Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Page 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Page 29
Báðum megin tjaldsins í Iðnó r Ur bók Jóhannesar Helga: Sigfús Halldórsson opnar hug sinn Í haust kemur út bókin SIGFÚS HALLDÓRSSON OPNAR HUG SINN eftir Jóhannes Helga. Flogið hefur fyrir að þar á síðununt gangi um garða í nýju og óvæntu ljósi margir nafnkunnir menn sem ýmist hafa orðið utan- veltu eða ofan á í lífinu. Blaðið birtir hér kafla úr bókinni og gerist hann báðum megin tjaldsins í Iðnó, en eitt af því sem Sigfús Halldórsson, sá mikli húmanisti, hefur lagt gjörva hönd á, er leiktjalda- málun, en Sigfús var lengi við- loða í Iðnó, lék undir í revíum og fór með hlutverk í þeim, auk þess að mála leiktjöld. Ég var ekki einn um að starfa jöfnum höndum í Útvegsbank- anum og Iðnó. Það gerðu líka Brynjólfur Jóhannesson og Indriði Waage, og galt starfið í bankanum auðvitað leikhússins. Útvegs- bankinn var að vísu skemmtileg stofnun, þótt ekki væri hún sam- keppnisfær við leikhúsið. Helgi Guðmundsson bankastjóri gat verið hrekkjóttur, hafði gaman af að koma mönnum í opna skjöldu með umbúðalausum spurningum. Eitt sinn kallaði hann mig fyrir sig og ég var ekki fyrr búin að leggja hurðina að stöfum á eftir mér en hann spurði formálalaust: Hvort ætlarðu að hætta hér í bankanum eða í Iðnó? Hvorugu, svaraði ég. Þú mátt fara, sagði Helgi. VÍKINGUR Ég lét ekki segja mér það tvisv- ar. Þar næst kallaði hann á Brynjólf og Indriða. Þeir voru ekki eins orðhvatir og ég, unglingurinn, og komu vomur á þá. Þá hló Helgi mikinn: Miklar bölvaðar kveifar eruð þið. Þið eigið að taka strákinn ykkur til fyrirmyndar. Hann sagð- ist hvorugu ætla að hætta. Þetta sagði Brynjólfur mér og hafði gaman af. Helgi var óskaplega forvitinn. Forvitnin var bókstaflega að drepa hann. Hann vildi allt vita um menn, jafnvel heimilishagi þeirra, en raungóður var hann. Eitt sinn bauðst okkur Stellu flyg- ill á spottprís í Kaupmannahöfn og flutninginn áttum við að fá ódýrt. Ég vissi ekki nákvæmlega hver samanlögð útgjöld yrðu, en þótti samt vissara að fá ádrátt um lán áður en ég gengi frá kaup- unum, og fór til Helga. Hve mikið þarftu? spurði hann. Ég veit það ekki nákvæmlega. Þá rauk hann uppá nef sér og spurði hví í andskotanum ég væri að sólunda tíma sínum, sagði mér að koma ekki aftur fyrr en ég vissi hvað ég þyrfti. Og það gerði ég og fékk umyrðalaust það sem ég bað um. Helgi var góður píanisti og list- elskur og þess naut ég; og þess nutu líka Brynjólfur og Indriði. Það var mikið mannval í Út- vegsbankanum og er enn. Menn þurftu ekki og þurfa ekki að kvarta undan viðmótinu þar. Það varð ekki um allar stofnanir sagt. Ég man eftir einum erfiðum ná-

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.