Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Page 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Page 37
Svanur Geirdal: Segir fátt af einum... — Það var enn nokkur stund í rismál í Víkurþorpi. Enginn sást á ferli og ekkert hljóð heyrðist utan reiðilegt garg kríunnar er barðist um æti í fisk- úrgangi fyrir neðan salthúsið og dvínandi hljóðið í vélum trillanna, er héldu út á flóann. En það var góð stund síðan Leifi gamli, hafði farið á stjá. Þetta var hans vani, hann gat Svanur Geirdal er fæddur í Grímsey, og ólst þar upp og bjó þar fram að fermingu. Hann fór þá að heiman til að vinna fyrir sér. Hann byrjaði til sjós 18 ára gamall, en fór í Stýrimannaskólann í Vest- mannaeyjum 1958. Svanur var til sjós á ýmisskonar skipum, fiskiskipum og flutningaskip- um fram til 20 ára aldurs. Hóf hann þá störf við lögregluna á Akranesi og hefur starfað þar síðan. ekki sofið eftir að sól var komin á loft og renndi geislum sínum inn um þakgluggann á Bragganum. Svo var líka kominn tími til að fara á sjóinn. Hann smeygði sér í buxur, lausgirti sig, fór berfættur í kloss- ana og gekk út fyrir. Alltaf á sama stað, enda var hann auðkenndur sökum grósku, létti hann á sér, rumdi ánægjulega við síðasta dropann og leit síðan til lofts til að spá i veðurfar dags- ins. Innst í víkinni var spegilsléttur sjór en er utar dró gáraði austan- golan nokkuð og myndi sennilega bæta í það er liði á daginn með hafrænunni, jafnvel orðið strekk- ingur með kvöldinu. Ekki var skýhnoðri á lofti og er hann leit til bryggjunnar sá hann að bátarnir voru allir farnir svo sjálfsagt var að fara að koma sér af stað. Komið var fram í áttundu viku sumars og fram að þessu hafði gefið réttsæmilega, en allvel fisk- ast. Hann sá til ferða tveggja báta, er stefndu vestur á „slóðimar“, annar þeirra var örugglega hann Jói á Blikanum, hann fór oftast tímanlega pilturinn sá og fiskaði vel, enda hörkusjómaður. Þeir fóru nú oftast nær á undan honum nú orðið en hann hélt lengur úti og kom venjulega lang- síðastur að. Og ekki var nú undr- ast um hann Leifa gamla í Bragg- anum eða útivist hans orðlögð þó að hann kæmi allt að tveim tímum seinna að landi en síðasti bátur. Hann fór nú inn fyrir, setti pott með vatni á olíuvélina, kveikti undir. Klæddi sig meðan vatnið hitnaði. Fór í vaðmálsbuxur þykkar, ullarpeysu, sokka og í leðurklossa. Inni var allt harla fábrotið og bar glöggt vitni um það allur um- gangur að hér vantaði konuhönd. I einu horninu var rúmbálkur og voru sængurföt dökkleit svo erfitt var að sjá hvort hrein væru eður ei. Borð er hann mataðist við, tveir stólar, kommóða stóð upp við þil og á henni stóð útvarpstæki og nokkrar myndir voru þar, myndir af börnum og konu á miðjum aldri; er myndin var tekin, ungleg en fremur stórskorin að sjá með dapurlegt andlit, er gæti átt erfitt með bros. Ekkert á gólfi utan gæruskinn fyrir framan rúmið. Föt héngu á snögum og stólbök- um eftir þörfum. Vatnið var farið að sjóða og hellti hann nú upp á könnuna. Hann vildi hafa kaffið sterkt, not- aði mikið export. Fékk hann sér í könnu ekkert meðlæti, utan sykurmola er hann bruddi hátt, drakk svart. Síðan kveikti hann sér í pípu, en það var nú í rauninni eini mun- aðurinn, er hann veitti sér nú- orðið. Þó kom það fyrir að hann fékk sér flösku, átti hana lengi, drakk ekki öðruvísi en út í kaffi. Það var gott svefnmeðal og eins er hann var með gikt eða þreytuverki í skrokknum þá var eins og svíaði aðeins undan brjóstvirtunni. Nei hann hafði aldrei verið mikið fyrir vín, en hafði þótt gott að fá í staupinu, er hann var að skemmta sér. Hafði í rauninni aldrei komið sér út á dansgólfið öðruvísi en svolítið hreifur. VÍKINGUR 37

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.