Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 27
þetta lágværa hvísl var orðið að háværu hrópi. SlLD, það var komin síld í HVALFJÖRÐINN. Einn bátur hafði farið uppeftir um nóttina og var nú kominn „aftur með fullfermi!“ Síld! það var komin síld. Og nú voru sjó- mennirnir, sem heyrðu til róleg- heitunum daginn áður, á harða- hlaupum; vélarnar í bátunum voru í gangi og þeyttu reykjar- gusum yfir Grandann, sumir höfðu aðkúppl'að og skrúfusjór- inn náði alveg yfir í Þanghafið. Nú var að hefjast handa við að bera um borð síldardraslið sem við höfðum fleygt af hendi um haustið og kom ekki allt með góðum skilum. Þá var farið í næstu hrúgu og tekið það sem vantaði, en er það kom um borð passaði það ekki, það var af öðr- um bát, svo að kannski sló í rimrnu, en hver mátti vera að því að standa í rifrildi allan dag- inn, menn voru að fara á síld. Þeir, sem harðfengastir voru og áttu draslið í lagi, komust út fyrir kvöldið voru með fulla báta að morgni, og þá jókst hama- gangurinn um allan helming. Ég lenti utan við öll þessi læti, ég var líka plásslaus, drakk því einn kaffið í kaffivagninum, það gerði nú ekkert til, því að stúlkan í kaffivagninum var góður kunn- ingi minn. En þetta dugði nú ekki, maður varð að ná í pláss og taka þátt í ævintýrinu. Mér höfðu að vísu boðist hásetapláss um daginn, en ég vildi heldur hinkra, í von um vélstjórapláss, og þegar ég hafði lokið við kaffið mitt, hélt ég upp Grandann og austur Mýr- argötuna. Eg ætlaði austur á Gömlu Ver- búðarbryggjuna til þess að sjá hvort hamagangurinn væri eins mikill þar, en þegar ég kom vestur hjá Slippnum kallaði Ingi- mar vinur minn á mig, hann stóð í Smiðjudyrunum sínum breiður og brosandi, hann var vanur að beygja járn á hálsinum á sér, þegar vel lá á honum. Hann spurði mig hvort ég væri nokkuð að gera. Nei, svaraði ég. VlKINGUR Ég er ekkert að gera. Þá skrepp- um við á Skeifuna, sagði hann, ég þarf að tala við þig. Og við fór- um á Skeifuna, fengum okkur kaffi og settumst fram við dyr. Inni í horninu, vorum fastagestir eins og riddarar hinnar gullnu reglu kringum kringlótta borðið hans Artúrs konungs. Ingimar tjáði mér, að hann ynni mikið fyrir eitt fyrirtæki i bænum og hefði við það skyldum að gegna; nú hefðu þeir beðið sig að útvega sér vélstjóra á fimmtíu tonna bát, sem þeir ættu. Hvort ég hefði áhuga? Af því að þetta féll nú í raun og veru saman við áætíunina hjá mér, þá fór ég að hugsa málið og spyrja nánar; jú, báturinn hafði komið af síldveiðum seint um sumarið og verið settur upp í Bátanaust. Vélstjórinn hafði stoppað vélina og farið sína leið, sjálfsagt frelsinu feginn. Síðan hafði enginn komið þarna, þar mundi því ekkert vera í lagi, og mér hraus hugur við að taka nú þetta drasl athuga- semdalaust og fara á veiðar. Samt varð það nú úr, að ég neitaði ekki og lofaði að athuga málið. Ingimar sagði að bezt væri að ég færi inn í Bátanaust og skoðaði draslið, þá gæti ég líka hitt skipstjórann, hann væri byrjaður að vinna við bátinn. Við kláruðum kaffið okkar og fórum út af Skeifunni. Ég leit á hópinn í horninu þegar ég fór út, þeir voru að taka upp flösku. Við fórum inn í Bátanaust, ég stoppaði í Slippnum og horfði á fleytuna, skrokkurinn var hár og rennilegur. Jú, ég kannaðist við gripinn, við gengum að stig- anum sem náði frá jörð og upp á dekkið og fórum um borð. Við spilið stóð maður eitthvað á sex- tugsaldri, hann var svo hár að hann sýndist grannur. Þegar ég athugaði hann nánar sá ég, að hann var herðabreiðari en flest- ir aðrir, lítið eitt lotinn, andlitið stórskorið, augun hvöss og sting- andi undir loðnum brúnum. Mér varð órótt og leið illa undir augnaráði hans. Þetta var skipstjórinn, heljar- mennið Árni Hinriksson. Ég hristi af mér augnaráð hans, við heilsuðumst og tókum tal saman, og eftir dálitlar sam- ræður réði ég mig án þess að líta niður í vélarrúm. Að því loknu tók ég ofan af „skæl'ettinu" og fór niður í vélarrúm. Þegar ég opnaði lúguna streymdi á móti mér ískalt og saggarfult loftið. Ég beit á jaxlinn og hélt áfram, kom í hálf rokkið vélarrúmið. Já ekki var það snyrtilegt, ég tók törnpinna og stakk honum í gat í svinghjólinu og kippti í. Það var eins og mig grunaði, vélin var föst. Ég Iét törnjárnið aftur á sinn stað og fór upp á dekk, nú hafði Ingimar vinur minn lokið hlutverki sínu í ævintýrinu og vildi fara. Ég fór með honum, ætlaði heim og hafa fataskipti. „Mér lízt ekki á þetta“, sagði ég „það verður erfitt.“ Það varð úr, að Ingimar lánaði mér mann úr smiðjunni, þar til vélarafmánið væri komið í gang. Klukkan fjögur um daginn byrj- uðum við Toggi í smiðjunni að liðka vélina. Við strituðum kvöld- ið og alla nóttina. Togga lá ekki sem bezt orð til þessa kalda og stirða vélarklumps, sem við vor- um að reyna að gæða einhverju lífi. Um morguninn var allt orðið fellt og smel'lt; vélin snerist und- an minnsta átaki á törnjárninu. Á flóðinu átti að setja bátinn niður og leggja honum við bauju á víkinni. Þá mundi verða gerð úrslitatilraun með það, hvort vél- in færi í gang. Flöðið var ekki fyrr en klukkan tvö svo að við Toggi fórum heim og lögðum okkur. Klukkan var orðin fjögur þeg- ar við Toggi komum aftur inn í Bátanaust, þá flaut Angilía við bólið sitt á Kleppsvíkinni og brjóstin hennar minntu á svan. Við Toggi rerum um borð með fullan kút af lofti frá ísaga, drösluðum honum niður í vélar- rúm tengdum hann við vélina og undirbjuggum allt undir gang- setninguna. Þegar allt var tilbúið, 227

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.