Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Síða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Síða 32
það hefði hann ekki þurft að gera annað en að liggja fyrir hunda og manna fótum og drafa eina setn- ingu: Hvaða dækja ert þú? Gestur var einstaklega grandvar maður, alveg laus við öfund og meting — ég held ég hafi aldrei séð fallegri karlleikara á sviði en hann í leikritinu Dauðinn nýtur lífsins. En ölið fer misjafnlega í menn, því fer fjarri að það sé innri maður, það er annar maður. Eitt sinn — segir sagan, kannski eitt- hvað ýkt — henti það efnismann að mæta svo ölvaður á sviðið að leikstjórinn felldi tjaldið í ofboði, en þá vildi svo óheppilega til að það féll öfugu megin við synda- selinn, þannig að ástand hans varð nú leikhúsgestum svo ljóst sem framast mátti verða. Hann átti nú einn athygli fólksins — með drag- fínt plussið í bakgrunni — og eins og verða vill: þegar ein aldan rís er önnur vís. Hann beit höfuðið af skömminni með því að reka út úr sér tunguna og skrumskæla sig framan í felmtri slegna áhorfend- ur. Það kom aldrei víndropi oftar inn fyrir varir þessa manns — og hann sté heldur ekki oftar á svið. Það fyrrnefnda var ágætt það síðarnefnda slæmt. Öllum getur orðið illilega á í messunni — og honurn varð á í sinni messu þar sem það var óbætanlegt og síst skyldi. Ein saga enn. Ég sé þú hefur svo gaman af þessu, það er ekki að innrætinu að spyrja. Eitt sinn var hljóðvilltur leikstjóri að leiðrétta flámæltan leikara á æfingu; málið snerist um glös. Leikstjórinn sagði: Heyrðu væni minn. Ef þú getur ekki sagt glus þá skaltu bara segja bekarar. Kannski hafa þessar sögur verið soðnar saman í kaffihléum til að koma mönnum í gott skap. Ég ber enga ábyrgð, hún er þín. Gamanið var báðum megin tjaldsins i Iðnó eins og þú heyrir. Stundum var heimatilbúnum söngtextum skotið inní erlend leikrit. Ég man eftir einum grín- söng úr leikritinu Æska og ástir, minnir að Jóhannes úr Kötlum hafi samið hann við lagið Silver- threads among the gold. Ég söng þetta fullum hálsi og skemmti mér held ég ekkert síður en áheyr- endur: Sæt er ástin, satt er það, sérstaklega fyrst í stað, svo er hún þetta sitt á hvað og súr þegar allt er fullkomnað. Og Pétur Jónsson söng þetta, ég man ekki hver sauð saman textann við lag eftir Karl Runólfsson: Ég kem með fangið fullt af ást, já fullt af ást, já fullt af ást og fagna því að mega dást að þér mín ást. Pétur Á. Jónsson, óperusöngvari og Sigfús í revíunni „Æska og Astir“ á sviðinu í Iðnó á fjórða áratugnum. HH 32 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.