Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Blaðsíða 45
liðarnir þar að festa á byssustingi sína. Bush gat nú greint andlit manna til hægri og vinstri. „Áfram,“ sagði hann, og flokk- urinn kom fram úr gilinu. „Ró- legir, rólegir þarna.“ Hann sagði þetta næstum full- um rómi, en fyrr eða síðar mundu óróaseggirnir í liðinu taka til að hlaupa, og síðar mundi vera betra en fyrr. Hann vildi að menn sín- ir kæmust að virkinu í einum hóp, en ekki eins og lafmóðir einstaklingar. Til vinstri heyrði hann Hornblower halda aftur af mönnum sínum á sama hátt. Háv- aðinn frá sóknarliðinu hlaut nú að hafa náð virkinu og vakið eftirtekt jafnvel syfjaðra og hirðulausra spænskra varða. Vörðurinn mundi í skyndi kalla á varðstjórann, sem mundi koma á vettvang, hika við, en síðan gera aðvart. Kastalavirkið sýndist fyrirferðamikið framundan Bush þar sem það bar við loft, og hann gat hreint og beint ekki iátið vera að fara að flýta sér, og flokkur- inn kom á hæla honum. Þá rak einhver upp öskur, og aðrir flumbrarar tóku undir, og allur flokkurinn tók á rás og Bush með honum. 1 einum svip voru þeir komnir að skurði, lóðréttar brúnir, og var höggvinn í kalkbergið,, og sex feta veggur hinumegin. „Áfram nú,“ kallaði Bush. Bush tókst með sverði sínu í annarri hendi en skammbyssu í hinni, að komast yfir, enda þótt hann yrði að snúa baki að sjálfu virkinu þegar hann fór inn af veggnum, en hann lét sig hanga á olnbogunum áður en hann lét sig falla. Botninn á þurrum skurðinum var ósléttur og háll, en yfrum hélt hann að hinum veggnum, og þar voru æpandi menn að klifra upp. „Lyftið þið mér upp,“ kallaði Bush, en mennirnir til hliðar við hann settu axlir við læri hans, og næstum fleygðu honum yfir. Hann lá á mjóum stalli en fyrir ofan gnæfði sjálfur virkisvegg- urinn. Rétt hjá voru nokkrir menn þegar farnir að reyna að VlKINGUR fieygja krökum yfir vegginn, og svo fór að einum tókst að festa sinn krók og fór þegar að klifra upp, öskrandi eins og óður og á hæla honum annar og annar. Nú tókst öðrum sjómanni að koma kröku sinni yfir vegginn, og þar var annar hópur af æpandi mönnum. Nú heyrðust byssuskot og fannst púðurreykur. Bush vissi að hinu megin virkisins væru sjóliðar að reyna að komast fram hjá skotraufum fallbyss- anna, og hann sneri sér þangað. En í því fann hann það, sem hann helzt þurfti, en þar voru dyrnar að virkinu, ramgerðar og járnbentar. Bush rak upp öskur og kallaði til manna með axir að koma fljótt, og það var enn nóg af mönnum í grófinni undir veggnum til þess að hlýða kalli hans. Einn þeirra sveiflaði öxi og tók að klifra upp, en það var Silk, rumungur mikill, sem réði yfir liðsflokk úr hópi manna Bush, sem kom í þessu hlaupandi eftir stallinum og tók að hamra á hurðinni. Högg hans voru geysi- þung og kröftug, og nú komu aðrir til, ýttu Bush frá og tóku að höggva í hurðina af öllu afli. Loks kom gat á hurðina, og Bush sá hvar glampaði á stál innan við og skaut af byssu sinni. Loks lét hurðin undan höggum Silks, gat kom á hana og Silk fór með handlegginn inn fyrir. Með helj- arafli svipti hann brott heilum fleka af hurðinni, en þar innan við sást þverbjálki. Silk mölvaði hann með þungu axarhöggi, og leiðin var opin inn. „Áfram, piltar,“ kallaði Bush eins og röddin leyfði, og menn- irnir þyrptust inn á eftir honum. Þeir komu inn í virkisgarðinn. Bush hnaut um fallinn mann og l'eit svo upp. Hann sá hóp af dökkum mönnum fyrir framan sig, nakta eða á einni saman skyrtu, en sumir voru með sverð og skammbyssur. Silk hentist á- fram og maður féll fyrir exi hans. Bush sá fingur falla til jarðar um leið og Spánverjinn reyndi ár- angurslaust að bera af sér högg- ið. Reykur lyppaðist um og skot- hvellir heyrðust. Nú bættust menn í lið með Bush og Spán- verjarnir lögðu á flótta. Bush sveiflaði sverði sínu, og hitti nakta öxl og maðurinn rak upp vein. Maðurinn, sem hann elti, hvarf eins og vofa, en Bush rauk til að leita sér að öðrum óvini, en mætti þá sjóliða, sem var svo óður, að Bush varð að bera af sér högg hans. „Rólegur, asninn þinn,“ öskr- aði Bush, og vissi varla að hann hefði sagt neitt fyrr en hann heyrði í sjálfum sér öskrið. Sjóliðinn virtist átta sig og rauk í aðra átt, en nú sá Bush fleiri sjóliða, og það var svo að sjá, sem þeim hefði tekizt að komast inn í virkið meðfram fa-11- byssunum. Þeir voru allir æpandi, sjónlausir af vígahug. Nú kom annar hópur sjómanna æðandi ofan af virkisveggjunum og þeir snerust kringum hann en óp og kvein og læti bárust að eyrum hans allsstaðar frá. Svo var að sjá sem virkismenn hefðu flúið í ofboði í hermannaskálana og geymsluhúsin til þess að forðast ofsa innrásarliðsins. Whiting kom, rauða blússan skítug, sverð dinglandi við hönd hans, en augu hans voru starandi og fyrir- skyggð. „Segðu þeim að hætta,“ sagði Bush, og náði viti sínu með því að beita sér að því eins og hann gat. Whiting var andartak að átta sig á því við hvern hann talaði og skilja skipunina. „Já, herra,“ sagði hann. Nýr hópur af sjómönnum kom steðjandi úr annarri átt. Horn- blower hafði sýnilega tekizt að komast inn þar, sem honum var ætlað. Bush litaðist um og kall- aði til nokkurra af sínum mönn- um, sem komu aðsvífandi. „Fylgið mér,“ sagði hann. Það var auðfarið upp á virkis- vegginn. Þar lá dauður maður, en Bush gaf því ekki gaum. Efst voru stærstu fallbyssurnar, sex geysimiklar byssur, sem beint var út um skotraufar. Þar bak við blasti við himinninn, blóð- 245

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.