Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Síða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Síða 34
væri og þar sem veðrið var gott kom okkur saman um að taka engar ákvarðanir fyrr en í birt- ingu. Við bjástruðum við vélina á meðan hún kólnaði, törnuðum senni og smurðum og smurðum., að lokum settum við hana í gang. Við urðum fegnir þegar ljósin komu aftur. Við létum hana ganga á hægustu ferð og eftir dálítinn tíma fóru legurnar að hitna. Við smurðum með smurolíu og þykkri grænolíu, og með margs- konar gamaldags húsráðum, tókst mér að halda hitanum í skefjum. Undir birtingu var hún farin að þola dálitla ferð, án þess að hitna. Ég sagði Árna að við myndum komast á henni til Reykjavíkur. Árni lagðist fram á stýrishjól- ið drykklanga stund, svo spurði hann hvort við myndum ekki geta legið hér í dag og reynt við síld með kvöldinu og farið þá inn að morgni ? Það fór hrollur um mig þegar ég gaf samþykki mitt til þess. að það væri gert, en sízt vildi ég vera til þess að draga úr, en undirvitundin hvíslaði, að það væri ekki séð fyrir endann á þessu. Það var híft upp akkerið og lónað uppundir Hvaleyrina og lagzt þar, innan um hina bátana. Um hádegið fór ég að sofa, en það var þunnt móðureyrað, ég heyrði ganghljóðið gegnum svefn- inn. Eftir tvo tíma fór ég á fæt- ur, það var einhver óeirð í mér, sem vamaði mér værðarinnar. Ég fór í kaffi og síðan aftur í stýrishús, hímdi þar í einhverju tilgangsleysi. Svo kom Árni og lagðist út í gluggann og skim- aði í allar áttir. Það var auðséð, að það var að breyta um veður, dökkir þokuskúfar voru að þeys- ast fram af Þyrlinum og fram af Þyrilsnesinu, inn fjörðinn að sjá, var sem hyldist dökkri móðu. Rétt fyrir myrkrið skall hann á, víkin varð eins og rjúkandi seyð- ketill, suðaustan stormurinn náði sér niður úr fjallaskörðunum, dansaði eftir láglendinu og náði hámarki sínu, þegar hann komst út á sjóinn. 234 Bátarnir, sem höfðu legið þarna í logninu, ryðluðust nú eins og fylking hestamanna, fyrir ofurefli liðs. Árni skellti aftur glugganum, þegar fyrsta hrynan kom, svo harkalega að rúðan hrökk fram á keis og fór í smátt. Stormurinn gnauðaði eftir sem áður inn um gluggann. Bátarnir lágu ekki rétt fyrir óveðrinu og fóru að reka hver á annan, Björn austræni lá fyrir framan okkur og snerist sitt á hvað. Svo missti hann akkerið, hald sitt, og hann kom rekandi á okkur, það varð allt í pati, ég rauk fram á spil til að hífa, og Ámi setti á fulla ferð til að forða árekstri. Ég var nýbyrj aður að hífa þegar hættan var liðin hjá. Árni kúplaði í sundur, en vélin gekk á fullu. Ekki líkaði mér það og stökk upp á keisinn, ætlaði að seilast innum gluggann og ná í olíugjöf- ina. Þá skall dallurinn á hliðina, og ég á fjórar fætur á keisinn, eitt glerbrot úr rúðunni lenti þvert á púlsinn á mér. Það var sem skrúfað væri frá krana, blóðið fossaði úr löngum djúpum skurði á úlnlið mér. Höndin dofnaði og ég horfði hálf- hissa á þetta, en svo greip ég þumalfingri hægri handar ofan í sárið og stöðvaði blóðrásina. Þar með var ég úr leik. Svo slot- aði storminum svolitla stund. Bátarnir fylktu liði á nýjan leik og lögðust hlið við hlið og sneru stöfnum í hið komandi ó- veður. Ég fór inn í stýrishús og Árni bjó um sárið, hann setti svöðu- sárabindi um úlnliðinn á mér og herti að, samt héh blóðið áfram að fossa. Hann tók þá vasaklút upp úr vasa sínum og hnýtti fyrir neðan aflvöðvann, setti á hann snarvölu og herti að. Stöðvaðist þá blóðrásin skyndilega. Síðan skipaði hann mann á vakt til að hleypa blóðinu fram í handlegg- inn. Veðrið hafði hert. Það var komið náttmyrkur og sá varla út úr augum. Árni lét taka nótina upp úr bátunum, svo lét hann setja þá aftan í. Slefararnir voru gefnir út nokkra faðma, þeir voru sverir. eins og mannshandleggur. Árni spurði mig hvort ég treysti mér til að bíða morguns, að fara til læknis. Ég heyrði að honum var illa við að fara úr þessu örugga lægi og út í dimmviðrið, en ég skal játa, að ég var hræddur og mér fannst ég vera aumlega staddur. Hér var ég og átti að vera ábyrgur fyrir vélinni og undir vélinni var líf og öryggi skips og áhafnar komið, nú var vélin úrbrædd og ég handlama og með snarvöndlu um handlegg- inn, svo hafði ég líka kvalir í handleggnum og fingurgómarnir urðu bláir og þrútnir þegar fór að vanta blóð. Samt gat ég nú ekki heimtað að farið væri í land, sagði að mér liði illa og hefði þörf fyrir að komast til læknis. Það varð úr að Árni skipaði að hífa, lestin var skálkuð, pokum var vafið um „slefarana" þar sem þeir lágu í klefum sínum og geng- ið frá öllu sem bezt. Svo var hald- ið af stað, við höfðum ekki far- ið nema fáa faðma þegar ljósin á bátunum, sem lágu undir Hval- eyrinni hurfu í sortann. Þegar við komum útundir Hnausasker- ið náði veðrið hámarki sínu, slef- ararnir, sem voru sverir eins og mannshandleggur hrukku í sund- ur eins og brunnin kveikur, stóru og þungu bátarnir frá Alliance hurfu út í sortann og á fremsta plittinu í stjórnborðsbátnum lá varaskrúfan af henni Angilíu, það mikla fiskitrix. Við vorum þrír í vélarrúminu. Höskuldur var við lensinguna. Það þurfti að taka upp síurnar á fárra mínúta millibili, þær fyllt- ust af síldarhreistri, sem hrærð- ist upp í kjalsoginu við hreyf- ing-una. Ég var með lífið í lúk- unum og fylgdist vandlega með öll'u. Lausir hlutir ulltu nú fram og aftur eftir gólfinu. Sá sem átti að fylgjast með tímanum, los- aði á vasaklútnum. Ég varp önd- inni léttar í hvert skipti sem blóð- ið fékk að streyma óhindrað fram í fingurgóma. Veðrið var svipað, Angelía bagsaði áfram og tók framan VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.