Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Side 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Side 38
inda, sem þeir verða að sýna téð- um konungi í áreiðanlegu og samanbornu afriti, sem og að biðja um staðfestingu, sem þeim verði veitt.“ Eftir þessu verður ekki um það deilt, fyrst sérréttindi Kristófers III og þeirra konunga, sem komu á eftir honum, liggja til grund- vallar öllum þeim fríðindum og forréttindum, er Spire-samning- urinn veitir, að alltaf þegar út- víkkun eða takmörkun téðra fríð- inda ber á góma, skal ákvæði greindra sérréttinda skera úr um það. Nú, þar sem í þeim er afdrátt- arlaust bann við því að nálgast strendur Islands, er augljóst, að Hollendingar hafa öðlazt víðtæk- ari rétt með Spire-samningn- um; þessi samningur hefur ver- ið staðfestur síðan í öllum samn- ingum, jafnvel með samþykki stéttaþingmanna. Þar af leið- ir, að þegnum þeirra er alltaf bannað að nálgast strendur Is- lands. Það er ekki vel skiljanlegt hvað stéttaþingmennirnir vilja sanna með því að bera fyrir sig það, sem krafizt var í stórum dráttum í Spire-samningnum, þar sem almenn veiting til sigl- inga og verzlunar í Norðurhaf- inu hefur verið skýrð og afmörk- uð með viðbótarákvæðum í grein XIII: allt þetta samkvæmt á- kvæðum téðra sérréttinda. Það er því enginn vafi á, að Kristófer konungur III, Kristján I, Jó- hann og Kristján II hafa í trausti gefinna sérréttinda veitt Hol- lendingum frelsi til að sigla og verzla í Norðurhafinu, þó að því undanskildu að nálgast ekki strendur Islands, úr því að alltaf þegar raunverulegan skilning á sérréttindum ber á góma er þeim, sem veitti þau, einum heimilt að skýra þau, og öll önnur túlkun honum til tjóns er ótæk. Samkvæmt því, sem hér er sagt, er önnur röksemdin, sem stéttaþingmennirnir leiða fram, ekki aðeins orðin að engu, heldur er hún andstæð kröfu þeirri, sem þeir ætluðu að reisa hana á. Áður en könnuð verður þriðja rök- semdin, er stéttaþingmennirnir reisa gegn réttindum H.H., ber að vekja athygli á því hér, að auk þess óréttlætis, er felst í athöfn þeirra, er þar ennfremur ómann- leiki. Lega, íslands er alkunn. Hið kalda loftslag gefur jarðyrkju- manninum ekkert svigrúm og íbúarnir hafa ekkert að grípa til sér til lífsviðurværis, nema fisk- veiðanna. Þeir hafa eingöngu litla báta, sem þeir hætta sér ekki á langt út á hafið, og mættu þeir ekki treysta því, að þeir hefðu einir not þessa litla fjög- urra mílna svæðis, heldur yrðu þeir að vera þar innan um út- lendinga og jafnvel sæta því að verða reknir þaðan með valdi, eins og hollenzku fiskimennirnir höfðu mjög oft gert á hinn ó- mannúðlegasta hátt, þá ættu landsmenn á hættu að deyja úr hungri. Af þeirri ástæðu hefur veiði með ströndum fram verið bönnuð frá upphafi vega, og hafði Kristján konungur IV á- kveðið breidd svæðisins átta míl- ur, því næst sex mílur, og loks álcvað Kristján V árið 1862, að breiddin skyldi vera fjórar mil- ur.1) Því hefur veiði alltaf verið bönnuð, jafnvel öðrum þegnum konungs innan takmarkaðrar fjarlægðar. Mesta hylli, sem er- lend þjóð getur farið fram á og krafizt sér til handa, er að farið sé með hana eins og innfædda. Stéttaþingmennirnir hafa aldrei beðið um eða fengið annað fyrir þegna sína í hagstæðustu samn- ingunum er voru til áður; og nú, þegar samningar þessir fóru úr gildi fyrir 20 árum og þegnar þeirra hafa aðeins haft stopul not af svo mörgum sérréttindum og fríðindum í konungdæmum og ríkjum H.H., þá ætlast þeir til að betur sé gert við þá en innfædda. !) Líkur eru fyrir því, að hér hafi verið um norskar mílur að ræða, ein norsk míla = 6 sjóm. Þetta er seinni klausan, sem birtist í dokt- orsritg'. minni: Landhelgi Islands. Sérhver hlýtur að játa, að kröfur þessar gangi fulllangt. Hvað snertir þriðju röksemd- ina, sem stéttaþingmennirnir vilja reisa á svokallaðri eign, þá hafa þeir vafalaust sjálfir viður- kennt veikleika hennar, þar sem þeir standa lítt á henni. Laumu- verk, er hefur verið hrundið og refsað fyrir, hvenær sem for- sprakkar þeirra hafa fundizt og verið teknir, óréttmæt og órök- studd andstaða geta vel raskað rétti annars, en geta ekki veitt eignartilkall. Enn segir í orð- sendingunni, sem er nýbúið að kanna, að samtímis því, að tak- an fór fram í fyrra, hafi öðrum þjóðum verið leyft að veiða óá- reittum á bannsvæðunum. Fyrir- mælin, sem yfirliðsforingi frei- gátunnar fékk þar um, voru það nákvæm og framburður allrar á- hafnarinnar svo samhljóma, að H.H. mótmælir þessu í annað sinn. í ljósi þessa réttar og þessa máls, varð undrun Hans Hátign- ar ákaflega mikil, er hann frétti af orðsendingu afhentri 26. júní síðastliðinn af sendiherra Stéttaþingsins um hina fljót- færnislegu ákvörðun, er þeir tóku um að senda tvö herskip í norðurátt til verndar skipum þegna lýðveldisins við réttlaus brot þeirra. Eftir þessa móðg- andi málaleitan er óþarft að ræða tillöguna, sem orðsending- in fi’á 1. maí síðastliðnum felur í sér; H.H. á ekki annað eftir en gera þær ráðstafanir sem virðing krúnu hans og vörn rétt- inda hans krefjast. Þessum hótunum fylgdi þó enginn fjandskapur. Látið var nægja að skiptast á föngum, án þess þó að danska stjórnin léti skila aftur hinum sex teknu skip- um, eða bæta tjón eigenda þeirra, er þeir höfðu beðið; og þótt stéttaþingmennirnir létu árið 1748 búa tvö herskip til að vernda verzlun þegna sinna á þessum slóðum getum vér ekki VlKINGUR 238

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.