Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 15
Út á sjó aftur og sjóræningja- starfið hélt áfram. Við Harbour- eyju sigldu þeir gegnum þröngan flóa og rændu sjö fiskiskip farmi þeirra. Á ströndinni stóðu íbúar eyjarinnar og horfðu hjálpar- vana á. Anna og María stjórn- uðu yfirferðunum í skipin. Næst var stöðvað í Hispanola, þar sem sjóræningjarnir réðust á tvö kaupskip og rændu farmi þeirra. Einnig þar vöru hinar tvær dul- búnu konur í fararbroddi. Að lokum var komið til Ja- maica, þar sem var ráðist á skútu, seglbát og Skjaldbökuveiðimann út af Negril Point. 1 október, árið 1720, yfirtóku þau verzlunarbarkskip hlaðið rommi, en það varð banabiti þeirra. Rétt begar Jack var að sam- hæfa kór í lestinni með öllum þeim mönnum, sem ekki voru þeg- ar sofnaðir, kom herskip að þeim, og nú voru það aðeins Anna og María, sem gátu miðað byssun- um. Hinir voru allir yfir sig drukknir. Sjóræningjarnir reyndu að komast undan, en þeir voru svo ringlaðir, að þeir tóku skakka stefnu. Innan klukkustundar höfðu herskipamennirnir komizt um borð í sjóræningjaskipið og rek- ið skipverja undir þiljur. Þegar bardaganum lauk voru aðeins á þilfari tveir sjóræningjar, sem börðust heiftarlega með sverðum sínum um leið og þeir hvöttu sína menn undir þiljum að koma upp og berjast. Þetta voru kynsyst- urnar Anna og María. Það varð að gera fjöldaárás til að yfirvinna þær. Dómstóll dæmdi alla til heng- ingar, nema önnu og Maríu, af því að þær voru konur og auk þess vanfærar. Seinna, þegar Jack dróst aumlega að hengingargálg- anum, kallaði Anna utan úr áhorfendafjöldanum: „Ef þið hefðuð barizt eins og menn, hefð- uð þið ekki verið hengdir eins og hundar". María dó í fangelsi úr hitasótt, áður en hún átti barn sitt. Einu sinni kom maður í heimsókn til hennar í fangelsið og spurði hvort hún sæi ekki eftir að hafa lifað því lífi, sem aðeins leiddi til snörunnar. Hún svaraði, að sérhver sjóræningi, sem væri verður sverðs síns kærði sig ekk- ert um að láta breyta dauðarefs- ingunni. Ef ekki af ótta við böð- ulinn, myndi sérhver sjómanns- væfla snúa sér að sjóránum, og þannig eyðileggja atvinnuveg fagmannanna. Örlög önnu eru ókunn. Henni var sleppt úr fangelsi fyrir áhrif yfirvalda á Jamaica, sem höfðu verið vinir föður hennar í South Carolina. En hvað svo varð af henni og barni hennar er hulin ráðgáta. Þótt Anna og María væru svona blóðþyrstar eins og raun bar vitni, voru þær þó ekkert í samanburði við Catalinu de Eranzo, sem var sjóræningi snemma á 17. öld. Þessi spillta stúlka var dóttir tigins spánsks yfirstéttai’manns. Hún var gáfuð rauðhærð fegurðardís og lærði af bróður sínum, sem hún dáði mjög, að ríða, sigla, skjóta og berjast með sverði betur en flestir karl- menn. En stjúpmóður hennar þótti nóg um og neyddi hana til að ganga í klaustur. En bæna- hald klaustursins átti ekki við Catalínu. Hún ldippti hár sitt eins og karlmaður, klæddist karl- mannsbuxum og strauk síðan yfir klaustursvegginn um nótt. Síðan hélt hún til Pyreneafjalla og gekk í fylkingu smygglara og misindis- manna. Henni geðjaðist að sínu nýja hlutverki, en dag nokkurn komst einn félagi hennar að því að hún var kona. Næstu nótt stakk hún hann til bana, meðan hann svaf, og flýði til strandar. Nú kom kennsla bróður henn- ar í sjómennsku sér vel. Hún réði sig sem stýrimann um borð í spánskt skip, sem fara átti til Brasilíu. Á leiðinni var gerð upp- reisn. Hin metnaðargjarna Cata- lina sá möguleika til frama og skaut skipstjórann í höfuðuð og tók stöðu hans. En skipið sökk út af Lima í Perú. Catalina bjarg- aðist örugglega á land en lenti í höndum tveggja bófa, sem ákváðu að ræna hana peningum hennar, en Catalina var ekki alveg á því og stakk þá báða til bana. Catalina lenti svo í fangelsi. Með brögðum tókst henni að koma sér í mjúkinn hjá dóttur fanga- varðarins og þau komu sér saman um að eigast. Síðan komst Cata- lina út og skildi brúði sína eina eftir yfir brúðkaupsmatnum. Næst hitti Catalina bróður sinn Micael, sem var yfirmaður fót- gönguliðs. Hana langaði til að af- hjúpa sjálfa sig, en þorði ekki, þar sem það gæti haft slæmar af- leiðingar fyrir bróður hennar, ef upp kæmist að hann hefði ráðið til sín strokumann. Þess í stað sameinaðist hún herdeild Micha- els og barðist þar óþekkt í þrjú ár. Dag nokkurn lenti Catalina í orðasennu við foringja og drap hann í einvígi. Þegar hún kom aftur frá ein- víginu, var hún dæmd af vini dauða mannsins í myrkvunar- fangelsi. En litla, rauða rósin gerði sér lítið fyrir og kom hon- um einnig fyrir kattarnef. Síð- asta fórnardýr hennar reyndist vera hinn elskaði bróðir, Michael. Catalina varð harmþrungin af sorg. Á svona augnabliki hefðu flestar stúlkur gert iðrun og far- ið í klaustur. En Catalina þekkti klausturslífið. Hún yfirgaf her- inn og réði sig stýrimann á sjó- ræningjaskip. Nokkru síðar var skipstjórinn drepinn af samsæris- mönnum. Catalina tók við stjórn- inni og sigldi um langan tíma hnuplandi, sökkvandi skipum, drepandi og útbreiddi ótta með- fram strönd Suður-Ameríku. Að lokum náðist hún og var dæmd til hengingar af samlönd- um sínum. Á síðustu stundu var hún sýknuð, þegar hún sannaði, að hún hafði aðeins ráðist á ensk og frönsk skip. Hún hafði aldrei gert spönskum skipum mein, og meira að segja oft aðstoðað þau, þegar hún varð vör við árás á þau. Hin stórkostlega frásaga af þessari höfðinglegu fegurðardís, VÍKINGUR 215

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.