Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Síða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Síða 28
Nýr radar frá Atlas Á sýningunni í Europort ’79 sem haldin var í Amsterdam í Hollandi, sýndi Krupp Atlas— elektronik nýjan radar. RA Radarinn hefur tegundarheitið Atlas 8500 og er svo nefndur anti- collision (gegn árekstri) radar. Velja má um afstæða hreyfingu (stefnulínan stöðugt á en radar- myndin færist við stefnubreyting- ar), sanna hreyfingu (true motion, eigið skip færist yfir skjáinn en radarmyndin er kyrr) og sjálfvirka árekstrar aðvörun (automatic col- lision avoidance). Avoidance þýðir eiginlega að komast hjá á einhverju — í þessu tilfelli árekstri. En þar sem tækið gefur aðeins til kynna að hætta sé á árekstri og skipstjórnarmaðurinn verður síðan að sjá framhaldið nota ég orðið aðvörun í fyrir avoidance. Radarinn er tölvustýrður og sýnir leiðir endurvarpanna yfir skjáinn. Sé þess óskað gefur tölv- an upplýsingar um stefnuhraða, fjarlægð og miðun, og hver verði að óbreyttu minnsta fjarlægð (CPA) til eigin skips og hvenær það verði (ICA). Hún getur tekið allt að 20 endurvörp til vinnslu í einu. Athygli vekur að hægt er að sitja við tækið án þess að reka fæturnar í. Áfast radartækinu er borð fyrir sjókortið nokkuð, sem hingað til hefur ekki sést á með svona tækjum, en þó að mínum dómi bráðnauðsynlegt. Umboðið hér á landi, Kristinn Gunnarsson & Co., Grandagarði 7, fullyrðir að þetta sé eini radarinn í heiminum þar sem hægt er að sitja eða standa við og hafa þó jafngóða yfirsýn. Að því er umboðið segir eru Norðmenn nú að setja svona radar í gæsluskip sín. Atlas 8500 10 cm (S band) rad- arinn kostar 44.000.000 króna, en 3 cm (X band) kostar 41.000.000 króna. Sex endurvörp sjást á skjánum. Fimm þeirra eru á ferð en eitt kyrrstætt. Grennri línan sýnirhvaða leið þau hafa farið en sú sverari stefnu þeirra í augnablikinu. Atlas 8500. Tækið stillt á true motion. Takið eftir hve vel sést á Hér sést vel hvemig kortinu er komið fyrir. skjáinn þótt full dagsbirta sé. 28 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.