Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Síða 43
Stóð ég gleiður og reyndi eftir
bestu getu að standa hinar snöggu
óútreiknanlegu veltur, án þess að
halda mér, enda þurfti ég að hafa
báðar hendur á sextantinum.
Annan fótinn gat ég þó skorðað
við kompáshúsið, sem þó hýsti
ekki framar neinn leiðarstein. Ég
sá útundan mér að stýrimaðurinn
stóð á bátaþilfarinu og hafði ekki
af mér augun. Komst ég aldrei að
því, hvort það var af umhyggju
fyrir mér, ef ég skyldi falla fyrir
borð, eða til að geta hlakkað yfir
því að sjá mér mistakast.
Nú nálgaðist örlagastundin óð-
fluga. Satt best að segja var ég
ekkert sérlega hreykinn af leikni
minni með þetta verkfæri. Æfing-
in mjög lítil í skólanum og engin
eftir það. Jú sólin kom í ljós um
tveim strikum sunnan við stefn-
una. Nú, á mínútunni. Ég beygði
mig í öðrum hnjálið og lét hann
járna við kompáshúsið. En nú,
einmitt á sama augnabliki þurfti
dallurinn að taka eina af sínum
frægu veltum, nákvæmlega eins
og þegar hrekkjóttur hestur setur
upp kryppu og hendir manni af
baki. Ég reyndi að reikna veltuna
út en það var hún sem reiknaði
mig út. Einmitt þegar ég var að
mjaka sólinni niður að sjóndeild-
arhringnum, mátti ég gera eitt af
tvennu, fljúga út í loftið og hafna á
hausnum í Atlantshafinu eða snú-
ast til varnar og grípa með báðum
höndum í kompáshúsið. Það var
eiginlega ekkert val. Sjálfsbjarg-
arhvötin er nánast ósjálfráð og þar
sem ég hafði aðeins tveim hönd-
um yfir að ráða, varð ég að sleppa
sextantinum. Og á þessu voðalega
augnabliki lá við að ég skammað-
ist mín, þegar ég sá að það var
sextanturinn en ekki ég, sem
skaust út í Atlantshafið. Þarna lá
ég á maganum á kompáslausu
húsinu og spriklaði með fótunum
til að ná jafnvægi. Mér varð litið til
stýrimannsins. Ég sá ekki betur en
að á þessu annars grafalvarlega
andliti, birtust einskonar bros-
viprur. Jæja mér var fjandans
sama, ég var að minnsta kosti inn-
anborðs. Og hefði ég skutlast út-
byrðis var ég ekkert of viss um, að
hann hefði talið ómaksins vert að
snúast í að fiska mig upp aftur.
„Svona fór það“ sagði ég og
reyndi að brosa. Ekkert svar, en ég
komst ekki hjá því að sjá fyrirlitn-
inguna í augum hans, líkt og hann
vildi segja: „Þið haldið víst að þið
séuð eitthvað, þessir græningjar.“
Á þessum árum var ég svolítið
bráðlyndur að ekki sé meira sagt
og ég varð að taka mér tak svo ég
hlypi ekki á hann, hristi hann
duglega og spyrði hvort hann væri
mállaus. Eg fór inní brú og breytti
stefnu um fjórar gráður til suðurs.
Þetta var á aðfangadag. Á jóla-
dagsmorgun var komið besta
BRÉFABINDI
STOLT MÚLALUNDAR
OG SÓMI HVERRAR SKRIFSTOFU
★ Sterk og handhœg
★ Standa óstudd
★ Spara 20% hillurými
★ Bjartir litir
★ Skemma ekki hillur
★ Verðið hagsteett
Ný hönnun sem stenst fyllilega ströngustu
kröfur vandlátra
múlalundur armúla34105reykjaviksimi384oo
VÍKINGUR
43