Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1989, Blaðsíða 5
RITSTJÓRNARGREIN
Á hverju ári minnir Ægir konungur
okkur á,aðþaðer hann sem oftast hefur
betur.
Þó mikið sé búið að vinna í að endur-
bæta björgunartæki, er ekki enn búið að
finna upp þann búnað sem getur skilað
björgunarbátum alltaf upp þegar sjóslys
verða.
Flotgallar þeir sem nú eru í notkun
uppfylla ekki þessi skilyrði þó þeir séu
góðir til þess sem þeim er ætlað.
Menn verða að skynja að best er að
skjóta þeim upp sem fyrst ef eitthvað
kemur fyrir. Efskipið er komið með ein-
hvern halla getur verið hætta á að þeir
skili sér ekki upp. Því sína dæmin okkur
að þeir eru ekki 100% björgunartæki og
ekki búið að finna það upp ennþá.
Þegar sjóslys verða eru mörg smá
atriði sem geta orðið stór.
Tökum sem dæmi brúarglugga, ef hurð
eraðeins öðru megin þarfhann að vera
þannig að menn komist út um gluggann
í flotgöllum en ég hefgrun um að svo sé
ekki. Því ættu menn að gæta að þessu
hver á sínu skipi.
í viðtali sem ég átti við mann sem
komst af úr sjóslysi og var í vinnu flot-
galla, sagði hann mér að hann hefði átt í
mesta basli að komast út um brúar-
gluggann í gallanum og taldi hann að
hann hefði ekki komist út hefði hann
verið í flotgalla skipsins.
Slysavarnaskóli sjómanna er sá já-
kvæði púnktur sem gerður hefur verið í
slysavörnum síðustu ára, og hann verð-
ur að eflast.
Það gerir hann ekki nema að sjómenn
sæki hann. Þegar menn eru búnir að
fara þar á námskeið, þá erþað bara eitt
stig afnokkrum sem þurfa að koma, því í
framhaldi þarf að halda þessari kunn-
áttu við og leiðbeina skipstjórnarmönn-
um hvernig þeir eigi að halda þær mán-
aðaræfingar sen í lögum eru um borð í
skipum.
En hvernig gerum við það? Ég tel, að
vinna eigi að því að sveitir S. V.F.Í. úti á
landi komi inn í þetta starf. Það eigi að
þjálfa þær í slysavarnaskólanum, og
síðar eigi þær að geta tekið í sínu
byggðalagi ákveðna þætti og farið yfir
þá til að rifja upp það sem menn lærðu í
skólanum. Ef þetta er tekið sem upp-
rifjun helst sú kunnátta betur í mönnum,
og hlýtur að skila sér á hættustund.
Annar þáttur er gagnvart yfirmönnum
sem stjórna eiga björgunaræfingum á
sínu skipi en eru ekki nógu vissir um
hvernig þeir eiga að standa að þeim.
Menn álíta að þegar kemur að því að
halda svona björgunaræfingu, eigi að
fara yfir alla þættina í hvert skipti en það
er ekki svo. í þessum mánuði á að taka
fyrir gúmmíbáta, næsta mánuð skoða
menn einn þátt af spólu með einhverju
efni um þessi mál. Þá á í hverjum mán-
uði aó taka eitthvert efni fyrir en ekki alla
þætti í hvert sinn.
Myndbanki sjómanna var þarft verk-
efni, en mætti breyta rekstrinum. í
myndbankanum er efni á 13-15 spólum
efni sem spannar 10-30 mínútur og
þurfa menn að fara á ákveðna staði og
taka þetta efni á leigu. Þetta kerfi skilar
sér ekki sem fræðsla á þennan hátt. Það
er hægt að taka þetta efni sem er á 13-
15 spólum og setja á eina spólu. Síðan
ætti að vera skylda að hafa þessa spólu
um borð í öllum skipum. Þannig myndi
þetta skila sér betur en það gerir nú.
Ragnar G.D.
Hermannsson
formaður
öldunnar
Sjó-
slysa-
varnir
VÍKINGUR 5