Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 37
ar konungl'egu hátignar Dan- merkur og Noregs að sigla norð- ur fyrir Norðurland." Þannig verður sú mótbára, er stétta- þingmennirnir taka úr þessari röksemd, að engu, hvernig sem á hana er litið. Fyrsta röksemdin, sem stétta- þingmennirnir koma með gegn rétti H.H., er tekin af frelsi á hafinu og til veiða, sem eiga að vera öllum heimilar. Það sem rætt er um, að beri á góma um þetta efni með Iærðum mönnum, er frekar um úthafið en höf, er liggja að ströndum konungdæmis eða ríkis, og hentar betur vanga- veltum á skólabekk en að vera regla til úrskurðar í deilum, sem geta komið upp í þessu tilefni milli þjóðhöfðingja. Þessi rök mega sín einskis, með því að reynsla meðal allra þjóða og samþykki nálega allrar Evrópu sýna og sanna, að réttmæt eign hefur í för með sér sömu borg- aralegu réttindi á hafinu og hún hefur í öðrum hlutum sem maður á með rétti. Meðal þeirra réttinda, sem leiðir af réttmætri eign, er ein helzta vafalaust sú heimild að á- skilja okkur einokun á þeim hlut, er við eigum, eða breyta eða tak- marka notkun hans við þá, sem við leyfum að nota hann með okkur. Konungar Danmerkur, Noregs o.s.frv. hafa notið frá ómunatíð fullra afleiðinga af réttmætri eign í Norðurhafinu. Þær tilskip- anir, er hafa komið út öðru hvoru viðvíkjandi þessu og banna sigl- ingu til eyja Islands, Færeyja og annarra svæða án leyfis konungs, sanna það. Þessar tilskipanir eru ekki gefnar út leynilega; þær hafa ekki aðeins verið birtar í ríkjum undir yfirráðum konungs Danmerkur, Noregs o.s.frv. held- ur sendar og látnar í té öllum veldum Evrópu, er áttu þegna er voru vanir að sigla og verzla við norðlægar strendur; án þess að til komi andstaða eða mótmæli gegn þeim, hafa konungar Eng- lands þvert á móti í kjölfar þess- ara tilskipana látið þráfaldlega VlKINGUR banna þegnum sínum að venja komur sínar til Norðurhafsins öðruvísi en mælt er fyrir í til- skipunum konunga Danmerkur; skjöl sýna þess dæmi að erlendir þegnar hafi með vitund og sam- þykki þjóðhöfðingja sinna sótt um sérréttindi til að fá að stunda veiðar á þessu hafi, og að hirðir þeirra hafa jafnvel skorizt í mál- ið til þess að þeir næðu þeim. I hvert skipti sem erlendur þegn hefur verið staðinn að því að brjóta gegn þessum tilskipun- um, hefur hann verið tekinn og dæmdur af dómstólum landsins, samkvæmt lögum, og slíkir dóm- ar hafa verið kveðnir upp og framkvæmdir í stórum stíl gegn frönskum, enskum og hollenzkum þegnum. Þegar stéttaþingmenn- irnir voru sjálfir valdir til að gera út um deilu, er kom upp við þetta tækifæri milli konungs Danmerkur og konungs Frakk- lands, úrskurðuðu þeir að tvö frönsk skip, er þá var um að ræða, hefðu með réttu verið gerð upptæk fyrir að hafa veitt á bannsvæðunum. Annar hluti raka þeirra, sem stéttaþingmenn nota, sem sé frelsi til fiskveiða á úthafinu, er ekki betur rökstuddur en sá hlut- inn er þeir tóku úr frelsinu á hafinu. Þar sem réttmæt yfirráð kon- unga Danmerkur, Noregs o.s.frv. eru sönnuð með því, sem var ver- ið að segja, getur frelsi til að stunda þar veiðar eftir skilningi stéttaþingmannanna ekki átt sér stað lengur, fyrst aukaatriðið verður að fylgja eðli aðalatriðis- ins. Hér er þess virði að vitna til staðar eins hjá Grotius í bók hans (De jure belli et pacis, II, 25): „Hvað fiskunum viðkemur,“ segir hann, „þá þarf að vita að sá, sem hefur æðsta vald yfir löndum og vötnum, getur bannað töku þessara dýrategunda og hindrað að þeir séu teknir. Jafn- vel útlendingum er skylt að hlýða slíkum lögum; ástæðan til þess er sú, að til að stjórna þjóð er siðferðilega nauðsynlegt að þeir, sem fást við það, þótt ekki sé nema til skamms tíma, eins og þegar maður kemur til einhvers lands, fari að lögum þess eins og innfæddii*. Til einskis væri að bera við orðskviði sem oft getur að lesa í brotum rómverskra lög- manna: Réttur náttúrunnar og þjóðanna, eins og þeir komast að orði, leyfir töku þessara dýrateg- unda; því þetta er ekki satt nema gert sé ráð fyrir að borgaraleg lög séu ekki til, er banni það; svo að hér, eins og í mörgum öðrum málum, létu rómversk lög við- gangast fx*elsi elztu tíma án skerðingar á þeirn rétti, sem aðr- ar þjóðir hafa haldið, að þær gætu farið öðruvísi með, eins og við sjáum að þær hafa gert.“ Hvort heldur nú hafið sé fi’jálst, þá er Norðurhafið það ekki lengur, eða veiði sé í tölu þeixra hluta, er séu öllum frjáls og leyfileg, þá verður hún það ekki lengur í því tilviki er um í’æðir, þar sem konungar Dan- mei'kur o.s.frv. hafa tekið það til einokunar fyrir óralöngu með samsinni annai’ra þjóða. Hvað snei’tir aðra röksemdina, sem stéttaþingmennii’nir styðj- ast við og halda fram, að þeir hafi með ýmsum samningum náð handa þegnum sínum í’étti til að veiða hvar sem er í Norðurhaf- inu, og það ber að athuga, að Kristófer III, konungur, sem veitti íbúum Amsterdam með séri’éttindum árið 1443 frelsi til að sigla og verzla í konungsi’ík- inu Noi’egi, undanskildi Island í þeim og önnur þau svæði, er voi-u útlendingum bönnuð. I Spire- samningum gei’ðum ái'ið 1544 milli Ki’istjáns konungs III og Karls keisax'a V, segir í grein XIII: „íbúum Amsterdam verður að gömlum sið og í trausti sérrétt- inda þeirra, sem konungar Dan- merkur o.s.frv. hafa veitt þeim, leyft að verzla til jafns við aðrar borgir Hansakaupmanna og norska þegna í Bjöi’gvin í Nor- egi, kaupa þar og selja og stunda þar kaupskap á venjulegan hátt og að vild sinni; allt þetta sam- kvæmt ákvörðun téðra sérrétt- 237

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.