Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Side 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Side 22
væri. Hið opinbera seldi þessi veiðileyfi á uppboðsmarkaði og kaupendum heimiluð frek- ari sala veiðileyfanna að eigin geðþótta. Þessar tillögur Sinclairs mættu mikilli andspyrnu útvegsaðila og féll ríkisstjórnin frá því að hrinda þeim í framkvæmd að sinni. Framvinda Kyrrahafslaxveið- anna og afkoma útgerðarinnar á sjöunda áratugnum reyndist hins vegar slík, að árið 1968 hafði skapast pólitískur grundvöllur til að hefja skynsamlega stjórnun þessara veiða. 3. Stjórnun Kyrrahafslaxveiðanna Kyrrahafslaxveiðarnar eru meðal mikilvægustu fiskveiða Kanadamanna. Þessar veiðar eru stundaðar í sjó allan ársins hring og eru veiddar 5 mismunandi laxategundir. Laxveiðibátarnir eru fremur smáir (Yfirleitt 5—50 brl.) en fjölmargir tæplega 7.500 árið 1968). Þróun undanfarins áratugs hefur hins vegar verið í áttina að stærri og færri bátum og eiga stjórnunaraðgerðir sinn þátt í því. Veiðarfæri eru net, nót og botnvarpa og hefur hlutur hinna tveggja síðarnefndu í heildarafl- anum vaxið á undanförnum ár- um. Á árunum 1966—1977 var laxveiðiaflinn um 65 þús. tonn ár- lega, að meðaltali, og verðmæti aflans komins á land var 1977 um 57 milljarðar íslenzkra króna á verðlagi. Nema Kyrrahafslax- veiðarnar að jafnaði u.þ.b. fjóð- ungi af heildarverðmæti kana- dískra fiskveiða. Árið 1969 hófst framkvæmd nýrrar áætlunar um stjórnun Kyrrahafslaxveiðanna. Markmið þessara áætlunar var að koma á skipulagi sem yki þjóðhagslega arðsemi veiðanna, en þegar hér var komið sögu, var þessi arð- semi því sem næst engin. Hinu nýja skipulagi laxveiðanna var komið í framkvæmd í fjórum áföngum, sem hér segir: I. í fyrsta áfanga, sem kom þeg- ar til framkvæmda, var frekari aukning veiðiflotans stöðvuð og veiðileyfi innleidd. 1) Til samanburðar má geta þess, að verðmæti íslenskra þorskaflans 1977 var um 77 milljarðar króna á sam- bærilegu verðlagi. Þetta var framkvæmt á eft- irfarandi hátt: Laxveiði- flotanum var skipt í þrjá flokka. í flokk A féllu bát- ar, sem taldir voru hafa tekið „fullan“ þátt í lax- veiðunum 1967 og 1968. Voru þesir bátar um 80% heildarflotans miðað við fjölda. Eigendum þessa flota var gefinn kostur á að kaupa veiðileyfi, sem fylgja skildu viðkomandi bát og endurnýjast árlega. Veiði- leyfi þessi fólu í sér rétt til að halda bátnum á lax- veiðar og heimild til að endurbæta og endurnýja hann. Verð veiðileyfisins var $ 10 árlega. í flokk B féllu bátar, sem höfðu að „takmörkuðu" leyti tekið þátt í laxveiðun- um 1967 og 1968. Nam fjöldi slíkra báta um 15% heildarflotans. Eigendum þessara báta var gefinn kostur á að taka út sams- konar veiðileyfi og bátum af A flokki að undanteknu því, að óheimilt var að endurbæta eða endurnýja báta af B flokki. Var þannig að því stefnt, að bátar af B fokki hyrfu smám saman úr laxveiðiflotanum. í C flokki voru að lokum bátar, sem engan laxveiði- afla höfðu fengið 1967 og 1968. Þessum bátum, sem námu um 5% heildarflot- ans, var undantekningarlít- ið neitað um laxveiðileyfi og hurfu þeir því úr lax- veiðiflotanum. II. Annar áfangi laxveiðistjórn- unarinnar kom til fram- kvæmda árið 1970. Hann fól i sér eftirfarandi ráðstafanir: 1) Settur var hámarkstími (10 ár) á þátttöku báta af B flokki í veiðunum. 2) Verð veiðileyfa til báta í A flokki var hækkað í $ 200—400 eftir stærð bát- anna. 3) Tekjur af sölu veiðileyf- anna voru látnar renna í Skoðun og viðgerðir gúmmíbáta allt árið. GÚMMÍBÁTAÞJÓNUSTAN Eyjagötu 9 Örfirisey Sími 14010 22 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.