Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Síða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Síða 9
I gæsluflugi að 200 mflna mörkum Gæsluflugið eina eftirlitiö með ytri mörkum fiskveiðilögsögunnar r Viðtal við Sigurð Arnason, skipherra Landhelgisgæslan hóf gæsluflug árið 1954 og er líklega brautryðj- andi á þessu sviði í heiminum. Þá voru landhelgismörkin aðeins 4 sjómílur frá grunnlínum. Nú eru mörk fiskveiðilögsögunnar 200 sjómílur frá grunnlínum og flatar- mál hafsvæðisins innan markanna hefur vaxið gífurlega. Til þess að fylgjast með því að enginn, sem ekki hefur til þess tilskilin leyfi, nýti sér þessa auðlind okkar, sem hafið umhverfis landið er, þarf Sigurður Árnason skiphcrra, albúinn til flugs. VÍKINGUR mikið og gott eftirlit. Þetta eftirlit hvílir að stórum hluta á fluggæsl- unni, sem hefur á liðnum aldar- fjórðungi bætt flugkost sinn úr hægfleygum Katalína flugbát í tvær hraðfleygar Fokker flugvélar. Til að fræðast nánar um fluggæsl- una fór Víkingurinn í eitt gæslu- flug. Meðan á fluginu stóð var Sigurður Árnason skipherra tekinn tali. Hvemig verður þessu flugi háttað? Ætlunin er að skoða ytri mörk lögsögunnar norður, norðaustur og austur af landinu. Við förum flugleið frá Reykjavík til ísafjarð- ar. Lækkum okkur þar niður út í svo nefnda gildru um 30 til 40 mílur norður af Kögrinu til að skoða hana. Síðan förum við í lágflugi út á miðlínu á 23° vestur lengdar. Eftir það er ákveðið að fylgja miðlínu og 200 mílna mörk- unum austur á Færeyjarhrygg, 65° 30 til 66° norður breiddar. Ég reikna með að þetta verkefni taki 8 til 9 klukkustundir. Við höfum eldsneyti til 10 klukkustunda flugs, en verðum að eiga eftir eldsneyti til Vh tíma flugs, þegar við komum yfir Reykjavík. Getum verið úti í 8 til 8 Vi klukkustund. Hve oft er flogið í viku og hvað áhrif hefur veður á flugið? Það er flogið svo til alla daga vikunnar, þó er leitast við að gefa frí einn dag. Þá oftast nær um helgi annaðhvort á laugardegi eða sunnudegi. Nú, ef eitthvað er sem okkur finnst að athuga þurfi, þá sleppum við frídeginum og fljúg- um eftir því sem þörf krefur. Eins og er þá eru tvær áhafnir á vélinni og þær fljúgja annan daginn en hafa frí hinn. Eins og ég sagði þá er leitast við að fljúga á hverjum degi. Og þá oft að kvöldi til eða á næturnar, eftir því sem veður leyfir. Veður hefur í sjálfu sér mjög lítil áhrif á flugið. Það er ekki nema sé komið aftaka veður að við reynum að fara á þau svæði þar sem betra veður er. Það er flogið alveg hiklaust í 8, 9 og alveg upp í 10 vindstigum, ef skyggni leyfir. Það segir sig náttúrlega sjálft að lítið er hægt að gera, ef skyggni er orðið lélegt og þá verður að leita á mið, þar sem betra veður er. Hvað leið er yfirleitt flogin og hvemig hagið þið landhelgisflug- inu? Það er aldrei neitt ákveðið fyr- irfram. Þessu er yfirleitt hagað þannig, ef við fljúgum yfir landið, að við fljúgum á ákveðnum flug- leiðum sem flugmálastjórn skammtar okkur. Eftir að við komum út á hafið, erum við nán- ast frjálsir ferða okkar og þá oftast nær komnir niður fyrir þær hæðir sem almennt farþegaflug er á. Er- um þá fyrir neðan 5500 fet. Þó kemur fyrir að við förum upp í hæðir yfir hafinu og verðum þá að fá sérstakar flugheimildir frá flug- stjórn til þess að gera það, því að það er mikið af flugvélum á ferð- inni allt í kringum landið í öllum

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.