Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1987, Page 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1987, Page 30
NyJUNGAR TÆKNI Litgrafískur stjórnbúnaður í Áburðarverksmiðjuna Vélfræðingar og vélgæslu- menn frá Áburðarverksmiðju Ríkisins hafa að undanförnu verið á stuttum kynningarnám- skeiðum í Vélskóla íslands í Reykjavík. Hvatamaðurinn að þessum kynningarnámskeið- um er Lúðvík Ögmundsson raf- tæknifræðingur við Áburðar- verksmiðju Ríkisins en kennari Björgvin Þór Jóhannsson. Útgerðarmenn — vélstjórar. önnumst allar raflagnir og viðgerðir í bátum, skipum og verk- smiðjum. Áratuga þjónusta viö íslenskan sjávarútveg tryggir reynslu og öryggi frá sérþjálfuðu starfsfólki. Ástæðan fyrir þessu nám- skeiðshaldi er að fyrirhugaðar eru talsverðar breytingar á stjórnbúnaði verksmiðjunnar sem meðal annars eru fólgnar í aukinni fjarstýringu og stillibún- aði og að litgrafískir skjáir og lyklaborð leysa af hólmi hefð- bundnar stjórntöflur og stjórn- borð. Vélarrúmshermir Vélskóla íslands í Reykjavík er einmitt búinn litgrafískum skjám og lyklaborðum og er því ákjósan- legur bæði til kynningar og þjálfunar á þessum nýja stjórn- búnaði. Vélarrúmshermirinn er útbúinn þrem nemendastöðv- um og einni kennarastöð en þetta skapar möguleika á að kenna níu nemendum samtím- is. Meðfylgjandi mynd sýnir einn af sex hópum sem þátt tóku í kynningarnámskeiðun- um. Mörg fyrirtæki hér á landi hafa nú þegar tekið í notkun þennan stjórnbúnað, þ.e. með litgrafískum skjáum og lykla- borðum, og er óhætt að fullyrða að sú reynsla sem fengist hpfur lofar góðu um framhaldið. í þessu sambandi má nefna eft- irfarandi fyrirtæki: Landsvirkjun (stjórnstöð á Geithálsi), Hita- veitu Reykjavíkur, Hitaveitu Suðurnesja og einhverjar fiski- mjölsverksmiðjur hafa einnig tekið þennan búnað í þjónustu sína. Helstu kostir þessa búnaðar eru: Heildarkerfinu er deilt nið- ur í hlutakerfi sem hægt er að kalla fram á skjáinn á hraðan og auðveldan hátt en þetta ein- faldar aðstæður og eykur yfir- sýn. Minni hætta á mistökum þar sem öll inngrip í einingar ákveðins kerfis, eða upplýs- ingaöflun frá kerfinu, fer fram á lit-skjámynd sem sýnir viðkom- andi kerfi. Staða einingarinnar í kerfinu er táknuð með lit. Þetta þýðir að dæla sem er starfandi fær lit lagnarinnar en sé hún í kyrr- stöðu er tákn hennar hvítt og það sama gildir um loka þannig að lokaður loki er hvítur en sé hann opinn fær hann lit lagnar- innar. Allar aðgerðir eru fram- kvæmdar frá einum stað þann- ig að stjórnandi þarf ekki að vera á ferð og flugi. Erlendis er þegar byrjað að nýta litgrafíska skjái í stjórn- klefa og brú stærri skipa enda er aukin tækni og hagræðing um borð ein mikilvægasta for- senda þess að skipið geti stað- ið sig í þeirri hörðu samkeppni sem í dag ríkir á heimshöfun- um.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.