Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 33
hundrað pund. Ég velti málinu fyrir mér dálitla stund og að lok- um afhenti ég Árna varaskrúfu- blaðið, það var nokkuð þungt. Það var rennt niður spotta og blaðið híft í honum upp á dekk, en ég hélt áfram vinnu minni. Ég skrúfaði tvo þrjá hringi í hvern smurkopp og tók fram sprautukönnuna og sprautaði á hæggenga fleti, sem ekki höfðu aðra smurningu. Mig var farið að langa í kaffi af þessu öllu saman og fór upp. Á lestarlúgunni var Árni að bjástra við varaskrúfublaðið, hann var búinn að festa við það snurpuhring og var að festa við það uppistöður. Svo reis hann á fætur, brostí ánægjulega og sagði: Nú komum við með síld í fyrramálið. Síðan fórum við í kaffi og Árni vermdi könnuna sína með stór- um frostbitnum höndum og brosti. Svo var slegið af, við vor- um komnir. Það var látið reka og beðið kvölds með óþreyju. Það var ennþá bjart þegar við byrjuðum að leita í dýpinu, að því er virtist tilgangslaust. Þó eftir vissum reglum, aftur og fram í dýpinu. Svo fór að húma. 1 stýrishúsinu var rökkvað. Mjór geisli féll á kompásinn, á stefn- una sem stýrið var, þetta augna- blik, vest suð vest. Það glórði í áhyggjufullt andlit mannsins sem rýndi á dýptarmælinn og það varð nornalegt eins og það vildi seiða fram mynd af fiskum hafs- ins, þarna á pappírinn. 1 ljósa- skiptunum kom hún eins og hendi væri veifað. Það var fleygt út tómri mjólkurdós þar sem hún steig bæst á mælinn. Svo var snúið við. Árni kallaði klárir, þreif varaskrúfublaðið léttilega, hljóp með það um borð í stjórn- borðsbátinn og lagði það niður, svo var sleppt, ég mjakaði Angi- líu frá, til þess að gefa þeim meira svigrúm, svo gall við skip- un, hörð og full af veiðiákafa, þóftubandið losnaði; framámenn- irnir ýttu bátunum í sundur, svo skullu árar í sjó og áfram mjök- uðust þessir stóru og þungu bát- VlKINGUK ar. Ég lét Angilíu renna með stjórnborðsbátnum, svo komu bátarnir saman, frammi í bak- borðsbátnum kom stroffan snöggt upp og skall yfir davíðuna á hin- um. Bátarnir voru örugglega fastir saman. Snurpulínan gekk frá manni til manns og fram í davíður, Árni greip varaskrúfu- blaðið, læsti snurpuhringnum ut- an um snurpulínuna fleygði því síðan í sjóinn. Vara skrúfublaðið rann eftir línunni að fyrsta hring og togaði hann með sér niður í djúpið, áfram þar til það stöðv- aðist með öllu. Þá var farið að snurpa og skrúfublaðið togaði nótina niður með þunga sínum. Ég lónaði einn hring meðfram korkinu, jú, þarna kitlaði hún hana í fiskivanginn og Árni byrj- aði að hala skrúfublaðið upp úr djúpinu með löngum togum. Um morguninn vorum við á leið til hafnar með fullfermi, okk- ur var létt í skapi og við vonuðum að vofa reiðuleysisins hefði yfir- gefið okkur. Við spjöhuðum um það, góð- látlegu gamni, að ekkert skip í flotanum ætti annan eins töfra- grip sem skrúfublaðið okkar. Þetta fór að ganga betur við fengum síld annað slagið, svo var nótt og nótt sem hún var erfiðari, þá var nótin of grunn, þrátt fyrir skrúfublaðið. Svo fór síldin að verða erfiðari, stygg og sumar nætur sást hún varla svo heitið gæti. Það var einn dag, er við vorum að landa, að einhver kynlegur órói hafði sezt að mér, einhver fyrir- boði, ég hafði svo sem fundið þetta áður og aldrei til góðs. Ég kveið fyrir næstu sjóferð, en þótt sjómenn séu hjátrúarfullir, þá fara þeir oftast það sem þeir þurfa að fara. Það var komið myrkur þegar við létum úr höfn, ljósin spegluðust í sjónum svo að það myndaðist eins og slikja, það var mér alltaf fyrirboði um stormhrynur næsta dags. Þegar við komum í Hvalfjörðinn var byrjað að kasta, sjórinn var eins og heiðartjörn. I fyrsta kastinu fengum við tvö til þrjú hundruð mál, svo var kastað aftur. Ég lét reka þarna utan við nótina, lá í stýrishúsglugganum. Nóttin var mánabjört. Ég naut lífsins eins og menn gera þegar allt gengur vel. Þá læddist inn í vitund mína fyrir- boði og nú var hann sterkari og varð svo augljós; þefur af heitum málmi, ég þurfti svo sem ekkert til að vita að vélin var að bræða úr sér. Ég fór niður og sló hendi á miðleguna, hún var sjóðandi, hún var að bræða úr höfuðl'egum. Ég fór í stýrishúsið og keyrði að stjórnborðs bátnum og spurði Árna hvort þeir væru með síld. Nei, það var þó lán í óláni, ég þurfti að stoppa, sagði ég við Árna og lét akkerið detta þegar ég var kominn nógu langt í burtu, því að ekki máttu þeir tína mér þarna í myrkrinu. Svo stoppaði ég vélina og lét akkerið falla. Svo fór ég niður, ljósin voru að verða brún, ég notaði síðustu glætuna til að finna vasaljósið. Ég fór að athuga aðstæður, það var svo sem ekkert að athuga, vél- in var úrbrædd og öruggast að fá annað skip til að draga okkur til hafnar. En meðfædd þrjózka varð þess valdandi að ég fór að fikta í þessu þarna í skímunni frá vasaljósinu, sneri smurappa- ratinu nokkra hringi. Jú, leiðsl- urnar að höfuðlegunum voru stíflaðar, jæja, það var í þeim óhreinindi sem gerðu þær óvirk- ar. Það heyrðist bátur skella á síðuna, síðan mannamál og fóta- tak á dekkinu, síðan var allt hljótt. Þeir höfðu farið frammí í kaffi. Svo kom Höskuldur, við hreins- uðum þetta upp í sameiningu og settum það saman og snerum smurkassanum, settum smur- þrýstinginn á legurnar á fullt og þetta var í lagi, en vélin var úr- brædd. Ég tók kjörjárnið og sneri vélinni; hún hafði ekki fest sig á legunum, ég ákvað að snerta ekki meira við henni fyrr en hún væri orðin köld. Svo biðum við þess að hún kólnaði og fórum í kaffi. Ég sagði Árna hvernig komið 233

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.