Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Side 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Side 6
Sjómælingabáturinn Týr við bryggju í Reykjavik. því, að nú er auk fyrri skilyrða krafizt gagnfræðaprófs, en þó er hverjum manni, sem þess óskar, gert kleift að komast inn í skól- ana með því að setjast í undir- búningsdeild. Þetta er rétt stefna. Hér eru ef til vill ekki allir sammála, í þeim mannavandræðum, sem í dag er við að glíma, en ég vil benda á, að þrátt fyrir það, að sjúkra- húsin hafi verið í miklum vand- ræðum með starfslið, hefur eng- um dottið í hug að slaka í neinu á kröfum til sérmenntaðs fólks, sem þar á að starfa; frekar hef- ur verið stefnt í aðra átt, í sam- ræmi við kröfur tímans. Með nýtízku skipum og al- mennri menntun landsmanna væri rétt að stefna enn hærra með inntökuskilyrði í skóla yfir- manna. Starfsreynsla þyrfti að skipa verðugri og raunhæfari sess með því að krafizt væri, að verðandi skipstj órnarmenn fiski- skipa hefðu verið ákveðinn sigl- ingartíma á öllum þeim helztu tegundum veiðiskapar, sem hér eru stundaðar hverju sinni. Lær- lingar til skipstjórnar í far- mannastétt þyrftu að hafa siglt á hinum ýmsu gerðum kaupskipa, eins og olíuflutningaskipum, kæliskipum, strandferðaskipum o. s. frv. ákveðinn tíma. Mönnum finnst ég ef til vill nokkuð hástemmdur, en ég tel, að með rökum megi segja, að nú- tímasjómennsku, bæði með far- mönnum og fiskimönnum hafi á undanförnum árum fleygt svo fram, að full þörf sé á að viður- kenna, að stjórn nýtízku skipa og flókinna tækja útheimti kunn- áttumenn. bæði á bóklegu og verk- legu sviði. Þeim mun betri undir- stöðu, sem menn þessir byggja á, þeim mun meiri og drýgri af- köstum megum við vænta til þjóð- arbúsins í heild. Hjá þeim þjóð- um, sem lengst eru komnar á sviði fiskiveiða og farmennsku er þetta enda að fullu viðurkennt. Það ætti ekki að þurfa að fara mörgum orðum um ábyrgð manna, sem stjórna 150 millj. kr. skuttogara eða sigla til er- lendra hafna með 1000-1500 millj. kr. farm sjávarafurða inn- anborðs, auk svo þeirra manns- lífa, sem um borð eru. En það, sem er sjómannastétt- inni nauðsynlegt er, að þjóðin og unga fólkið í landinu trúi, að þessi störf þurfi á hinum hæf- ustu mönnum að halda, sem njóti fjölþættrar, verklegrar og bók- legrar undirbúningsmenntunar, svo að það verði eftirsóknarvert ungum og framsæknum mönnum að fara til sjós. Skóla undirstöðu- atvinnuvegar landsmanna og störf sjómanna verður að skoða í nýju ljósi, nýrra tíma. Með eflingu sjómannamennt- unar á sem breiðustum grund- velli yrði sjómönnum einnig gert mun hægara um vik að skipta um störf síðar á ævinni, ef at- vikin höguðu því þannig. Kynning á störfum sjómanna þarf einnig að vera mun raun- hæfari. Hefur mér oft blöskrað sinnuleysi svonefndra fjölmiðla gagnvart sj ómannaskólanum og skólum atvinnuveganna yfirleitt. Á sjómannadegi sendum við sérstakar kveðjur til sjómanna við skyldustörf á hafi úti, en þó er okkur öllum efst í huga varð- skipsmenn okkar, sem standa nú í eldlínu sjálfstæðisbaráttu þjóð- arinnar. Störf landhelgisgæzlunnar á sjó og í landi þakka allir lands- mehn og meta. Ég tel það aðdá- unar- og þákkarvert hve varð- skipin hafa oft staðið sig vel í baráttu við ofurefli liðs undanfar- ið, iðulega vopnlausir. Islending- um hleypur kapp í kinn, þegar andstæðingar okkar í landhelgis- málinu láta viðurkenningarorð falla um störf sjómanna okkar, eins og lesa mátti í erlendum blöðum nú í byrjun maí, en þar sagði svo: „Tæknilegt afrek, sem markar tímamót, svo og frábær sjómennslca hafa orðið til þess, að íslendingar höfðu unnið þorskastríðið áður en síðustu samningaviðræður hófust.“ Síðan þetta var sagt, hafa Bret- ar gert innrás í íslenzka lögsögu með vopnavaldi, en varðskipin hafa samt enn aukið hróður sinn. Þegar landhelgismálið hefur endanlega unnizt með órofa þjóð- areiningu, eru mikil verkefni YlKINGUR 206

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.