Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Side 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Side 14
nafn þessa hrausta sj ómanns var María. Uppeldi Maríu Reads var á margan hátt líkt uppeldi önnu, en þó enn undarlegra. Móðir hennar hafði orðið ekkja eftir sjó- mann og áttu þau einn dreng. Stuttu síðar varð hún vanfær aft- ur og fluttist frá London upp í sveit til að leyna nágrönnum sín- um ástandi þessu. Rétt áður en María fæddist, dó sonurinn. Son- urinn var í miklu uppáhaldi hjá föðurömmu sinni og það gaf móð- ur Maríu góða hugmynd. Hún dulbjó sína óskilgetnu dóttur sem dreng og sneri heim til Lund- una til að búa hjá tengdamóður sinni, þar sem dóttirin var látin gegna hlutverki hins dána drengs. Amman dó, án þess að komast að hinu sanna. Síðar var María leigð ríkum nágranna sem hjálpardrengur. Hún fékk mikinn áhuga á djörf- um leikjum og dróst að sjávar- strönd Lundúna. Dag nokkurn var hún ráðin sem vikadrengur um borð í herskip. Þegar hún var orðin leið á starfinu yfirgaf hún skipið. Hún hélt til Flæmingja- lands og innritaðist í herinn. Fljótlega ávann hún sér lof for- ingja sinni íyrir góða frammi- stöðu í orrustum. Að lokum varð hún ástfangin af einum stríðsfélaga sínum og upplýsti hann um hver hún væri. Þegar baráttunni lauk hurfu þau úr hernum, giftu sig og starf- ræktu gistihús í nánd við höfuð- stöðvar hersins í Breda. Rekstur- inn gekk vel þar til eiginmaður- inn veiktist og dó. Friður var saminn nokkru síðar og hermenn- irnir fóru heim til Englands, en þar með hurfu viðskiptavinir gistihússins. Eftir að hafa íhugað málin gaumgæfilega dulbjó María sig á ný í karlmannsgervi og fór til Hollands, þar sem hún innritað- ist í herinn. En fyrir konu eins og Maríu var hermennska á friðar tíma leiðigjarnt starf. Strax og samningur hennar rann út réði hún sig á skip, sem fór til Vestur- Indía, eftirvæntingarfull að sjá hvað hinn nýi heimur byði upp á. Hún varð fljót að kynnast því. Á leiðinni yfir hafið réðust sjó- ræningjar á skipið og yfirtóku það. — Þegar sjóræningjarnir neyddu hana til að ganga í lið með sér, tókst henni að leyna kynferði sínu á sama hátt og tek- izt hafði fyrir hollenzku sjómönn- unum, sem hún hafði siglt með. Að lokum fréttu sjóræningjarnir af tilboði stjórnvalda um upp- gjöf saka. Sigldu bá sjóræningj- arnir í höfn í New Providence til að taka við náðuninni, nákvæm- lega á sama hátt og Jack og Anna höfðu gert. Maríu fannst hið heiðarlega líferni í New Providence leiði- gjarnt og óþolandi. Hún réði sig því um borð í sama skipið og Anna. Tók þátt í uppreisninni og þannig mættust tveir aðilar, sem voru líkari hvor öðrum en nokkur annar. Þessar tvær vatnaliljur börðust saman, myrtu sameiginlega og hræddu Jack. Hann var orðinn aðeins skuggi af því, sem áður var. Að mestu leyti hélt hann sig í klefa sínum og þjóraði romm. En nú hafði María orðið ást- fangin í einum félaga sínum. Hún sagði honum leyndarmál sitt og þau ákváðu að ganga í hjónaband, þegar þau kæmu í land. Allt gekk vel þar til unnusti Maríu lenti í orðaskaki við stýri- mann, sem hafði í flimtingum hið nána samband hans við Maríu, sem enn dulbjóst sem karlmaður. Endirinn á þessu varð áskor- un til einvígis. En nú gekk María fram, þar sem hún vissi að and- stæðingur vinar síns, var mjög fær að fara með byssu og sverð. Hún gerði hann reiðan með um- ræðum og skoraði hann á hólm til að berjast við sig. Andstæðingarnir mættust uppi á ströndinni með pístólu og sverð í hendi. Bæði misstu marks með einskotabyssum sínum og þau drógu úr slíðrum sverðin. Eftir langan bardaga stakk María manninn í gegn og hann féll dauður niður. Ásjáandi að öllu þessu hlýtur unnustinn að hafa hugsað til þess með hryllingi, hvernig hjónaband yrði með Maríu. Hann ákvað þegar að kynnast því aldrei.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.