Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1987, Page 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1987, Page 43
Smásaga Þorgeir kom inn í stóran sal þar sem stódu snjóbílar. Hann fór upp stiga. Ungur strákur sat í herbergi, þar sem voru ein talstöð og marglr sím- ar. Tveir gluggar sneru út að sjónum. Hann reykti þurra Camelsigarettu, drakk kók og las Samúel. Hann leit snöggt á Þorgeir, eins og honum hefði orðið hverft við. „Ég sá neyðarrakettu“, sagði Þorgeir. „Já, en við tökum ekki ámóti neyðarútköllum", sagði strákurinn, sló ösku af sígarettunni og hélt áfram að lesa. „Nú, erþetta ekki björgunarsveit?", sagði Þor- geir og stamaði örlítið. „ Við förum bara af stað eftir ákvörðun lögregl- unnar, eða Almannavarnaráðs", sagði strákurinn og saug sígarettuna. „Ég sá neyðarrakettu, það er kannski bátur þarna úti sem vantar hjálp", sagði Þorgeir, stam- aði mikið og benti út um gluggann. Strákurinn rýndi út. Þorgeir lagði hendur á rúð- una til að sjá betur. En ekkert sást, aðeins móða kom á kalda rúðuna. „Ég sé ekkert. Nei, þú verður að fara niður á lögreglustöð og gefa skýrslu". Þorgeir andvarpaði og axlirnar sigu. Honum fannst eins og það væri hann sjálfur sem væri á sökkvandi bát. „Ég sá neyðarrakettu", sagði Þorgeir, æstur. „Þú getur ekkert tilkynnt það hér, þú verður að fara niður á lögrelgustöð, síðan kallar hún út björgunarsveit". ÚTGERÐARMENN! Samkvæmt lögum um Lífeyrissjóð sjómanna ber að skila iðgjöldum til sjóðsins mánaðarlega. Skorað er á þá sem eiga eftir að senda sjóðnum skilagreinar að gera það nú þegar, ásamt því að greiða þau iðgjöld sem ekki eru greidd úr greiðslumiðlunarreikningi fiskiskipa. LÍFEYRISSJÓÐUR SJÓMANNA Laugavegi 114,105 Reykjavík, Sími 91-19300 „Til hvers eru björgunarsveitir eiginlega?", sagði Þorgeir og var með grátsstafi í kverkunum. Strákurinn drap í uppreyktum stubbnum, yppi öxlum og tók aftur upp Samúel. Erlendur ríghélt sér í það litla sem eftir var af bátnum. Hann starði í land í von um að einhver hefði séð blysin eða raketturnar. Bara að einn maður hefði séð eina rakettu. Þá varhonum borg- ið. Hann fann hvernig ískaldur sjórinn hafði gert hann máttlausan. Nú stóð honum á sama þó að báturinn væri ónýtur. Báturinn sem átti að gera hann sjálfstæðan. Nú var það lífið sem skipti máli. Stundum náði hann að hanga utan á brakinu, hina stundina skall hann á grjótið. í fjarska var malbikuð gata eftir ströndinni upplýst með fölum götuljósum. Þorgeir stöðvaði vörubílinn á uppfyllingunni fyrir framan Jón Loftsson. Öldurnar lömdu grýtta ströndina. Hann skrúfaði niður rúðuna og horfði út í myrkrið. Hann sá ekkert, ekkert nema svart úfið haf. Sá ekki einu sinni móta fyrir Akurey. Sá engan bát, heyrði engin hróp, ekkert nema myrkr- ið og hvæsið í öldunum. Þarna úti á hafinu var einhver í neyð og þeir nenntu ekki að kalla út hjálparsveit. Hendur hans gripu fast um stýrið. Hann var ekki sjálfstæður frekar en fyrri daginn. Enginn hjálpaði neinum í raun og veru. Þorgeir fann heit tár falla af kinnum sínum og lenda á möttu stýrinu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.