Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Page 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Page 27
Björgunar og vinnubáturinn sem norska siglingamálastofnunin hefur hannað! (mynd: Framleiðandi). ósökkvanlegur og hefur mjög góðan stöðugleika. Pláss er fyrir 4 menn í lokuðum lúkar fremst í bátnum (sjá mynd). En alls er pláss fyrir 8 á bátnum. Helstu eigin- leikar bátsins sem vinnubáts eru þessir: Góður stöðugleiki eins og áður segir, allt að 60 hestafla vél með stóra skrúfu, sterkir „fend- erar“ á síðum og gott pláss auk fleiri eiginleika, en helstu eigin- leikar bátsins sem björgunarbáts eru: Pláss fyrir 8 persónur eins og áður segir, lokaður lúkar fyrir 4 persónur, ósökkvandi með 4 per- sónur í lúkar og lúkarnum lokað, pláss fyrir 4 björgunarbúninga auk nauðsynlegasta björgunar- búnaðs og mjög auðvelt að með- höndla og koma bátnum fyrir borð. Helly-Hansen er þekkt merki í Noregi á sviði fataframleiðslu þó aðallega á framleiðslu regnfata og sjógalla. Auk fyrrnefndra klæða sýndu þeir björgunarbúninga sem nú er skylda að nota á borpöll- unum í Norðursjó en eru auk þess mikið notaðir í norska verslunar- flotanum. Búningar þessir eru í senn kulda- og vatnsverjandi auk VÍKINGUR þess að vera björgunarvesti. Norska siglingamálastofnunin sem reynt hefur þessa búninga hefur komist að því að maður sem er við fulla meðvitund á að geta lifað á milli 9—10 tíma í sjó sem hefur hitastigið 0—2° Celcius en Nor-Fishing eftir þann tíma hefur líkamshitinn fallið niður í 33° C og er ekki reiknað með því að menn lifi mikið lengur eftir það. Líkams- hitinn fellur innan við hálfa gráðu fyrsta klukkutímann sem menn eru í slíkum búningum við áður nefnt hitastig. Búningar þessir eru mjög auðveldir í notkun. Hægt er að vera í venjulegum fötum innanundir en ekki er hægt að vera í skófatnaði eða með höfuð- fat þar sem þess konar er áfast þessum búningum. Búningarnir eru með eða án áfastra vettlinga. Þetta eru svokallaðir þurrbúning- ar og kemur notandi hvergi í samband við sjó nema þá í andliti. Búningana er hægt að nota við Báturiun sem Sijibjörn Ivarsen A/S sýndi. 65 feta línu og nctabátur. 27

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.