Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Side 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Side 13
eru ekki starfandi sjómenn. T.d. er einn f ulltrúi Sjómannafélags Reykjavíkur Alþingismaður, svo eitthvað sé nefnt. Eðlilega þætti mér að starfandi sjómenn kæmu hingað sjálfir til að ráða málum sínum, þeir ættu að vera dómbær- astir á raunveruleg hagsmunamál sín. En þar komum við aftur að því, þeir hafa varla tíma til þess vegna þess hvað þeir hafa stutt frí. Enda er komið á daginn, nú þegar þingið er meira en hálfnað, að meira hefur verið þrefað um pólitískan ágreining en raunveru- leg hagsmunamál okkar sjó- manna. Hver eru þá helstu hagsmuna- mál ykkar nú? „Það er kaup og kjaramál, öryggismál og lífeyrismál. Of langt yrði að fara að tíunda hér alla liði kaup og kjaramála, sem þurfa lag- færinga við. Öryggismálin verða aldrei ofrædd né fullkomin. Þess vegna þótti mér undarlegt að heyra t.d. einn „landmanninn“ á þinginu eyða tíma í að gera grín að öryggisneti Markúsar Þorgilsson- ar, sem ég veit að er gagnlegt öryggistæki, sérstaklega á borðhá- um skipum. Særður eða þrekaður maður rennur frekar úr björgun- arhring ef hann er dreginn upp alla síðuna, en úr netinu. Mér kemur ekkert við hver er maður- inn á bakvið þessa hugmynd né hvernig hann hefur staðið að kynningu hennar, hún getur bjargað mannslífum og það eitt réttlætir hana. Síðast en ekki síst vil ég koma inn á lífeyrismálin og þá sérstak- lega eftirlaunaaldurinn, sem nú er 60 ár hjá sjómönnum. Það er hróplegt misrétti þar sem þessir menn slíta sér út á mun skemmri tíma en aðrar stéttir. Þeir menn, sem ég hef verið með til sjós, hætta yfirleitt um eða yfir fertugt, sumir harka það að sér til fimmtugs en sárafáir halda áfram eftir það“. Svo við víkjum atur að starfinu VÍKINGUR og heyrum álit þitt á friðunarað- gerðum og skrapveiðum.? „Skrapið á kannske rétt á sér en mér þætti þó réttara að segja ákveðinn þorskkvóta á hvern tog- ara í stað heildarkvóta fyrir allan flotann. I þorskveiðibönnum kæmi líka til greina að lengja frí sjómanna í stað þess að standa í skrapinu fyrirekki neitt. Stýringá löndunum væri einnig jákvæð, þegar mikið berst að einhverjum landshlutanum og verstöðinni. Þó er ég smevkur um að útgerðar- menn. frystihúsaeigendur og landverkafólkið legðist gegn þessu, útgerðarmennirnir vilja landa sem næst veiðisvæðinu. Baldur Sveinbjömsson var full- trúi Verkamannaféagsins Fram, Sáluhjálparatríði að komast á handfæra- veiðar. húsin vilja alltaf fá sem mest til vinnslu og landverkafólkið vill meiri vinnu en dagvinnuna, því það lifir ekki af henni. Nú gætir víða mikils félagsdoða í stéttarfélögum svo leiðtogar þeirra kvarta sáran yfir áhugaleysi félagsmanna á málefnum sínum. Gætir þess eftilvill í þínu stéttarfé- lagi? „Nei, síður en svo, félagið mitt, Sjómannafélagið Jötunn í Vest- mannaeyjum er mjög starfssamt, ég er mjög ánægður með félags- andann og er mjög stoltur af því“, segir þessi upprennandi sjó- mannaleiðtogi um leið og við þökkum honum fyrir spjallið. □ Seyðisfirði á þinginu. en það félag er eitt hið elsta sinnar tegundar hér á landi, stofnað árið 1897, þá að vísu undir öðru nafni. — Veikir það ekki samtök sjó- manna, þegar þeir eru ineðlimir í blönduðum félögum, eins og reyndir er t.d. með Verkamannafé- lagið Fram? — Nei alfarið ekki. Þetta er mjög eðlilegt víða úti á landi þar sem menn eru til sjós og í laudi til skiptis. Af þessu skapast engir hagsmunaárekstrar, enda eru starf- andi sjómenn boðaðir til sérfundar í félaginu, þegar rætt er um málefni þeirra. Nú, þetta er fyrsta þing sem ég sit, og hér starfar samhentur hópur að hagsmunamálum sjó- manna, þrátt fyrir alla pólitík, og hér hafa komið fram margar þarfar ályktanir um atvinnu- og öryggis- mál sjómanna. Sjómannasam- bandinu hefur verið vel stjómað að 13 Baldur Sveinbjörnsson, Seyöisfiröi: Sambandinu vel stjórnad

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.