun- um, útgerðarmaðurinn kom um borð hann var ekki sérlega á- nægður með aflann. Undirniðri fannst mér hann ekki eiga betra skilið. Dagurinn fór í viðgerðir og lagfæringar. Við fengum lönd- un um nóttina, það var landað í málum og sturtað á bíla. í lest- inni urðu menn heitir og sveitt- ir. Síídarlýsið smaug gegnum fötin svo að menn urðu illa til reika. Það var enginn vafi á því, við vorum komnir á síld. Það var búið að landa um morguninn og þvo bátinn og gera allt klárt fyr- ir túrinn. Við stungum okkur upp á Hafnarböðin, hann Bjartur lán- aði okkur fyrir baðinu, heldur en að láta okkur fara óþvegna út. Það voru því hreinir og sælir menn sem settust til borðs í henni Angel'íu um hádegið. Menn voru nú farnir að tala hispurs- laust hver við annan. Við létum úr höfn eftir hádegi, lónað var upp í Hvalfjörð og látið reka og beðið myrkurs. Bátarnir streymdu að. Islendingurinn renndi meðfram, þar höfðu faðir og nokkrir synir tekið sig til og smíðað hann í fjörunni fyrir neð- an húsið sitt og þama flaut hann, hár til endanna og rennilegur, emn af smiðunum var ennþá með hann, farsæll formaður. Þarna kom Jón á Drífunni, hún var gömul, með henni fór ég mína fyrstu sjóferð á fyrsta árinu, fór ég með henni á milli fjarða fyrir austan, þá var hún strandferða- skip. Því miður fór ég aldrei aðra sjóferð með Drífu-Bensa. Siglufjarðar-Geir stoppaði og lét reka. Líka hann, ég leit á Árna Hinriks, og hann sagði mér sög- una af því, þegar hann var tví- tugur, átti hann í þessum bát og byrjaði á honum formennsku. Þá var hann gerður út fyrir austan, sem seglskip, og hét Gerpir. Það hefur ekki verið minna virði fyr- ir Árna að stíga um borð sem skipstjóri á seglskipið Gerpi, en það er í dag fyrir unga menn að stíga upp á brúarvæng á þrjú hundruð tonna skip. Hver kom nú þarna í rökkrinu. Æ, það var hálfgerður flækingsfugl; sem flæktist hingað á stríðsárunum úr fjarlægðu landi, það var sem sé Frekjan, sem lónaði upp að síð- unni á okkur, hún var í raun og veru einn af Petsamó-förunum, hrörleg, en meðan gamli tréskór- inn var ennþá aftan á stýrishús- inu mundi ekkert verða að, hvorki skipi né skipshöfn. Myrkrið var að síga yfir og síldin að koma upp. 1 raun og veru varð aðgang- urinn aldrei meiri en þessa nótt, samt bætti það svolítið úr skák að menn höfðu haft rænu á að fara að koma upp ljósum í nóta- bátunum svo eyðileggingin varð minni fyrir vikið. Eg braut ekki nema einn bát um nóttina. Síld- ina frá Hafnarfirði, hún seig út í myrkrið með gapandi borðstokk, ég var í öngum mínum eftir at- burðinn. Við fengum enga síld, það var okkar þyngsta áhyggjuefni og eftir látlaus búmm alla nóttina, hinir bátarnir jusu upp síldinni 230 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.