Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Page 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Page 11
TF Sýn, flugvél Landhelgisgæslunnar, bíður áhafnar sinnar á Reykjavíkurflugvelli. Stýrimaðurinn lætur ekki á sér standa. annars vegar gæslu landhelgislín- unnar, eftirlit á ystu mörkum fisk- veiðilögsögunnar, og hins vegar eftirlit sem framkvæmt er í land- helginni og fiskveiðilögsöginni. Hið síðara kemur náttúrlega til kasta flugsins að einhverju leyti. Þetta er eins og ég sagði áðan samvinna á milli flugvéla og skipa. Við væntum okkur mikils af þess- ari nýju þyrlu sem stendur til að kaupa. Það er betra að geta haldið kyrru fyrir í loftinu, ef eitthvað þarf að athuga heldur en að þeyt- ast framhjá á kannske 120 til 150 sjómílna hraða. Hraðinn tak- markar svolítið hæfni venjulegra flugvéla eða kostar mörg aðflug, ef eitthvað þarf að athuga nánar. hæðum. Þannig að, ef við erum ofan við 5500 fet, eins og ég sagði, verðum við að hlýta þeim reglum sem flugstjórn setur. Hvað skiptir landhelgisflugið miklu máli fyrir eftirlitið með landhelginni? Það má segja að eftirlitsflugið sé nánast eina eftirlitið á grunnslóð- inni. Ef eitthvað sést í fluginu sem athuga þarf nánar, þá eru skipin náttúrulega kölluð til og send á staðinn. í stórum dráttum er þessu hagað svo, en skipin eru á land- grunninu þar sem meira álag er og meira um að vera. Er flugvélakostur nægjanlegur? Það má segja að flugvélakostur sé nægur. Þó er því ekki að leyna að það væri æskilegra að vélarnar hefðu meira flugþol. Það er oft langt flug að og frá gæslusvæðun- um en flugþol vélanna er tak- markað. Það væri æskilegra að geta verið lengur úti eftir að komið er á gæslusvæðið. í sjálfu sér þurfum við ekki stærri vélar, en meira flugþol fæst ekki nema með stærri vélum. Við erum eins og þið náttúrlega vitið á tveimur Fokker vélum F27, og er önnur komin til ára sinna, en hin er keypt ný til gæslustarfa hér við land. Nýtist flugvélakostur Landhelgis- gæslunnar til annars en gæslu landhelginnar? Ég vil skipta gæslunni í tvennt, Nú stundið þið bæði ísflug og björgunarflug. Er þetta stór þáttur í flugstarfseminni? Það er fylgst reglulega með ísnum, þegar hann er á fiskislóð eða kominn upp á landgrunnið. Þá helst vestur, norðvestur og norður af landinu. En fyrst og fremst kemur til kasta flugvélarinnar, ef eitthvað bjátar á í fiskveiðiland- helginni. Hún er fljót að komast á staðinn til að afla upplýsinga og Það má heita mjög gott vinnurými um borð í Fokkemum. Horft fram eftir vélinni. Loftsiglingafræðingurinn til vinstri, en loftskeytamaðurinn til hægri. VÍKINGUR 11

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.