Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Page 26
meira að segja fullnægja hinum
kröfuhörðustu rannsóknarmönn-
um. Sérstakur búnaður í magnar-
anum gefur sama endurvarpsstyrk
af sama magni af fisk hvort sem er
á 5 m eða 300 m dýpi. Þetta þýðir
að stjórnandi tækisins veit undir
eins magn fisks sem dýptamælir-
inn sýnir. Simrad QD getur lesið
og talið magn endurvarps í sér-
hverju lagi í sjónum. Lögin geta
orðið allt niður í 3ja cm þunn.
Microprosessorinn reiknar einnig
út magn endurvarps í m3 sjávar.
En Simrad býr ekki eingöngu til
tæki fyrir stóru fiskiskipin. Svo-
kölluð Skipper lína er ætluð fyrir
trillur og smærri báta. Nýju
dýptarmælarnir Skipper 405 og
Skipper 406 virðast í fyrstu vera
eins en í rauninni er töluverður
munur á þessum tveimur tækjum.
Er í rauninni um að ræða mini—
útgáfur af Skipper 603 og 802
dýptamælunum. Skipper 406 er
t.d. sá 4” dýptamælir sem gefur
eigandanum flestar upplýsingar af
öllum mælum í heiminum. Hann
hefur innbyggt botnekspansjon,
digital kvarða og nákvæmt botn-
dýpi, 200 vatta sendistyrk o.s.frv.
Hinir þekktu Skipper 802 og
603 eru ennþá betri. Þeir hafa 30
kHz og 50 kHz bylgjulengdir. Hin
nýja Skipper AC hljóðrás sem er
gerð fyrir þessa dýptamæla hefur
reynst árangursrík við veiðar eftir
tegundum eins og brisling, ufsa og
síld. Stjórnandi tækisins heyrir
hvenær er fiskur og þarf því ekki
að fylgjast með mælinum allan
tímann.
Fyrir minni togara er Skipper
Mini trollauga með lítilli kabal-
vindu og sterkum grönnum kapli
ánægjuleg tíðindi. Búnaður þessi
hentar bátum allt niður í 40 fet.
Fyrir stærri báta fæst Midi-kapal
vinda með þá lengri kapli.
Framboð Simrads af siglinga-
tækjum er all víðfengið. Er hér um
að ræða gervihnattamóttakara,
lóran C, Logmæla, gyrokompása,
26
sjálfstýringar, veðurkortaritara og
talstöðvar svo dæmi séu tekin. Ný
kynslóð miðbylgju og VHF tal-
stöðva frá TAIYO er nú fyrir-
liggjandi en þetta er langalgeng-
ustu stöðvarnar þar. Simrad sýndi
einnig nýjan Simrad/Taiyo Lóran
C sem hefur reynst ákaflega ná-
kvæmur þar sem hann hefur verið
reyndur en Decca staðsetningar-
stöðvar eru mest notaðar við
norsku ströndina. Skipper sjálf-
stýring hefur þann kost að nú
verður fyrir nær engum áhrifum
Decca staðsetningartæki. Ljósm. Decca.
Decca skrífari. Ljósm. Decca.
P R E S E N T LRT 34 09.2? N
POSITION LON 18 42.04 14
GMT 1939 DAY 143
SPD 10.2 HDG ; 228
LAST FIX LAT 34 14.16 N
F 3 12 LON 18 35.50 14
GMT 1818 DAY 143
NEXT SAT «12 1948 22
WAY POINT LAT 32 00.60 N
9 LON 17 59.99 M
RNG 134.2 CRS 164
status sat et« 0848 DAY 144
Útskrift frá Decca gervihnattar
staðsetningartæki.
Nor-Fishing
frá tækjum sem um borð eru, og
því hægt að staðsetja hana nær
hvar sem er.
Af framansögðu er ljóst að
Simrad hefur mjög gott úrval
tækja fyrir stærri fiskiskip og
þokkalegt úrval fyrir minni báta
en snúum okkur næst að öðrum
merkjum.
Decca í Englandi sýndi bæði
tæki sem framleidd eru í Englandi
og Noregi en í Noregi hefur
Vopnaverksmiðjan í Kóngsberg
framleiðsluleyfi fyrir Decca. í
Noregi eru ma. framleidd Decca
staðsetningartæki sem í grund-
vallaratriðum virka eins og Lóran
C. Einnig sýndi norska deildin
decca-skrifara sem skrifa þá út
siglingaleið skipsins (sjá myndir).
Enska deildin sýndi hins vegar
gervihnattarstaðsetningartæki (sjá
mynd), þar sem sýnt er á skermi
allar nauðsynlegar upplýsingar en
einnig kemur útskrift á strimli sem
hægt er að líma síðan inn í dagbók
því útskriftin sýnir m.a. staðsetn-
ingu í lengd og breidd, tíma, dag-
setningu, hraða auk fleiri nauð-
synlegra upplýsinga.
Auk framangreindra tækja voru
sýnd ýmis japönsk og amerísk og
þýsk staðsetningar- og fiskileitar-
tæki en höfundur þessara greina
taldi ekki nauðsyn að rita
sérstaklega um þau þar sem flest
þessi tæki eru þekkt heima og
framleiðendur þeirra hafa um-
boðsmenn á íslandi. Taldi ég
heppilegra að kynnast betur
norskri framleiðslu.
Þijú íslensk fyrirtæki sýndu
VÍKINGUR