Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Side 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Side 28
skutum við loftinu á hana, en hún hreyfðist ekki. Það heyrðist eins og hviss þegar loftið lak niður með stimplunum, það voru allir hringir fastir og óþéttir. Það var farið upp í Isaga og náð í loft, og meira loft og loks eftir margvíslega meðhöndlun með efni, sem við kölluðum grænolíu, þá loksins fór hún í gang, og vélarskellirnir frá henni Angelíu lömdu Kleppsvíkina með þungum dyn. Ég hafði lítið látið sjá mig ofandekks á meðan á þessu stóð og nú fór ég til skipsstjórans og sagði honum, að nú gætum við reynt að koma þessu inn til Reykjavíkur. Á.rni Hinriksson seig inn í stýnshúsið, hár og herðibreiður, opnaði gluggann og lagði hendi sína á stýrishjólið, brúnaþungur, augun hvöss og stingandi. Seinna þegar ég hafði kynnst honum betur, spurði ég sjálfan mig hvers vegna mér hafði fundist hann svo harðlegur yfirlitum. Þá sá ég ekkert nema góðvildina, sem var svo einkennandi fyrir hann og birtist í hverjum drætti andlitsins. Við slepptum baujunni og ég skipti vélinni áfram og kúplaði að, seildist í olíugjöfina og jók ferðina, vélarhljóðið varð skarp- ara og hraðara og Angelía ösl- aði út víkina; ég vissi að hún hafði verið keyrð allt að fjórtán mílur. Hún var líka í sænsku strandgæslunni í dentíð. I vélarúminu var gamla Skand- ian aftur farin að gegna hlut- verki sínu og það vældi í óþéttum loftventlum. Við náðum sundinu, beygðum inn á milli garðanna og lögðumst vestur við Grandann. Toggi tók verkfærin sín og fór alfarinn. Árni Hinriksson sagði mér að búið væri að auglýsa eftir mann- skap og búið að ráða. I fyrra- málið byrjuðu þeir að vinna, og þar sem síldardekkið væri ennþá uppstillt síðan um sumarið, þá væri það ekki nema nótin og bát- arnir. Kannski kláraðist það á morgun. Þá yrði hægt að lögskrá næsta dag og fara svo að kveldi. 228 Ámi gekk hratt upp Grandann og hvarf fyrir hornið á Kaffi- vagninum. Ég fór niður í vél og hélt áfram athugunum mínum, ég fékk mér sæti á bekknum niðri í vél. Ahgelía var engan veginn sjófær það mundi vera mánaðar- vinna að taka allt í gegn. Vélin var óþétt og margt úr sér gengið. Ljósatæknin var einn dýnamór við aðalvélina og geymar sem voru útdauðir tíu mínútum eftir að vélin var stöðvuð. Þar með ríkti myrkur á skútunni. En síldin beið upp í Hvalfirði, og enginn átti víst að hún biði lengi. Það var enginn tími til að gera neitt, annað hvort að fara eða vera. Ég var kominn of langt til þess að snúa við. Ég mundi sjá fyrir endann á þessu, hver svo sem hann yrði. Það sögðu líka allir að þetta væri engin sjósókn; svona rétt eins og að fara út í bæjardyrnar að kveldi dags, en ég hafði lesið það í gömlum bók- um og kannski vissi ég það áður, að það var ekki alltaf logn í Hvalfirðinum. Það höfðu víst farizt menn undir Kjalarnes- töngum. Ég reis upp, stoppaði vélina og gekk frá öllu, það pass- aði, þá voru ljósin orðin dauf, ég slökkti og fór í land. Við efstu bryggjuna hjá Kaffi- vagninum, var síldarbátur að leggjast að, hann var þrauthlað- inn, en bar sig vel með hvalbak, brú, bátapall og báta í davíðum. Díselvélarhljóðið skar sig úr í kvöldkyrrðinni. Þetta var nýi tíminn, fallegur bátur Andvari og sjómennirnir settu fast með hörðum og snörum handtökum. Ég kom við í „Vagninum“ og fékk mér kaffi. Einnig þar hafði síldin haft sín áhrif; birgðir sem hefðu enzt lengi í rólegheitunum, þær hurfu um daginn eins og dögg fyrir sólu, svo var sótt meira. Stúlkan í „Vagninum" var úrvinda af þreytu og það var síldarhreistur á gólfinu. Þegar ég kom fyrir hornið á fiskiðjuverinu morguninn eftir, sá ég strax að eitthvað var að, þama við bryggjuna, þar sem Andvari lá kvöldið áður, þar var nú enginn bátur aðeins stórvaxið fuglager. Nokkrir menn stóðu á bryggjunni og horfðu ofan í djúp- ið. Andvari hafði sokkið um nóttina, síldin flaut um allt og skipshöfnin stóð hnípin á bryggj- unni og horfði á brúarvænginn, sem stóð upp úr. Æ, ósköp voru þeir eitthvað andvaralausir. Ég hélt áfram. Árni var kominn um borð og eitthvað af mönnunum. Ég fór ofan í vélarúm og tók að bjástra við óþétta loka. Það var komið fram undir há- degi þegar þeir komu með bátana, stóra þunga nótabáta af einhverj- um togara, þeir höfðu staðið uppi í porti hjá Alliance, enginn vissi hve lengi, en af gróðrinum í botn- inum á þeim mátti sjá að það var orðin nokkuð langt og nú flutu þeir þarna. Síldarbátarnir voru að tínast inn fram undir hádegi, drekkhlaðnir eftir góða nótt í Hvalfirðinum og þeir voru komn- ir með kranabíla og allskonar út- búnað á bryggjuna, þar sem And- vari hafði sokkið. Það þurfti ekki að gá, hann var dæmdur úr leik. Eftir hádegi fóru þeir að sækja nótina og um kvöldið voru þeir búnir að ganga frá henni í bát- unum. Það var lítið gagn 1 henni og ekki var hún fyrirferðamikil í þessum stóru bátum, mér leizt ekki á þetta dót; hvað vissi ég um það? Aldrei hafði ég verið á vetrarsíldveiðum í Hvalfirðinum, þetta var kannski það sem pass- aði þar. Við vorum lögskráðir morgun- inn eftir, ég var síðbúinn og sá eftir hinum upp hjá Fiskiðjunni. Þegar ég kom upp á bryggjuna, rölti ég í hægðum mínum austur eftir, mér fannst alltaf eitthvað við þessa lögskráningu, ekki eins og gifting, en þó eitthvað í þá áttina. Vorum við ekki dæmdir til að vinna saman einhvern tíma og mundum við ekki þola saman súrt og sætt og í sveita okkar andlits mundum við brauðs okkar neyta. Við mundum umbera skap- lyndi hvers annars og það var rétt einstaka sinnum, ef einhver VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.